Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1997, Page 23

Ægir - 01.02.1997, Page 23
8. mynd Lengdardreifing þorsks í stofn- mælingu botnfiska 1995-96. (meðalfjöldi fiska á togmílu) 9. mynd Lengdardreifing ýsu í stofn- mælingu botnfiska 1995-96. (meðalfjöldi fiska á togmílu) stóru árgangar sem hér er getib að fram- an. Á suöursvæði er toppur eins árs ýsu sem er á bilinu 10-20 cm þannig einn sá stærsti sem sést hefur. Á móti kemur hins vegar að litið markar fyrir þessum árgangi á lengdardreifingunni á norður- svæbi, ólíkt þvi sem oft hefur gerst meb stóra árganga. Stofnvísitölur Aðferðin sem notuð er til að reikna vísi- tölurnar var upphaflega þróuð til að vinna úr gögnum til að teikna út- breiðslukort. Forrit þau sem notuð eru til að teikna útbreiðslukort skipta gögn- um upp á rétthyrnt net og því er fyrsta skrefið að reikna fjölda, eða lífþyngd í staðaltogi í hverjum punkti í rétthyrndu neti. í stofnmælingunni hafa lengst af verið teknar 550 til 600 togstöðvar. í umræddu neti eru hins vegar nokkur þúsund punktar. í hverjum þessara punkta er reiknaður fjöldi eba þyngd fiska út frá aðliggjandi togstöðvum. Vísitala heildarstofns er síban samanlagt magn á öllum punktum. (Sjá frekar í Fjölriti Hafrannsóknastofnunar nr. 52 frá febrúar 1997: Stofnmæling botnfiska á íslandsmiðum 1996). Fyrir flestar fisktegundir er veiðistofn aðgreindur frá ungviði með svokölluðu valmynstri. Þetta valmynstur er fundið með því bera saman lengdardreifingu fisks í afla fiskiskipa annars vegar og lengdardreifinguna í smáriðinni vörpu stofnmælingarinnar hins vegar. Skilin á milli veiðistofns og ungviðis verða yfirleitt á lengdarbilinu 40-50 cm. Fiskur sem er stærri en (hægra megin við) valferillinn tilheyrir veiðistofni en annar fiskur tilheyrir ungfiski. Veiðistofn í þyngd er fundinn meö því að reikna þyngd fisksins út frá lengd hans á grundvelli tiltekins sambands milli lengdar og þyngdar. Slíkt samband er aubfundið fyrir fiska og gefur hald- gott mat á þyngd fisksins og stofnsins í heild. Reiknaður veiðistofn á hverri stöb er summan af framlagi allra fiska á stöb- inni. Vísitölur ungfisks eru hér allstaðar reiknabar í fjölda en ekki þyngd. Þá eru veiðistofnar þorsks og ýsu (fjögurra ára og eldri) einnig reiknaðir í fjölda svo og vísitala litla karfa þar sem miðað er við fisk stærri en 15 cm. Þorskur Ungfiskavísitala þorsks (fjöldi eins til þriggja ára fiska) sýnir að nýliðun hefur verið í lægb undanfarin ár miðað við fyrstu ár stofnmælingarinnar. í kjölfar ÆGIR 23

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.