Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 13
„Uppleggið er að húsið sé sem mest
búið sjálfvirkum búnaði. í fyrstu var
húsið hugsað út frá loðnu og síld en
síðan var bolfiskvinnslan tekin inn.
Það er óhætt að segja að þetta sé ein-
stakt hús í landinu því ekkert annað
hefur jafn mikla möguleika á vinnslu
undir einu þaki."
Islenskt hugvit - íslensk tækni
Þegar horft er yfir búnaðinn í nýja
frystihúsinu vekur strax athygli að
hann er að lang stærstum hluta kom-
inn frá íslenskum fyrirtækjum. íslenskt
hugvit hefur því verið virkjað til hins
ýtrasta. Jóhannes segist þeirrar skoðun-
ar að nú fari í hönd sá tími að íslensk
fiskvinnsluhús fái andlitslyftingu og
þannig búi menn sig undir nýja öld. í
stuttu máli verði frystihúsunum ís-
lensku breytt í verksmiðjur, með allri
þeirri tæknivæðingu sem fylgi.
„Þrátt fyrir að notaðar séu erlendar
lausnir í tæknivæddu húsi eins og er
áíNeskaupstaö þá eru kerfin hönnuð
hér á landi og tækjabúnaðurinn er ís-
lensk smíði. íslenska hugvitið liggur
því að baki þannig að menn þurfa ekki
að óttast það þegar lagt er í breytingar
að hér innanlands sé ekki þekking á því
nýjasta og besta," segir Jóhannes.
Fyrirtœkið Style í Kópavogi hefur þróað
þessa nýjugerð af loðnuflokkurum og hefur
hún reynst vel. Fjórir slíkir eru hjá
Sildarvinnslunni.
Fjöldi verktaka
Eins og áður er getið kom fjöldi verk-
taka að frystihússbyggingu SVN. ístak
hf. var aðalverktakinn en meðal stærstu
undirverktaka voru verkfræðistofan
MEKA hf., Formax hf., Samey hf. og
Kælismiðjan Frost.
Vélaverkstæði Síldarvinnslunnar sá
einnig um stóra verkþætti í bygging-
unni og einnig voru fyrirtækin Marel
og Þorgeir og Ellert hf. beinir verktakar
hjá Síldarvinnslunni en þessir aðilar
höfðu á sinni könnu búnað í vinnslu-
sal, innvigtunkerfi og pökkunarstöðv-
ar.
Og hér er horft í átt að plötufrystunum þeim megin sem frosnu afurðimar koma út. Vagn
er þeim megin sem tekur við frosnum pönnum og raðar þeim niður á fœriband sem síðar
flytur þcer í átt að útsláttarbúnaðinum...
...og hér er vélbúnaðurinn að störfum við útsláttinn. Enginn sviti eða púl, heldur sjálfvirkni
sem skiiar öskjunum niður á fœriband sem flyltur þxr áfram að lokafrágangi á bretti og
þaðan fer varan inn í frystiklefa.
ÆGIR 13.