Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 10
Sjálfvirknín í fyrirrúmi Askja á annarri hverri sekúndu Leikur að tölum er alltaf vinsæll þegar jafn mikið mannvirki og frystihús Síldarvinnslunnar kemst i gagnið. Þegar horft er á færiböndin flytja hverja pönnuna á fætur ann- arri úr vinnslusalnum, í gegnum frystinguna og út í frystiklefann þá kemur fljótt upp í hugann sú spurn- ing hve margar öskjur fari í gegn- um húsið á einum sólarhring. Og svarið er einfalt. Ef miðað er við 300 tonna afkastagetu, eins og tal- að er um í loðnufrystingunni núna á vertíðinni þá fer askja inn í klefann á annarri hverri sekúndu. Lyftaralaust hús Síðustu ératugina hafa lyftarar og frystihús verið nánast óaðskiljan- legir hlutir í huga fólks en frystihús SVN er undantekning. Þar sést ekki lyftari, enda ekki þörf á þar sem öflug rúllufæribönd flytja vöru- brettin með afurðunum beint inn í frystiklefa og gætu raunar flutt þau alla leið út á bryggju ef svo bæri undir. Enginn sviti við útsláttinn! Tækjamenn í frystihúsunum hafa ekki verið öfundsverðir af því starfi í gegnum árin að slá úr frystipönn- unum enda erfitt starf og lýjandi. Því gleður það væntanlega margan tækjamanninn að sjá búnaðinn í húsi SVN þar sem pönnurnar koma hver af annarri eftir færi- böndum og sjálfvirkur búnaður slær úr þeim án þess að manos- hönd komi þar nálægt. er ýtt inn í frystana koma frosnar pönnur út hinum megin og þar tekur við samskonar vélbúnaður sem skilar pönnunum niður á færiband og þaöan fara þær í útsláttinn, þ.e. sjálfvirkan vélbúnað sem slær úr pönnunum. Pönnurnar halda síðan áfram eftir færi- böndum í þvott og þurrkun og síðan áfram á nýjan leik inn í vinnslusal. Við nýfrosnum öskjunum tekur hins vegar enn eitt færibandið, síðan vélbúnaður sem staflar öskjunum saman, þremur í hverja stæðu og loks sjá bindivélar um að slá bandi utan um um öskjurnar. Að lokum er afurðunum svo staflað á bretti og því næst sjá rúllufæribönd um að skila brettunum að pökkunarvélum þar sem starfsmenn merkja brettin og pakka í plast áður en brettin halda áfram eftir brautum inn í frystinn. Búnaðurinn sannar sig á vertíðinnni Loðnubræðsla SVN er um 400 metra frá nýja húsinu en þangaö liggja lagnir og er öllu úrkasti dælt þangað með „skot- um", eins og starfsmennirnir kalla dælinguna. Þegar loðnan flokkast illa, Séð yfir vinnslusalinn. Loðnan kemur inn frá fiokkunarsalnum og viktar búnaðurinn magnið inn á fœriband. Þaðan fer loðnan í körin við pökkunarstöðvamar og áfram í gengum pökkun og út á pönnubandið. Marel hf. og Þorgeir og Ellert stóðu saman að tœknivœðingunni í þessum hiuta hússins. Pökkunarstöðvarnar í vinnslusalnum eru frá Marel hf. og þar ganga hlutirnir hratt fyrir sig í pökkuninni. Búnaðurinn viktar nákvœmlega umbeðið magn í hverja öskju. eins og nú hefur verið á vertíðinni, gengur mikið af en því til viðbótar er öllu blóðvatni dælt i loðnubræðsluna og er þar hreinsað þannig að segja má að umhverfisverndin sé eins og best verður á kosið. Svanbjörn Stefánsson, framleiöslu- stjóri Síldarvinnslunnar, segir nýja hús- ið mikla byltingu frá því gamla sem byggt var rétt eftir seinna stríð. Byggingar- hraðinn mikill Hraðinn á byggingu frystihúss SVN var með ólíkindum. Skrifað var undir samninga um byggingu þessa 5000 fermetra húss í ágúst og átti verktakinn, verktakafyrir- tækið ístak hf., að skila verkinu seinni hluta janúarmánaðar. Og það gekk eftir. Alls komu um 50 aðilar að byggingunni og starfs- mennimirvoru um 180 á svæðinu í einu, þegar mest var. Hafi einhvem tímann verið handagangur í öskj- unni, þá var það á haustmánuðum í Neskaupstað. 10 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.