Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 24

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 24
Þorskur l»M 1968 1990 1992 1994 1996 10. mynd Stofnvísitölur þorsks, ýsu og gullkarfa í stofnmælingum botnfiska 1985-96. slakrar nýliöunar minnkaði vísitala veiöistofnsins árið 1990 enda þótt sú breyting sé mun meiri en viö mætti bú- ast miðað við heildarafföll stofnsins (10. mynd). Hér kunna breytingar í veiðan- leika stofnsins frá einu ári til annars að hafa áhrif. Lítil breyting hefur orðið á vísitölu veiðistofns síðustu ár og ekki eru sjáanleg ljós merki um vöxt stofns- ins þrátt yfir allnokkra friðun. Ýsa Ungfiskavísitala ýsu (eins til þriggja ára) einkennist af miklum sveiflum í kjölfar góðrar nýliðunar árganga 1984-85 og 1989-1990. Vísitala veiðistofnsins sveifl- ast með hliðstæðum hætti en með nokkurra ára hliörun (10. mynd). Árið 1996 má sjá enn eina uppsveifluna á ný- liðunarvísitölunni. Gullkarfí Ungfiskavísitala gullkarfa var mjög svip- uð allt til ársins 1992. Vísitalan hækkaði talsvert árin 1993-94, en komst í lág- mark 1995. Vísitala veiðistofnsins var tiltölulega há fyrstu 3 árin, lækkaði síð- an verulega og hefur verið lág síðustu árin (10. mynd). Einhvern bata er að sjá árið 1996 sem hugsanlega má rekja til betri nýliðunar á undanförnum árum. Miðað við SMB-vísitölu var stofninn í mikilli lægð árin 1991-1995. SMB-vísi- tala 1996 er hins vegar helmingi hærri en undanfarin 5 ár eða af svipaðri stærð og á árunum 1985-1990. Djúpkarfí Ungfiskavísitala djúpkarfa mældist mjög há fyrsta ár stofnmælingarinnar og til- tölulega há næstu 3 árin þar á eftir. Frá 1989 hefur vísitalan farið nær stöðugt lækkandi fram til 1993. Síðan þá hefur hún reyndar tekið litlum breytingum og mælist enn mjög lág 1996. Vísitala veiðistofns djúpkarfa hefur tekið alveg hliðstæðum breytingum og mælst lægst árið 1996 (11. mynd). Litli karfí Stofnvísitala litla karfa hefur sveiflast til- tölulega mikið á rannsóknatímanum en þó farið heldur vaxandi (11. mynd). Steinbítur Ungfiskavísitala steinbíts fór lækkandi fyrstu árin en hefur síðan stöðugt vaxið og mældist hæst árið 1996. Vísitala veiðistofnsins var á hinn bóginn tiltölu- lega stöðug fyrstu 5 ár stofnmælingar- innar en lækkaði eftir það fram til árs- ins 1995. Árið 1996 hækkaði aftur vísi- Hlýri 1988 1990 1992 1994 1996 Ar Blálanga 19M 1968 1990 1962 1 994 1998 h 12. mynd Stofnvísitölur löngu, hlýra og blálöngu í stofnmælingum botnfiska 1985-96. tala veiðistofns sem líkast til má rekja til betri nýliðunar undanfarinna ára. (11. mynd). SMB-vísitala steinbíts hefur verib á bilinu 27-43 þús. tonn allt frá árinu 1985. Hlýri Ungfiskavísitala hlýra hefur farið nær stöðugt vaxandi þegar litib er á tímabil- ið í heild og náði hámarki árið 1995. Vísitala veiðistofns var tiltölulega stöðug árabilib 1986-1995. Árib 1996 mældist vísitalan hæst og má líkast til rekja það til betri nýlibunar undanfar- inna ára. (12. mynd). Langa Ungfiskavísitala löngu hefur stöðugt far- ið lækkandi og mældist lægst árib 1996. Vísitala veiðistofns hefur sýnt hliðstæða þróun (12. mynd). Ekki er talib ab stofn- mæling botnfiska nái til alls útbreibslu- svæbis löngu. Því er óvissu háð hvort sveiflur í stofnvísitölu veiðistofns síð- ustu ár endurspegli raunverulegar breyt- ingar í stofnstærð. Blálanga Ungfiskavísitala blálöngu var mjög há árin 1988 og 1989. Vísitalan hefur farið lækkandi síðan 1990 og mældist lægst 24 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.