Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1997, Qupperneq 22

Ægir - 01.02.1997, Qupperneq 22
5. mynd Meðalþyngd (grömm) þorsks eftir aldri á norðursvæði 1985-96. fjögurra, fimm og sex ára þorsks árið 1994 það hæsta sem sést hafði í stofn- mælingunni. Þetta háa hlutfall skilar sér þó vart sem afbrigðilega hátt í þessum aldursflokkum árin 1995 og 1996. Kyn- þroskahlutfall þorsks á þessu svæði 1996 var undantekningalítið lægra en árið 1995. Fjögurra og fimm ára fiskur sker sig þó úr hvað varðar mun lægra kynþroska- hlutfall árið 1996 en verið hefur á þess- um aldursflokkum undanfarin tvö ár. Á norðursvæði hefur kynþroskahlut- fall þorsks alltaf verið sveiflukenndara en á suðursvæði einkum hjá eldri fiskin- um. Árið 1996 var kynþroskahlutfall 4-5 ára þorsks mun lægra en hjá sömu ald- ursflokkum árin 1995 og 1994 og hjá flestum aldursflokkum er hlutfalliö lægra en í fyrra, rétt eins og á suður- svæði. Ýsa Á suðursvæði er kynþroskahlutfall 2-6 ára ýsu í stofnmælingunni 1996 heldur lægra en árin 1995 og 1994. Kynþroska- hlutfall ýsu í yngri aldursflokkum hefur reyndar verið mjög hátt hin síbari ár miðað við fyrri helming rannsóknatíma- bilsins. Úr þessum mun er þó að draga á ár- inu 1996. Á norðursvæði er kynþroska- hlutfall ýsu breytilegt að venju. Kyn- 6. mynd Meðalþyngd (grömm) ýsu eftir aldri á suðursvæði 1985-96. þroskahlutfall allra aldursflokka er lægra þar árið 1996 en verið hefur síðustu tvö árin þar á undan. Lengdardreifingar Lengdardreifingar sýna meðalfjölda fiska á togmílu fyrir hvern sentimetra sem fiskurinn dreifist á. Lengdardreif- ingarnar eru sýndar á tveimur svæðum sem ábur er getiö, þ.e. norður- og suð- ursvæði. Þorskur Á árunum 1985 og 1986 bar talsvert á þorski á norðursvæði sem var á lengdar- bilinu 10-15 cm og 20-30 cm , þ.e. eins og tveggja ára þorski af árgöngunum 1983 og 1984 (8. mynd). Árin 1987- 1993 bar mjög lítið á eins árs þorski. Árið 1994 var eins árs þorskur hins veg- ar aftur vel sjáanlegur í lengdardreifing- unni. Þeim árgangi má svo fylgja eftir i stofnmælingu 1995 en þá kom fram toppur í lengdardreifingunni á 20-30 cm bilinu og í stofnmælingunni 1996 skilar sá toppur sér nokkuð vel í 35-45 cm fiski (3 ára). Á suðursvæði hafa lengdardreifingar einkennst af því að til- tölulega lítið er af smáfiski á þeirri slóð. Flest árin er mest af þorski á bilinu 60- 80 cm en árin 1985-1987 fékkst einnig 7. mynd Meðalþyngd (grömm) ýsu eftir aldri á norðursvæði 1985-96. nokkuð af smærri þorski á þessu svæði. Enga nýliðun var að sjá á suðursvæði árin 1987-1991. Aðeins örlaði á smáfiski 1992 og 1993 en árið 1994 sker lengdar- dreifingin á þessu svæði sig úr að því leyti að þá varð þar vart viö eins árs þorsk í einhverjum mæli. í lengdardreifingunni 1995 var topp- ur 20-30 cm fisks (2 ára) rýrari en við hefði mátt búast. í stofnmælingunni 1996 verður sami árgangur illa greindur í lengdardreifingunni sem sérstakur toppur. Ýsa Árin 1985 og 1986 einkenndist lengdar- dreifing ýsu á norðursvæði af tveimur toppum, annars vegar rétt undir 20 cm og hinsvegar við 30 cm lengd, (9. mynd). Hér var fyrst og fremst um ár- gangana frá 1984 og 1985 að ræða sem reyndust síðar mjög áberandi í ýsuaflan- um. Árin 1990 og 1991 má sjá hliðstæða þróun þegar árgangarnir frá 1989 og 1990 komu inn í lengdardreifingu stofnsins. Myndin á suðursvæði er í stórum dráttum áþekk þeirri á noröur- svæði enda ná bæði svæðin að hluta til yfir aðalútbreiðslusvæbi ýsunnar við landið. Lengdardreifingar ýsu 1996 gefa til kynna að stór árgangur frá 1995 sé að bætast í stofninn rétt eins og þeir þrír 22 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.