Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 31
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA Upplýsingakerfið Hafdís frá Tæknivali notað víða í sjávarútveginum: „Fyrirtæki vilja sveigjanlegan hugbúnað sem þau geta aðlagað sinni vinnslu“ Stjórnendur fyrirtækja eru í vaxandi mæli að skoða þá leið að samtengja allan framleiðsluferilinn og nýta upplýsingar frá ýmsum jaðarbúnaði, svo sem flokkurum, innvigtunarvog- um, tékkvogum svo og upplýsingum úr strikamerkjum og skildum bún- aði, til að svara þeirri vaxandi kröfu markaðarins um rekjanleika afurða, og sönnunarbyrði virkrar gæða- stefnu. „Þetta er sú þörf sem við erum að svara með upplýsingakerfinu Hafdísi og höfum byggt upp öflugar útfærslur af þessu kerfi til að svara ólíkum þörfum viðskiptavinanna," segir Bjarni Hák- onarson hjá Tæknivali hf. „Um þær kröfur sem fyrirtæki standa frammi fyrir í gæðamálum og upptöku HACCP áhættuþáttagreiningarinnar má segja að þær eru í rauninni ekkert annað en gæðabókhald sem má líkja við það bókhald sem við þekkjum í daglegum rekstri. Áður fyrr var það fært í gamlar skruddur, en nú á dögum dettur engum í hug að færa bókhald á annan hátt en tölvutækan. Eins er það með gæðaeftirlitið. Nákvæmlega eins og bókhaldið er lykillinn í fyrirtækjum hvað fjárhaginn varðar þá er gæðabók- haldið lykillinn hvað gæðin varðar, allt eru þetta lykiltölur varðandi rekstur- inn, og sjá stjórnendur sífellt meiri þörf fyrir aðgengi að þessum upplýsingum," segir Bjarni og bætir við að mikið sé að gerast í þessum málum um borð í vinnsluskipunum. „Þar er tölvuvæðing frekar stutt á veg komin þegar horft er til vinnslu, afurðaskráningar og gæða- mála. Sú útfærsla Hafdísar sem aðlög- uð hefur verið vinnsluskipum nefnist Togara-Hafdís, og í fáum orðum er virknin sú að skipstjóri skráir áhöfn og Bjarni Hákonarson, markaösstjóri sjávar- útvegslausna Tæknivals. stöðu hvers og eins þegar haldið er til veiða. Síðan við upphaf veiða er Tog- ara-Hafdís stillt á það veiðisvæði sem skipið er á hverju sinni, og svo byrja afurðirnar að renna ofan í lest þegar vinnslan er komin í gang. Afurðirnar eru strikamerktar og í strikamerkinu er auk afurðanúmers, halnúmer og tíma- merking þannig að uppi í brú getur skipstjóri fylgst jafnóðum með upp- lýsingum um samsetningu afurðanna og verðmæti, ásamt hlutaútreikningi. Tengingar viö vogir m.t.t. undir- eða yfirvigtar ásamt nýtingarprufum og gæðaskýrslum færast inn í kerfið og þessar upplýsingar tengjast beint afurð- inni. Kerfið færir stjórnendum þessar upplýsingar og hægt er að láta útprent- anir um vigtanir og gæðamál afurðar- innar fylgja til kaupanda, eða skoða þessar upplýsingar aftur í tímann varð- andi t.d afurðakvartanir og skoðanir. Öryggi skráninganna er mjög mikið þar sem um sjálfvirkan aflestur afurða er að ræða. Togara-Hafdís býður einnig þann möguleika að skipa upp með handtölvu þ.e.a.s. aö afurðir eru taldar á hverri pallettu sem upp úr skipinu kemur, „skotið" er á strikamerki afurð- anna og skráður fjöldi hverrar pakkn- ingar, svo og einkenni gáms, eða geym- slu sem afurðir eiga að skrást í," segir Bjarni. Öflugt eftirlit um borð í fiskvinnslu- skipunum er nauðsynlegt enda bendir Bjarni á að kröfurnar sem skipin þurfa að undirgangast séu ekki mjög frá- brugðnar því sem gerist hjá fiskvinnsl- unni í landi. „Það eru allir að skrá eitt- hvað niður á pappír í dag en vandinn er sá að pappírinn fer í möppur og mik- il vinna felst í því að nota þessar upp- lýsingar til stjórnunar. Eins og áður segir hefur Tæknival þróað mismunandi útfærslur af Hafdísi til að mæta sérhæfðum kröfum fyrir- tækja og skipa. Tæknival hf., sem er eitt stærsta tölvufyrirtæki landsins, hefur selt sjávarútvegshugbúnað í rúm 10 ár en eldri kerfi fyrirtækisins eru víða í notkun. Nú er verið að bjóða notendum að uppfæra eldri kerfin yfir í nýju kynslóðina, Hafdísi, sem Bjarni segir að byggi á þeim grunni sem eldri kerfin og notendur þeirra hafi lagt, og í dag eru yfir 20 fyrirtæki víðs vegar um landið og miðin sem keyra Hafdísi, ásamt því sem Fiskvinnsluskólinn í Hafnarfirði er með Hafdísi uppsetta hjá sér og beitir henni við kennslu. Meðal annarra notenda má nefna Bakka hf., Fiskiðjusamlag Húsavíkur hf., Básafell hf., KEA Dalvík og Hrísey., Snæfelling hf., Hólmadrang hf., Ljósa- vík hf., og fleiri. ægir 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.