Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 19
lega er þetta langur tími en spurningin er sú hvort menn geta t.d. léttpæklað fiskinn til að flýta fyrir sér. Hingað til höfum vib ekki farið svo langt ab skoða lausnir heldur höfum við fram að þessu veriö í skráningu á því hvab gerist í vinnslunni eins og hún er í dag en í framhaldinu munum við setja fram einhverjar hugmyndir um lausnir," segir Sigurjón. Verkefnið mun væntanlega standa til loka ársins og orðar Sigurjón það svo að á verkefnistímanum muni vafalítið koma margt óvænt í ljós. Mönnum hafi komið nokkuö á óvart hversu mik- ill munur var á fiskinum eftir því hvort hann hafbi náð að stirðna eða ekki og áhugavert verði að fá nánari vitneskju um þennan þátt sem svo litla athygli hefur fengið fram til þessa í fiskvinnsl- unni. Ásamt Sigurjóni stýrir Sigurður Boga- son, þróunarstjóri SÍF, þessu verkefni en meðal samstarfsaðila eru Borgey á Höfn í Hornafirði, Síldarvinnslan hf. í Neskaupstað og Fiskanes í Grindavík. Tilraunaveiðar í Fiskvinnsluskólanum! Starfsmenn Rannsóknarstopmnar fiskiðnaðarins og nemendur í Fiskvinnsluskólanum unnu að slátrun, flökun og söltun á fiski sem fluttur var í kari úr Grindavík. Þorskarnir virtust kwma hið besta við sig í karinu því „veiðimennirnir" urðu nœsta holdvotir afbaráttunni við þá en höfðu betur að lokum. Frá vinstri: Sigurjón Arason, Rf, Gunnar Páll fónsson, Rf, Sigmar Rafhsson, nemi í Fiskvinnsluskólanum, Jón Garðar Jónsson, Rf, og Ragnheiður Ásta Rúnarsdóttir, nemi í Fiskvinnsluskólanum. Mikilvægt að menn séu tilbúnir að læra af rannsóknum „Vib höfum rannsakað marga þætti sem snerta salt- fiskvinnsluna en þab kemur alltaf í ljós þegar byrjab er ab skoba hlutina ab menn vita afskaplega lítib. Menn hafa oft gefib sér einhverja hluti og ekki viljab trúa nibrstöbum rannsókna og oft hefur þab tekib vinnsluna hátt í 10 ár ab mebtaka þab sem mælingar og rannsóknir hafa sýnt fram á," segir Sigurbur Boga- son, þróunarsjóri Sölusambands íslenskra fiskframleib- enda hf., abspurbur unt gildi rannsóknarverkefna á borb vib þab sem Rannsóknastofnun fiskibnabarins er ab vinna ab. Sigurbur segir að mjög víðtækar upplýsingar þurfi tii að rannsóknir sannfæri framleibendur. En bendir það ekki til íhaldssemi? „Já, til ab mynda var uppgötvað fyrir um 10 árum að fiskur sem kemur úr ís inn í söltun hefur betri nýtingu en fiskur sem er saltaöur alveg nýr fyrir dauðastjarfa. Þetta erum við ab skoba betur núna en á sínum tíma þegar vit- neskja um þetta kom fram svöruðu menn með því að þetta væri ekki marktækt vegna þess að fiskurinn rýrnaði í ísnum. Þegar það hafði verið hrakið með athugunum þá ypptu menn bara öxlum. En samt sem áður em margir framleiðendur í dag farnir að átta sig og hafa breytt um verkunarabferbir. Það er því oft dálítiö erfitt að koma meb nógu góðar upplýsingar og víðtækar til ab sannfæra menn í fyrsta kasti." Siguröur bendir á að kaupandinn úti á markaðnum hafi oft aðrar gæbakröfur og viðhorf en framleiðendurnir sjálfir. „Gæði í augum neytandans eru ekki alltaf þau sömu og við höfum gefið okkur og þar liggur grundvöllur- inn til að ná árangri. Stóra málib er ab vera tilbúinn til að læra eitthvað nýtt og skoba nýja möguleika. Ég held að í vinnslunni í dag séu menn tiltölulega viljugir til breyt- inga á grundvelli nýrra upplýsinga úr rannsóknum. En það er skilyröi að menn fái trúverðugar upplýsingar til að byggja sína ákvarðanatöku á og um það snúast einmitt okkar rannsóknarverkefni," segir Siguröur Bogason, þró- unarstjóri Sölusamtaka íslenskra fiskframleiðenda. ÆGIR 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.