Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 14

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 14
Nýja húsið gefur okkur miída þróunarmöguleika segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf. „Eiginlega má segja aö frysihúsbygg- ingin eigi sér sex ára aðdraganda. Vib byrjubum fyrst ab huga ab end- urnýjun á gamla frystihúsinu árib 1990 og fyrstu teikningar eru síban þá en alltaf guggnubum vib á ab fara í framkvæmdina. Gamla húsib var fyrir löngu komib á aldur og vib vorum fyrst og fremst meb í huga ab endurnýja þab og færa inn á at- hafnasvæbib vib höfnina. Síðustu árin höfum vib verib meb vanga- veltur um aukna frystigetu á lobnu og síld án þess ab leggja í fram- kvæmdir. Niburstaban núna varb sú ab rábast í umtalsverba aukningu á frystigetunni sem jafnframt yrbi fyrsti áfangi ab nýju frystihúsi, sem nú er komib upp," segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar hf. í Neskaupstab um abdraganda ab byggingu nýja frysti- hússins, eba öllu heldur fiskibjuvers- ins eins og nær er ab kalla húsib. „Afkoman á fyrirtækinu hefur verib góð og því töldum vib að Síldarvinnsl- an hefbi bolmagn til að leggja í fram- kvæmdina. Einnig spilabi inn i ab árib 1995 höfðum við umframfjármagn sem vib lögðum í hlutabréfakaup í Hrabfrystihúsi Eskifjarðar og þær 100 milljónir urbu ab 300 milljónum á tæpu ári þannig ab við innleystum þar 200 milljónir sem vib notuðum í frysti- hússbygginguna," segir Finnbogi. Kostnabur vib bygginguna fram til þessa er yfir 600 milljónir króna en framundan er að taka ákvörðun um uppbyggingu bolfiskvinnslunnar í hús- inu sem Finnbogi reiknar með að verði komin í gagnið á næstu 2-3 árum. „Seinni hluti framkvæmdarinnar er mun viðaminni en sá fyrri en vib þurf- um líka að gefa okkur tíma til ab finna út hvernig við förum í bolfiskvinnsluna í framtíðinni. Þetta hús gefur okkur mikla möguleika til þróunar í bolfisk- vinnslunni og þess vegna gefum við okkur tíma til að fara yfir þá vinnslu," segir Finnbogi. Tæknivæddari hús Nýja fiskibjuverib er á flestan hátt gjörólíkt þeim frystihúsum sem fyrir eru í landinu. Finnbogi telur fullkomin frystihús verða byggð hérlendis í nánustu framtíð enda þótt ekki verbi mörg fyrirtæki sem leggi í jafn stór hús og SVN. Skýring á stærð hússins er kannski fyrst og fremst sú mikla áhersla sem Síldarvinnslan leggur á vinnslu uppsjávarfiska, jafnframt bolfiskinum. „Ég held að þróunin sé sú ab frysti- húsin verbi tæknivæddari. Við lítum þannig á að við séum að byggja full- komna matvælavinnslu enda líta menn almennt á fiskibnabinn í dag sem mat- vælavinnslu. Kaupendur eru alltaf að gera meiri og meiri gæðakröfur og þab eru ab verða æ meiri tengsl á milli framleibendanna og kaupendanna." -Geta slík tengsl myndast þegar selt er í gengum sölusamtök eins og þið gerið innan SH? „Já, þab breytir að mínu mati engu. SH er fyrst og fremst okkar söludeild og þróunin hefur verib sú að framleiðend- ur færast nær kaupendum. Framleið- endur sækjast eftir þessum beinu tengslum í dag og ef okkar söludeild verður ekki vib þeim óskum þá slitnar samstarfib einfaldlega. Við erum því einnig að setja kröfur á sölusamtökin en ég tel að þab eigi alls ekki að breyta neinu þó vib kjósum að selja sameigin- lega í gegnum sölusamtök." Finnbogi Jónsson, framkvœmdastjóri Síld- arvinnslunnar hf. Mynd: jóh Gjörbreytt störf í fyrsta áfanga verður hægt ab frysta 300 tonn á sólarhring í nýja húsinu, sem er fimmfalt þab magn sem fór í gegnum gamla húsið. Finnbogi segir sjálfvirknina gera að verkum að afköst á hvern starfsmann aukist til muna en fyrir starfsfólkið verði líka fleiri breyt- ingar. „Vinnustaðurinn er aubvitað miklu skemmtilegri og vinnuaðstaðan er líka miklu betri en áður var. Ég held ab í svona húsum verbi til allt önnur störf en við höfum vanist í fiskvinnslunni og ég er ekki í vafa um að þau eiga eftir að verða eftirsótt í framtíbinni. Von- andi ætti þessi sjálfvirkni að skapa okk- ur grundvöll að því ab geta borgað hærri laun en áður fyrir þessi störf." 1 4 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.