Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 33

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 33
Efasemdir um samstarfsráð um vottun á sjálfbærum fiskveiðum Fátt er nú umtalaðra í sjávarútvegi en nýstofnað samstarfsráð umhverfissam- takanna World Wide Fund for Nature og sölurisans Unilever, eins stærsta seljanda heims á frosnum fiskafurðum. Samstarfsráðið, Marine Stewardship Council (MSC), hefur sett skilyrði fyrir vottun um sjálfbærar fiskveiðar og fyrir íslendinga er mikilvægt að fylgjast með framvindunni, enda ljóst að umræðan um tengsl umhverfismálanna og sjávarútvegsins fara stöbugt vaxandi. Ritsjóri World Seafood Market ritabi forystugrein í nýútkomnu blaöi sínu þar sem hann fer yfir þau fimm skilyrði sem þetta vottunarráð setur og gagnrýnir hann harkalega hvernig að málum er staðið. Um leið dregur hann í efa ab vottunin sé framkvæmanleg með þessum skilyrðum. Skiiyrðin fimm Samstarfsrábið hefur sett fimm skilyrði fyrir vottun um sjálfbærar fiskveiöar. í fyrsta lagi skal vera samræmi milli laga og markmiða MSC og um þetta ákvæði segir ab þegar lög stangist á við markmið og forsendur MSC skuli hvert mál metið fyrir sig. Önnur forsendan varðar vistfræðilega sjálfbærni og óskert vistkerfi og segir að fiskveiðar megi ekki ógna fjölbreytni tegundanna og áhrif þeirra innan vistkerfisins verði að vera í lágmarki, velfarnaði auðlindarinnar megi ekki fórna fyrir skammtímahagnað. í þriðju forsendunni fyrir vottun um sjálfbærar veibar er byggt á ábyrgri og árangursríkri fiskveibistjórn. Fjórða forsenda MSC fyrir vottun um sjálf- bærar fiskveiðar er sú ab fiskveiðum skuli stýrt meb þeim hætti að hvatt sé til árangursríkrar nýtingar aublind- anna, komið í veg fyrir sóun, stýringin sé byggö á efnahagslegum grunni og umhverfishagsmunir jafnt sem félags- legir hagsmunir séu tryggöir. Fimmta forsenda Marine Steward- ship Council fyrir vottun um sjálfbærar veiðar snýst um að taka verði tillit til félagslegra þátta. Þannig verði að tryggja sjómönnum ömgga lífsafkomu og aðgang að hefðbundnum fiski- miðum og réttur innfæddra á hverjum stað til veiða verði að vera tryggður. I lesefni MSC er lagt til að veiðum sé stýrt þannig að tilvist lítilla strand- byggða, sem hafa lífsviðurværi af hand- færaveiðum, sé tryggð. Mótsagnir í skilyrðunum Ritstjóri World Seafood Market Report telur margt í forsendum MSC vera mótsagnakennt en hann leggur samt áherslu á ab sjávarútvegurinn geti ekki litið framhjá þessu máli. Samstarfsráðið um vottun á sjálfbærar veiðar hafi fengið mikla athygli og fyrir sjávarút- veginn sé mikilvægt að ná aðgangi að samstarfsráðinu þannig að hann geti haft áhrif á forsendurnar fyrir vottun- inni og komið því sem ritstjórinn kallar „raunvemleikamynd" á málið. Hvað varðar aðra forsendu MSC ráðsins bendir ritstjórinn á að umræð- an um líffræðilega fjölbreytni sé at- hyglisverð fyrir þá sök m.a. að fyrir því megi færa rök að hafrannsóknarfræðin viti svo lítið um fjöl- breytileikann að ekki sé hægt ab varöveita hann. Jafnvel þar sem nokkuð sé þekkt, t.d. varðandi Norb- ursjávarsíld, sé varðveisla fjölbreytni í vistkerfinu ekki endilega í forgangi. Ritstjórinn bendir einnig á fjórðu forsendu MSC fyrir vottun um sjálfbærar fiskveiðar, þ.e. ab fiskveið- um skuli stýrt með þeim hætti að hvatt sé til ár- angursríkrar nýtingar auðlindanna, komið í veg fyrir sóun, stýringin sé byggð á efnahagslegum grunni og umhverfishags- munir, jafnt sem félagslegir hagsmunir séu tryggðir. Á þetta geti allir fallist en vandræbin byrji samt fyrir alvöru, vegna skilyrðisins um að veiðarnar þurfi að vera efnahagslega hagkvæm- ar, ásamt meb þriðju forsendunni þar sem segi að veiöarnar verði ab fara fram án efnahagslegrar aðstoðar sem gæti leitt til ósjálfbærra veiða og ríkisstyrkja sem skapi offjárfestingar. Samkvæmt stöðlum FAO sé nánast ekkert ríki í heiminum sem gæti staðist þessar kröf- ur, a.m.k. ekkert aðildarríki Evrópusam- bandsins. íslenskt fiskiskip ber afla að landi. Sjávarútvegurinn er að koma œ meira inn í umhverfisumrœðuna í heiminum og kannski ekki síst eftir að sölurisinn Unilever og umhverflssamtökin World Wide Fund for Nature stofnuðu með sér ráð um vottun á sjálfbœrum flskveiðum. Mynd: Þorgeir ÆGIR 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.