Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Síða 16

Ægir - 01.02.1997, Síða 16
Ráðlegg ykkur að fara varlega segir Richard E. Gutting, varaforseti samtaka fiskveiði- og fiskvinnslufyrirtækja í Bandaríkjunum „Ég get fullvissað ykkur um að framleiðsluvörur ykkar hafa á sér orð í Bandaríkjunum fyrir mikil gæði og vegna gæðanna fáið þið hátt verð. Markaðirnir eru ykkur mikilvægir og ég heyri hér á landi að ferðaþjónustan er vaxandi atvinnu- grein. Þetta kann að vera í hættu ef hvalveiðar verða hafnar að nýju,“ sagði Richard E. Gutting, varaforseti samtaka fyrirtækja í bandaríksum fisk- iðnaði á ráðstefnu um náttúrunýtingu á Norður- slóðum. Gutting benti á að ef til hvalveiba íslendinga kæmi þá gæti farið af stað atburðarás sem ekki sé hægt að sjá fyrir hvernig lyki. Bæbi gæti komið til almenn mótmæli gegn framleiöslu- vörum íslendinga og annað hitt ab stjórnvöld í Bandaríkjunum kynnu að setja viðskiptabann á Islendinga. Þó Is- lendingar ættu möguleika á að fá banni hnekkt þá yrði það tímafrekt. „Hitt atriðið snýr ab almenningi og því hvernig fólk gæti sniögengið fram- leibsluvörur ykkar. í stórmörkuðunum eru vörur ykkar í hillunum rækilega merktar íslandi og ekki ab ástæðulausu því sú merking þýðir gæðavara í huga fólks. En þetta gerir líka að verkum ab fólk veit nákvæmlega hvar ykkar vörur eru og getur því sniðgengið þær auð- veldlega. Þetta gæti gerst bæði í Banda- ríkjunum og í Evrópu og við megum ekki gleyma þeim samtökum sem tækju undir þetta, eins og t.d. World Wildlife Fund og Greenpeace sem hafa þúsundir innan sinna rába og tugi að- ildarlanda. Þessi öfl em að tala við hinn almenna neytanda, fólkið sem er að kaupa ykkar framleiðsluvörur," sagði Gutting. „Að mínu mati gætuð þið gert mikil mistök með því ab fara of hratt í þessu máli. Skynsamlegra væri að fara hægar Richard E. Gutting. Mynd: ]óh því ef of hratt er farið þá gætuð þið líka fært andstæðingunum vopnin upp í hendurnar. Þeir eru einmitt að vonast eftir að þið hefjiö veiðar því það væri innspýtingin sem þeir þurfa. Áhrifin yrðu gífurleg fyrir fyrirtæki innan minna samtaka í Bandaríkjunum og sama gildir hér á landi." Sú spurning vaknar hvort ástæba sé til að ætla ab hvalveiðar hafi meiri áhirf fyrir íslendinga en Norbmenn þegar þeir hófu aftur veiðar. Gutting telur svo vera. Norðmenn hafi undirbúið sínar veiðar vel og sömuleiðis hafi Norðmenn ítök í stjórnmálum á alþjóbavettvangi og viðurkenningu sem slíkur og það atriði skipti ekki litlu máli. HRAÐFRYSTIHÚS ESKIFJARÐAR HF Strandgata 39 735 Eskifjörður Pósthólf 20 Sími 476 1120 Fax 476 1520 Stofnað árið 1944 1 6 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.