Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 35

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 35
antil er þilfarshús sem nær út að bakborðssíðu með sambyggðu skor- steinshúsi í afturkanti þilfarshúss og yfir fremsta hluta þess er brú (stýrishús) skipsins sem hvílir á reisn. I þilfarshúsi eru íbúðir. Framarlega á efra þilfari er frammastur með bómu, í afturkanti hvalbaks. Stjórnborðsmegin, rétt aftan við hvalbak, er aðalsnurpugálgi og aftari gálgi rétt framan við yfirbyggingu stjórnborðsmegin. Nótakassi er stjórn- borðsmegin aftan við yfirbyggingu og bakborðsmegin, aftan við yfirbyggingu er vörpuvinda með tilheyrandi rúllu í skut og hliði. Toggálgi með palli er aftast á efra þil- fari. Sérstakt mastur, aftan við yfirbygg- ingu, er fyrir færslublökk, sem tengist kraftblökk með rennu, en yfir nótakassa er nótakrani. Ratsjármastur er sambyggt skorsteini. Mynd: Snorri Snorrason Vélbúnaður Framdrifs- og orkuframleiðslukerfi: Aðalvél er frá MAN B&W Diesei A/S (Alpha), 12 strokka fjórgengisvél með forþjöppum og eftirkælingu. Vélin tengist niður- færslu- og skiptiskrúfubúnaði frá Alpha. Við fremra aflúttak aðalvélar tengist deiligír frá Hytek af gerð FGC-340-69- ÍHC með innbyggðri vökvakúplingu og sex úttökum fyrir drift á vökvaþrýstidæl- um fyrir aftari hliðarskrúfu, vindur, kraftblakkar- og fiskidælukerfi. Hámarks aflyfirfærsla gírs er 1000 hö við 750 sn/mín. Dælur tengdar deiligír eru: Ein Brúninghaus 481 CZ 2WP3 breytileg stimpildæla fyrir aftari hliðar- skrúfu, sem skilar 695 1/mín við 230 bar þrýsting og 1500 sn/mín. Tvær Brattvaag C18 lágþrýstidælur, sem skila 2005 1/mín hvor, við 40 kp/cm2 þrýsting og 450 sn/mín. Ein Vickers 3825 V, tvöföld vængja- dæla fyrir kraftblökk, snúningshraði 1500 sn/mín. Ein Vickers 2520 V, tvöföld vængja- dæla fyrir færslublökk, snúningshraði 1500 sn/mín. Tæknilegar upplýsingar (aðalvél m/skrúfubúnabi): Gerð véliar 12V 23/30 DVO Afköst 1770 KW (2405 hö) Snúningshraði 825 sn/mín Niðurfærslugír (eftir breytingu) 34 VO 20 Niðurgírun 3.41:1 Skrúfubúnaður VO 680 Blaöfjöldi skrúfu 4 Þvermál skrúfu 2500 mm Snúningshraði skrúfu 242 sn/mín Skrúfuhringur Fastur, Poul Ree ægir 35

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.