Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 18

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 18
Dauðastirðnun skiptir máli í saltfiskverkuninni Rannsóknarverkefni sem nú er unnib ab á vegum Rannsóknastofnunar fiskibnabarins, Sölusambands ís- Gunnar Páll Jónsson og Sigurjðn Arason salta í kassa. Samkvœmt því sem athug- anir Rf ieiða í Ijós gengur mikið vatn úr fiskinum í saltið þegar hann hefur ekki náð að stirðna fyrir söltun. Myndir: arh lenskra fiskframleibenda og nokk- urra fiskvinnslufyrirtækja hefur þegar leitt í ljós athyglisverbar stab- reyndir um áhrif daubastirbnunar fisks í saltfiskverkun. Abur höfbu at- huganir leitt í ljós lægra nýtingar- hiutfall í saltfiskverkun um borb í fiskiskipuin úti á sjó en í verkun í landi og því var ákvebib ab kanna nánar hvaba áhrif daubastirbnun hefur á fiskinn meb tilliti til söltun- arinnar sjálfrar. Sigurjón Arason, verkfræbingur hjá Rannsóknarstofnun fiskibnabarins, segir vitab ab þegar flök fara í gegnum söltun ábur en fiskurinn hefur náb ab stirbna þá styttast flökin meira en ella og þar meö minnkar nýtingin. „Þetta skiptir því gífurlega miklu máli varb- andi söltunina og munurinn er hreinlega ótrúlegur á því hvernig fisk- urinn bregst vib saltpæklinum. Sér- staklega á þetta viö um flökin en sömu- leiöis um flatta fiskinn. Þegar fiskurinn á eftir ab fara í gegnum dauöastirbnun- ina þegar hann fer í saltpækilinn þá viröist hann missa tiltölulega mikib vatn og þar meb minnkar nýtingin. Þetta er í rauninni þab sem þekkt er í öörum greinum, t.d. hvab varöar kjöt- vinnsluna, en í fiskibnabinum viröast menn ekki hafa fram ab þessu hugaö mikiö aö áhrifum dauöastirönunar- innar," segir Sigurjón í samtali vib Ægi. Mikilvægt fyrir söltun úti á sjó I framhaldi af rannsókninni nú er von- ast til aö hægt veröi ab sjá út leiöir til þess ab hægt verbi aö hækka nýtingar- hlutfalliö í söltun á nýveiddum fiski og þar meö gæti aftur opnast möguleiki fyrir þær útgeröir sem vilja reyna þessa vinnslu úti á sjó en í flestum tilfellum hafa menn gefist upp vegna þess hve nýtingarhlutfalliö hefur verib lágt. Nokkur skip reyndu vinnslu úti á sjó á árum áöur en menn snéru frá vegna nýtingarhlutfallsins en þrátt fyrir aö fiskurinn flokkabist alla jafna í verö- meiri flokka og þaö atribi næbi ab vega nokkuö upp á móti minni nýtingu. Rétt er aö vekja athygli á aö þegar talaö er um nýtingarhlutfall þá er átt viö verkunarnýtingu, þ.e. hversu mikiö vatn fer úr fiskinum og hve mikib salt gengur í hann. Annab nýtingarhlutfall sem oft skiptir máli er vinnslunýtingin sjálf, þ.e. hversu mikiö gengur af meö haus og hrygg og slíku í vinnslunni sjálfri. Dauöastirönun í kældum þorski er talin vera 80-100 klukkustundir en ef hitastig fisksins er 4-5 grábur þá getur dauöastirönunin tekib frá einum til tveimur sólarhringum. Augljóst er aö úti á sjó er þetta langur tími í bib eftir aö hægt verði aö vinna fiskinn. „Vissu- Hvert flak mœlt nákvœmiega til að sjá áhrif söltunarinnar. Jón Garðar Jónsson og Gunnar Páll Jónsson fylgjast með mœlingu hjá Sigujóni Arasyni. 1 8 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.