Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 25

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 25
árið 1995. Vísitala veiðistofns hefur sveiflast mjög en þó farib lækkandi yfir tímabilib í heild og mældist lægst árið 1996 (12. mynd). Talið er ab útbreiðslusvæði blálöngu sé ab stórum hluta utan rannsókna- svæðis stofnmælingarinnar. Stofnvísitöl- ur ber því að túlka með varúð. Keila Ungfiskavísitala keilu hækkaði mjög fyrstu 5 ár stofnmælingarinnar en hefur lækkað verulega síðan og mældist lægst árib 1996. Vísitala veiðistofnsins hefur tekiö áþekkum breytingum (13. mynd). Þró- un stofnsins hefur því verið fremur nei- kvæð í heild. Skarkoli Ungfiskavísitala skarkola var hæst árið 1985 en lægst árið 1986. Síðan 1990 hefur vísitalan þó verið heldur vaxandi. Vísitala veiðistofnsins var einnig há fyrstu tvö árin en hefur lækkað stöðugt á rannsóknatímanum og aldrei verið lægri en árið 1996 (13. mynd). Þykkvalúra Ungfiskavísitala þykkvalúru hefur verið tiltölulega stöðug allt rannsóknatímabil- ið og því í jafnvægi. Vísitala veiðistofns hefur á hinn bóginn lækkað nokkuð fram til 1995 (13. mynd). Langlúra Ungfiskavísitala langlúru var mjög há fyrsta árið og heldur hærri fyrstu árin en verið hefur síðan 1990. Lægst mældist hún 1996. Vísitala veibistofns hefur sveiflast nokkuð en þó farið lækkandi þegar allt tímabilið er skoðað í heild og aldrei mælst lægri en 1996 (14. mynd). Stórkjafta Ungfiskavísitala stórkjöftu var tiltölu- lega há fyrstu 5 til 6 ár tímabilsins en lækkaði síðan samfellt og hefur aldrei mælst lægri en 1996. Vísitala veiðistofns hefur þróast með hliðstæðum hætti (14. mynd). Sandkoli Ungfiskavísitala sandkola var nokkuð stöðug árin 1985-1993, að undanteknu árinu 1986 er hún mældist mjög há. Síðan 1993 hefur hún vaxið hratt og aldrei mælst hærri en 1996. Vísitala veibistofns hefur verið tiltöluleg jöfn allt tímabiliö að undanteknu árinu 1986 er hún mældist óvenju há (14. mynd). Skrápflúra Ungfiskavísitala skrápflúru var fremur jöfn fyrri helming rannsóknatímans en fór síðan hækkandi allt til ársins 1994 og hefur haldist há síðan. Vísitala veiði- stofns hefur á hinn bóginn verið tiltölu- lega svipuð allt tímabilið en þó með al- hæsta móti 1996 (15. mynd). SMB-vísitala stofnsins hefur aldrei mælst hærri en árið 1996 eftir nær sam- felldan vöxt stofnsins frá 1989. Á árun- um 1985-1989 mældist stofninn á bil- inu 42-62 þúsund tonn en 1996 var hann kominn í 85 þús tonn. Hrognkelsi Stofnvísitala grásleppu var tiltölulega jöfn fyrstu sex ár rannsóknatímans en hefur lækkað talsvert síbustu ár. Vísitala rauðmaga hefur verið mun jafnari (15. mynd). Tindaskata Ungfiskavísitala tindaskötu var hæst árin 1994-1995 en lækkaði lítillega árib 1996. Vísitala „veiðistofns" (> 30 cm) hefur sveiflast tiltölulega lítið og sýnir ekki miklar breytingar þegar tímabilið er skoðað í heild (15. mynd). ÆGIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.