Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 5
Loðnufrystingin mestu
vonbrigði vetrarins
Frysting á loönu fyrir Japansmarkað er ekki svipur hjá
sjón á yfirstandandi loðnuvertíð miðað við síðustu ver-
tíð. Miklar vonir höfðu verið bundnar við vertíðina nú
og miklir fjármunir verið lagðir í aukna frystigetu en
enn eina ferðina koma duttlungar loðnunnar á óvart
því stórloðnan sem spáð hafði verið í veiðunum, skilaði
sér ekki og þar með flokkast loðnan ekki samkvæmt
kröfum Japana. Þar í landi eru nægar birgðir til af
smærri loðnu, raunar loðnu frá síðustu vetrarvertíð á
Islandi. Mikið er nú undir því komið fyrir íslendinga
hvernig loðnuvertíðin á komandi sumri verður í
Kanada
.Skýring á því aö Kanadamenn kunna
að veröa örlagavaldar íslendinga í
loðnukapphlaupinu nú er sú að ef
frystingin gengur heldur ekki þar mun
næsta vetur verða mikil eftirspurn frá
Japan, bæði á betri og lakari flokkum
loðnu. Hertar kröfur Japana fyrir vertíð-
ina nú skýrðust af því hversu miklar
birgðir voru til í Japan af lakari flokk-
unum þannig að viðbúið er að þeir
slaki á kröfunum ef birgðir verða upp
urnar fyrir vertíðina á íslandi næsta
vetur.
Samkvæmt upplýsingum Ægis hjá
söluaðilum frystrar loðnu vilja Japanar-
nir heldur íslensku loðnuna en þá
kanadísku, einfaldlega vegna bragðsins.
Þó svo að menn sitji eftir með sárt
ennið og spyrji hvaöa skýringar séu á
að stóra loðnan skilaði sér ekki eins og
spáð hafði verið, þá er ljós í myrkrinu
að Rússlandsmarkaður er að opnast
meira og fáir vita hversu stór markaður
er þar fyrir frysta loðnu. Vandamálið er
að fá vöruna greidda en að fengnum
tryggingum er frysting fyrir Rússland
betri kostur en bræðsla og jafnvel betri
kostur en frysting í lakari flokka
Japansloðnu.
Óhcett er aö tala um aö loðnuvertíðin hafi brugðist hvað varðar frystinguna enda miklar væntingar hundnar við framleiðslu fyrir
Japansmarkað. Munurinn á vertíðunum í ár og í fyrra er einfaldlega sá að þá gekk allt upp en núna eru flest atriði óhœgstceð.
ÆGIR 5