Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 20

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 20
Stofnmæling botnfiska á íslandsmiöum 1996 Inngangur Rannsóknaleiðangurinn „Stofnmæl- ing botnfiska á íslandsmiðum 1996" fór fram 6.-24. mars sl. Sú breyting varð á framkvæmd mælinganna að þessu sinni að nú var notast við fjögur skip í stað fimm áður. Þetta var gert þannig að tog- stöðvum var lítillega fækkað en skipin fjögur bættu að sama skapi nokkuð við sig af stöðvum og svæðayfirferð miðað við það sem áður hefur verið. Teknar voru 540 togstöðvar (577 árið 1995) á landgrunninu allt umhverfis landið nið- ur á 500 m dýpi. Rósagarðinum var sleppt að þessu sinni auk nokkura stöðva sem illa hefur gengið að toga á. Til verksins voru leigð- ir eftirfarandi togarar: Ljósafell SU70, Brettingur NS 50, Múlaberg ÓF 32 og Rauðinúpur ÞH 160. Gagnasöfnun Skráðar tegundir fiska og hryggleysingja reyndust 75 talsins eða um 840 þúsund dýr. Mæld var lengd 72 fisktegunda, alls tæplega 235 þúsund fiskar, þar af um 42 þúsund þorskar, 42 þúsund ýsur, 42 þús- und gullkarfar, 41 þúsund skrápflúrur og um 21 þúsund steinbítar. Kvörnum til aldursgreininga var safnað úr 10 teg- undum, þar af mest úr þorski, ýsu og steinbít, alls um 10.600 kvarnasýnum. Hjá þorski, ýsu og ufsa var allur fisk- ur vigtaður (alls tæplega 8 þúsund fisk- ar); óslægður og slægður auk þess sem lifur var vegin. Fæða þorsks var rannsök- uð og fór úrvinnsla fæðusýna fram jafn- harðan í leiðangrinum. Helstu tegundir bráðar voru greindar, fjöldi dýra ákvarð- aður og magn vegið og fiskbráð og rækja lengdarmæld. Fæðusýnum var safnað úr öllum kvörnuðum þorskum þ.e. úr um 4700 fiskum. Þetta verkefni er liður í sér- stakri áætlun um fjölstofnarannsóknir. Smáþorski og sandkola var safnað á fjórum svæðum við landið til mælinga á mengandi efnum. Við úrvinnslu gagna er rannsóknarsvæðið iðulega skoðað eftir norður- og suðursvæði en sú skipting miðast við Bjargtanga og Eystrahorn. í eftirfarandi köflum er gerð grein fyrir nokkmm niðurstöðum um líffræði- lega þætti og stofnvísitölur þorsks og ýsu. Ennfremur er gerð grein fyrir stofn- vísitölum allmargra annarra fiskstofna. Umhverfisþættir í leiðangrinum var hitastig sjávar mælt við botn og í yfirboröi. Á 1. mynd má sjá meðalbotnhita á þeim tíma sem verkefniö hefur staðið yfir (1985-1996). Hitastig sjávar í mars 1996 var með allra hæsta móti á öllum svæðum, sérstaklega þó botnhitinn. Botnhitinn á S- V- NV- N og A-miöum er þannig í öllum tilvikum hærri en þrjú síðustu árin þar á undan og reyndar á NV- N- og A-miðum miklu hærri en 1995. Botnhiti á S- V- og NV-miöum er álíka hár og árið 1992 (þegar methiti var á þessum svæðum) og á N- og A- miðum hefur ekki orðið hlýrra síðan 1986. Yfir- borðshiti er hærri en í fyrra á öllum mældum svæðum nema á A-miðum þar sem hitastig er í lægri kantinum. Veðurfar í mars 1996, á meðan rannsókn- irnar stóðu yfir, var þokka- legt eða gott en nokkuð breytilegt eftir landshlut- um. Tiltölulega hægur vindur mældist þannig mun oftar en síðustu tvö ár á undan. SA- og N-áttir voru ríkjandi og veður olli ekki teljandi frátöfum. Höfundar eru starfsmenn Haf- rannsóknarstopmnar: Gunnar Jónsson, Björn Æ. Steinarsson, Einar Jónsson, Gunnar Stef- ánsson, Höskuldur Björnsson, Ólafur K. Pálsson og Sigfús A. Schopka. Aldursdreifingar Þorskur Á 2. mynd er sýnd aldursdreifing eins til tíu ára þorsks á öllu rannsóknasvæðinu 1985-1996. Fyrir 1990 voru árgangar 1983-85 mest áberandi og reyndar uppi- staða í þorskstofninum hér við land. Á árunum 1985 og 1986 var eins til þriggja ára smáþorskur af þessum ár- göngum mjög áberandi á norðursvæði. önQ tóKÍsVnilfowVl 9Í 9Í 9T 9Í 9l!' Norövesturmið ftfeáfcöell 'l 9Í 9l 9 Vesturmib DumJ (17 AsTI ío Jl 9*2 9'i h 95 96 Noröurmiö títi áí 91 9Í 9$ 94 9Í 96~ Rósagaröur 1. mynd Hitastig sjávar við botn eftir svæðum 1985-1996. 20 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.