Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 29
Þið þurfið sem sagt ekki að liggja úti
í glugga og hrópa og kaiia niður á dekk-
ið?
„Nei, það er alveg búið. Auðvitað
kemur alltaf eitthvað uppá sem er eðli-
legt þegar mikið er að gerast, mikilar
stöður og mikið vakað. En heilt yfir
gengur þetta eins og smurt um borb."
Jóhann segir að áhöfnin finni ekki
heldur fyrir þrýstingi eða spennu frá út-
gerðinni þó mikið sé í húfi á veiðiskap
eins og loönunni. „Nei, það hefur ekki
borið á neinu slíku. Við erum hjá mjög
góðri útgerð sem er Hraðfrystihús Eski-
fjarðar. Þab má kannski orða þetta svo
ab við erum með góða vinnuveitendur
og þeir eru meb góba starfskrafta og
milli aðila eru alltaf vinaleg samskipti."
Metaflaskipið Hólmaborg SU 11 reynist vel eftir breytingarnar:
„Skipið er orðið virkilega gott“
í heimsókn í brúnni hjá Jóhanni Kristjánssyni, 1. stýrimanni
Ekki var langt liðið á vetrarvertíðina á
loönunni þegar Hólmaborg SU 11
hafði sett nýtt ísiandsmet. Skipið kom í
byrjun febrúar með 2600 tonn að
landi, meira en loðnuskip hefur komib
með ab bryggju. Skipib kom úr leng-
ingu í nóvember síðastliðnum og eru
menn hæstánægðir með reynsluna sem
komin er af skipinu á vertíðinni. Jó-
hann Kristjánsson er fyrsti stýrimabur,
á Hólmaborginni og afleysingaskip-
stjóri þegar bróðir hans og skipstjóri
Hólmaborgarinnar, Þorsteinn Kristjáns-
son, er í landi. Jóhann er fæddur Norð-
firðingur og flutti á Eskifjörð árið 1988
þegar Hólmaborgin kom þangað.
Blaðamabur Ægis hitti Jóhann í brúnni
á Hólmaborginni og fyrsta spurningin
var hvernig samkomulagið væri milli
bræðranna í brúnni.
„Það er fínt, ekkert undan því að
kvarta. Ég geri mér alveg grein fyrir því
hver stjórnar þegar hann er um borð og
á meðan ég er með það á hreinu þá er
ekkert vandamál. Hann er með yfir-
stjórnina hér uppi í brúnni en ég nibri
þannig að þetta er ósköp einfalt," segir
Jóhann.
Mikils virði að hafa
sömu menn ár eftir ár
Er mikil ásókn í pláss á Hólmaborg-
inni?
„Já, hún er mikil en hins vegar er lít-
il sem engin breyting frá ári til árs. Hér
er sami mannskapurinn og það er mik-
ils viröi. Þegar áhöfnin er oröin svona
samheldin þá hafa menn lært hver inn
á annan og ég segi fyrir mig sem stýri-
mann að þab er léttir að hafa alltaf
sömu mennina," segir Jóhann og bætir
við að þetta atriði spili sé ekki síður
mikilvægt á loðnuskipunum þar sem
vertíðin er stutt og mikið í húfi að hlut-
irnir um borð gangi snurðulaust fyrir
sig.
„Menn sem eru búnir að vera lengi
um borð bera mikla umhyggju fyrir
skipinu og ganga þannig um það. Fyrir
vikið þarf heldur ekkert að vera að segja
mönnum til, þetta fer fram þegjandi og
orðalaust."
Orðin þung með 2600 tonn
Hólmaborgin fór í lengingu í haust og
nýr hvalbakur var settur á skipið, auk
fleiri breytinga. Burðargetan jókst um
heil 1050 tonn eða sem svarar meðal-
burðargetu skipanna í íslenska nóta-
skipaflotanum og fulllestuð ber Hóima-
borgin rétt rösk 2600 tonn af loðnu. Á
engan er hallað þó sagt sé að hún beri
höfuð og heröar yfir flotann á loðnu-
miðunum. Jóhann segir áhöfnina mjög
ánægða með skipið eftir breytingarnar.
„Já, þetta hefur heppnast í alla staði
mjög vel og skipið er virkilega gott.
Lengingin var 13,75 m. en meb nýjum
hvalbak má segja að í heild hafi skipið
verib lengt um 14 metra. Auk þessa er
breytt og betri aðstaða fyrir trollið og
fleira var gert. Hólmaborgin var alltaf
gott skip áður en henni var breytt en
mér finnst hún núna vera stöðugri
undir nótinni og gott að beita henni.
En ég viðurkenni að hún er orðin dálít-
ið þung þegar hún er komin með 2600
tonnin," segir Jóhann og brosir vib.
ægir 29