Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 34

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 34
Elliði GK 445 / apríl á síðasta ári bœttist nýtt fiskiskip í flota Tækmdeiid Rskiféiags ísiands Sandgerðinga, en þá kom Elliði GK 445 í fyrsta sinn til heimahafnar. Skip þetta, sem áður hét Quantus og var keypt frá Skotlandi, er smíðað árið 1979 hjá Voldens Skipsverft a.s. íFossnavaag í Noregi og hefur smíðanúmer 24 hjá stöðinni. Elliði GK er tveggja þilfari sérhæft nótaveiöiskip, með skuttogveiðibúnaði, og búið sjókæligeymum (RSW-tönkum) til geymslu á fiski eins og t.d. síld og loðnu. Úrelding á móti Elliða GK er Geir Goöi GK 220 (242), 160 brl., Bergur Vig- fús GK 53 (974), 207 brl. og aðrir minni bátar. Útgerðafélagið Miðnes ehf. keypti skipið og flutti það inn en í dag er Har- aldur Böðvarsson h.f. eigandi skipsins. Skipstjóri á Elliða GK er Guðlaugur Jóns- son, yfirvélstjóri er Jón Már Sverrisson og framkvæmdastjóri útgerðar er Har- aldur Sturlaugsson. Almenn lýsing Almennt: Skipið er nýsmíði nr. 24 hjá Voldnes Skipsverft A/S, Fosnavaag í Nor- egi, afhent í ágúst árið 1979. Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglum og undir eftirliti Lloyd's Register of Shipp- ing í flokki 100 Al, Fishing Vessel, LMC og í ísklassa. Skipið er tveggja þilfara fiskiskip, búið til nóta- og togveiða, með tiltölulega lóðrétt stefni neðan sjólínu, gafllaga skut, hvalbak að framan og þil- farshús með brú á reisn, aftantil á efra þilfari. Rými undir neðra þilfari: Sex vatnsþétt þverskipsþil skipta skipinu í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; hliðarskrúfu- og hjálpar- vélarými með botngeymi fyrir sjókjöl- festu og sónarklefa fyrir miöju; þrískipt lestarými, skipt í sjókæligeyma með botngeymum fyrir brennsluolíu (undir fremstu og öftustu lest) og ferskvatn (undir miðlest); vélarúm með síðugeym- um fyrir brennsluolíu og varahluta- geymslu bakborðsmegin fyrir aftan; og aftast eru skutgeymar fyrir brennsluolíu. Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla (fyrir landfestatóg o.fl.), innan- geng úr hvalbak, en þar fyrir aftan kæli- vélarými bakborðsmegin, hjálparvéla- rými stjórnborðsmegin, ásamt keðjukössum fremst í þessu rými. Aftan við þessi rými er snurpivindurými, sam- tengt stjórnborðsgangi og milliþilfars- lestarýmið. Aftan við milliþilfarsrýmið er íbúðarými ásamt nótakassa aftast stjórnborðsmegin. Efra þilfar: Á efra þilfari er lokaður hvalbakur að framan (geymsla), en aft- Helstu mál og stærðir Mesta lengd....................................................... 50.50 m Lengd milli lóðlína............................................... 45.00 m Breidd (mótuð)..................................................... 9.00 m Dýpt að efra þilfari..;............................................ 6.80 m Dýpt að neðra þilfari.............................................. 4.50 m Mesta djúprista.................................................... 5.74 m Eigin þyngd....................................................... 813 t Særými (djúprista 5,74 m)........................................ 1760 t Burðargeta (djúprista 5,74 m)..................................... 947 t Lestarrými (sjókæligeymar)......................................... 850 m3 Brennsluolíugeymar................................................. 112 m3 Ferskvatnsgeymar.................................................. 28.7 m3 Sjókjölfestugeymar................................................ 39.4 m3 Brúttótonnatala.................................................... 731 BT Skipaskrárnúmer................................................. 2253 34 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.