Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 21
Árið 1990 minnkaði hlutdeild þessara
árganga mjög og eru þeir nú sem næst
horfnir af þessu svæbi. Ennfremur má
sjá að engir áberandi sterkir árgangar
eins og tveggja ára fisks hafa bæst í
stofninn síðustu 6-7 árin. Aldursdreif-
ingin 1996 á öllu rannsóknarsvæðinu
einkennist mest af 3 ára fiskinum frá
1993 hvað fjölda varðar sem virðist
reyndar vera sterkasti árgangur sem litið
hefur dagsins ljós síðan 1994 en hann
er þó ekki metinn nema meðalárgangur.
Næst mest áberandi í stofnmælingunni
1996 ab fjölda er 4 ára fiskur frá 1992.
Aldursdreifing þorsks á norðursvæði
er nánast eins og aldursdreifingin fyrir
allt svæðið sem þýbir að mest hefur
fengist af þorski á norðursvæði eins og
ætíð áður sem ræður þá heildaraldurs-
dreifingunni. Aldursdreifing á suður-
svæði er gjörólík því sem er á noröur-
svæðinu þar sem 6-7 ára fiskur er mest
áberandi og minna um yngri fiskinn.
Athyglisvert er að hlutfallslegur fjöldi
þriggja ára þorsks á suðursvæði 1996 er
sá næstmesti sem sést hefur þar frá ár-
inu 1985.
Ýsa
Á 3. mynd er sýnd aldursdreifing eins til
tíu ára ýsu í stofnmælingum 1985-1996
á heildarsvæöinu við landið. Undanfar-
in ár hafa árgangar 1984, 1985 og 1990
verið uppistaðan í ýsustofninum. Þess-
um árgöngum má fylgja eftir í gegnum
stofninn einkum á suðursvæði en
einnig að hluta á norðursvæði. í heild-
araldursdreifingunni 1996 ber mest á 1-
3 ára ýsu frá 1993, 1994 og 1995 en
sterka árgangsins frá 1990 gætir enn vel
sem 6 ára ýsu. Eins árs ýsan frá 1995 er
sérstaklega áberandi miðað við vísitölu
eins árs ýsu í stofnmælingunni frá upp-
hafi. Ljóst er að vísitala þessa aldurs-
flokks árib 1996 er í takt við hlut eins
árs ýsu af árgöngunum 1990 og 1985,
þ.e. að hér sé á ferðinni stór árgangur. Á
suðursvæbi er hlutur eins árs ýsu í ald-
ursdreifingu sá næst hæsti sem sést hef-
ur frá upphafi en hlutur þessa stóra ár-
gangs er ekki sérlega mikill á norbur-
svæði í stofnmælingunni 1996.
Meðalþyngd eftir aldri
Þorskur
Meðalþyngd þorsks á suðursvæði hefur
2. mynd
Aldursdreifing þorsks 1985-1996
á öllu rannsóknarsvæðinu
í fjölda fiska (milljónir)
verib í mikilli uppsveiflu undanfarin ár
og er það jafnvel enn (4. mynd). Þannig
er þyngd 5, 6 og 9 ára þorsks nú i há-
marki á þessu svæði frá upphafi stofn-
mælingar. Þyngd 4 ára þorsks fellur að
vísu aðeins frá hámarki í fyrra en er
samt sú þribja mesta frá upphafi á svæb-
inu.
Á norðursvæði (5. mynd) má sjá
hliðstæða þróun sem ekki er þó eins af-
gerandi og á suðursvæði og hámarkinu
þar virðist ab mestu hafa verið náð árið
1995.
Ýsa
Meðalþyngd ýsu á suðursvæði eftir aldri
reyndist enn lítil á árinu 1996 eins og
verið hefur undanfarin ár (6. mynd).
Meðalþyngd 2-5 ára ýsu á þessu svæbi
er þó heldur meiri en var árið 1995.
Meðalþyngd 6 ára ýsu á suðursvæði er
hins vegar sú minnsta sem sést hefur í
stofnmælingunni fyrir þetta gamla ýsu.
Á norðursvæði (7. mynd) hefur verib
meiri breytileiki í meðalþyngd í saman-
burði við suðursvæðið. Þannig er með-
alþyngd 2-4 ára ýsu árið 1996 þar ná-
lægt meðallagi en 5-7 ára fisks í lág-
marki. Ýsa hefur annars verið mjög í
léttara lagi á báðum svæðum hin síðari
ár stofnmælingarinnar miðað við hin
3. mynd
Aldursdreifing ýsu 1985-1996
á öllu rannsóknarsvæðinu
í fjölda fiska (milljónir)
fyrstu. Á árinu 1996 má sjá breytingu til
batnaðar (ýsan að þyngjast) á þessu
ástandi hjá 2-4 ára ýsu en sá bati sýnist
hægur.
Kynþroski eftir aldri
Þorskur
Á suðursvæði var kynþroskahlutfall
4. mynd
Meðalþyngd (grömm) þorsks eftir
aldri á suðursvæði 1985-1996.
ægir 21