Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 28
Útgerð konungsverslunarinnar síðari lauk með afnámi einokunar árið 1787. Þá munu flest þilskipanna hafa verib send aftur til danmerkur, en nokkur komust þó í eigu danskra kaupmanna, sem festu kaup á eigum einokunar- verslunarinnar og hófu rekstur hér á landi. Af útgerð skipanna til fiskveiða fer hins vegar litlum sögum eftir þetta og vísast að hinir nýju eigendur hafi einkum notað þau til vöruflutninga milli landa. Með afnámi einokunar- verslunarinnar lauk því fyrsta þætti í sögu þilskipaútgerðar á íslandi. Upphaf íslenskrar þilskipaútgerðar Full tólf ár liðu frá því húkkortur og jagtir dönsku einokunarverslunarinnar sneru stöfnum til heimalandsins og þar til íslenskur maður hóf að gera út þil- skip til fiskveiða. Enginn íslendingur var svo efnum búinn að hann gæti fest kaup á fiskiskipi úr eigu konungsversl- unarinnar, en árið 1794 hóf Bjarni Sívertsen verslun í Hafnarfirði og hafði þá yfir að ráða 60 lesta kaupskipi. Því hefur ef til vill verið haldið eitthvað til veiða yfir sumartímann ásamt öðru skipi, sem Bjarni eignaðist árið 1796, en af þeirri útgerð fer litlum sögum. Á fyrstu kaupmannsárum sínum afl- aði Bjarni fiskifangs til útflutnings með útgerð áraskipa, en árið 1799 eignaöist hann 9 commerciallesta þilskip, sem nefndist Foraaret. Það var gert út til fiskveiða frá Hafnarfirði og árið 1803 lét Bjarni smíða nýtt þilskip í Hafnar- firði og var þab sjósett 5. september um haustið. Þetta skip hlaut nafnið Havne- fjords Pröven og var hálf níunda commerciallest að stærð. Sama ár bættist þriðja skipið í flota Bjarna og hét það Flynderen. Næstu þrjú árin gengu öll þessi skip til veiða frá Hafnarfirði og árið 1806 voru tvö þilskip til viðbótar gerb út vib sunnan- verðan Faxaflóa. Annað þeirra var Willingen, sem Jón Daníelsson í Stóru- Vogum á Vatnsleysuströnd átti, en hitt nefndist Delphin og var í eigu Guðmundar Ingimundarsonar í Breib- holti. Þegar hér var komiö sögu, var þil- skipaútgerbin greinilega komin vel á legg vib Faxaflóa, en á næstu árum staðnaði hún og var þar einkurn um ab kenna áhrifum frá Napóleonsstyrjöld- unum og erfiðleikum, sem þeim fylgdu. Þegar friður komst á að nýju tóku Vestlendingar forystu í þilskipaút- gerð á íslandi. ísland í tölum Hagtölur mánaðarins hafa að geyma ítarlegar tölfræði- upplýsingar um íslenska hagkerfið. Reglulega birtast upplýsingar ■•.654 8.288 951 2.8! l9Bi S.910 u 1i |23 1.212 .324 372 2.728 409 3.312 umm.a.: • Peningamál • Greiðslujöfnuð • Ríkisfjármál • Utanríkisviðskipti • Framleiðslu • Fjárfestingu • Atvinnutekjur Cioo 5J , ó7 ð594 M 31-899 16 888 18.969 Einnig eru birtar yfirlitsgreinar ^ 1 „ 059 1 602 um efnahagsmálin í Hagtölum mánaðarins. 3.754 5. Túlkið tölurnar sjálf. Pantið áskrift að Hagtölum mánaðarins. Áskriftarsíminn er 569 9600. SEÐLABANKI ÍSLANDS KALKOFNSVEGI1,150 REYKJAVÍK, SÍMI 569 9600 js.o- 4.34b 1 7 , 3 457 lf £ 3f ,Z% "• 887 ■* 340 68C 716 I.909 1.082 385 f 834 1.154 1.425 1.098 44 901 957 1.430 1.014 1 b-. 410 73U 738 8O0 9.015 13.265 437 17.879 19.020 333 05 30 4 386 200 5.198 6.4o. 1.037 996 1.692 L& 232^ 295 28 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.