Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 11
Loönunni er dcelt beint úr skipunum upp í þessa hráefnisgeyma og þar blandast hún
saman við sjó og ís. Ofan á tumunum er skilja og innan úr frystihúsinu er stjórnað í hvaða
geyma loðnan fer en hcegt er líka að dœla beint inn í flokkunarsalinn.
„Við vorum búnir að reikna út að
hér þyrfti 30 manns á vakt, að með-
töldu skiptifólki, en á þessari vertíð
munum við verða með fleira fólk. Það
gerum við öryggisins vegna á meðan
við erum að fullstilla búnaðinn. En að
sama skapi mun kerfið og hönnunin
öll sanna sig á vertíðinni og kalla þá
fram hvað þarf að laga," segir Svan-
björn.
Þeirri spurningu hvort nýja húsiö
eigi eitthvað skylt með því gamla segir
Svanbjörn að það sé fátt, annað en að í
báðum húsunum sé fryst loðna.
„Sjálfvirknin er mun meiri og við
gætum einfaldlega ekki komist yfir að
frysta 300 tonn á sólarhring í gamla
húsinu. Með nýja húsinu erum við að
koma okkur inn í 21. öldina í frystingu
á sjávarafurðum. Það er umhugsunar-
vert hversu langt er síðan frystihús hef-
ur verið byggt hér á landi frá grunni en
mér virðist hugarfarsbreyting að eiga
sér stað núna. Vonandi eigum við eftir
að sjá athyglisverða hluti í næstu fram-
tíð," segir Svanbjörn.
Hús inni í húsi
Aðstæöur eru þannig í gamla frystihúsi
SVN að erfitt er að uppfylla nútima-
kröfur markaðarins og það atriði segir
Svanbjörn ýta á eftir flutningi bolfisk-
vinnslunnar i nýja húsið.
Svanbjörn viðurkennir að með nýja
húsinu sé Síldarvinnslan að taka ákveð-
Þökkum öllum
samstarfsaðilum góða
samvinnu við byggingu á
nýrri fiskvinnslustöð
Starfsfólk
Vélaverkstœðis
Síldarvinnslunnar hf
ÆGIR 1 1