Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 27

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 27
Reykjavíkurhöfn á skútuöldinni. voru smíðuö a.m.k. 45 skip til veiða við ísland. Þilskipaútgerðin hér á landi hófst árið 1776 og var henni valinn staður í Hafnarfirði. Þar voru reist geymsluhús fyrir fiskinn og íbúðarhús fyrir verka- fólk, og fiskreitar og önnur aðstaða til fiskverkunar bætt að mun. Fyrsta árið, þ.e. 1776, munu tíu þilskip hafa gengiö til veiða frá Hafnarfirði á vegum versl- unarinnar, en fjölgaði til muna næstu ár. Flest munu þau hafa orðið árið 1780, 42, en á tímabilinu 1776-1787 gerði verslunin út að meðaltali 26 skip til fiskveiða hér við land á ári hverju. Veiðarnar voru stundaðar yfir sumarið og voru flest skipanna að veiðum í Faxaflóa, en fóru þó eitthvað umhverfis land. Útgeröin var þannig býsna umfangs- mikil og verður ekki annað sagt, en að myndarlega hafi verið af stað farið. Engu að síður virðist hún hafa gengið heldur brösuglega og afli hafa orðið harla rýr. Þar kom ýmislegt til. Skipin, sem smíðuð voru til veiða hér við land, vom flest svonefndar húkkortur. Heim- ildum ber saman um að þær hafi veriö vandaðar að allri gerð, en þær voru breiðar, flatbotna og þunglamalegar og hentuðu illa hér við land. Jagtir, sem einnig vom gerðar út frá Hafnarfirði á vegum verslunarinnar, hentuðu mun betur. Annað atriði, sem einnig mun hafa valdiö miklu um slakan árangur af út- gerðinni, var að veiðar voru aðeins stundaðar yfir hásumarið, en þá er þorskgengd, sem kunnugt er, einna minnst við sunnan- og vestanvert land- ið. Áhafnir skipanna vom og að mestu leyti danskar og lítt kunnugar að- stæðum hér við land. Upphaflega var ætlunin að ráða íslendinga á skipin svo þeir mættu læra vinnubrögð á þil- skipum, og var þá hugmynd forráða- manna verslunarinnar sú, að tveir ís- lendingar yrðu á hverri húkkortu en þrír á hverri jagt. Þetta gekk þó ekki eins vel og vænst hafði verið, enda höfðu margir íslendingar vantrú á þess- ari nýjung og engin sjómannastétt var til hérlendis, sem hægt var að ráða menn úr á sama hátt og tíðkaðist er- lendis. Þá vom bændur og tregir til að láta vinnumenn sína á skipin um há- sláttinn og margir óttuðust manneklu í sveitum, ef lausamönnum við sjó fjölg- aði um of. Vorið 1780 munu þó alls 55 íslendingar hafa verið á átta jögtum verslunarinnar og voru 30 þeirra úr Hafnarfirði og nágrenni, en hinir vom aðkomumenn. En þótt lakar hafi gengið aö fá ís- lendinga til að sækja sjó á skipum kon- ungsverslunarinnar en vænst hafði verið, fór ekki hjá því að útgerð hennar markaöi hér nokkur spor. íslendingar kynntust þilskipaútgerð og sýnt var fram á, að útgerð slíkra skipa væri möguleg hér á landi. Nokkrir menn lærðu og til verka á þilskipum. ÆGIR 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.