Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 38
ar, þrír eins manns klefar og aftast einn tveggja manna klefi (nú geymsla). Stjórnborbsmegin aftan við íbúðagang er ókæld matvælageymsla, vélareisn og verkstæði, þvottaherbergi með einum salernisklefa og tveimur sturtuklefum (ásamt þvottavél og þurrkara) og aftast einn tveggja manna klefi. Efra þilfar: í þilfarshúsi á efra þilfari eru fremst tveir eins manns klefar með sérsnyrtingum, annar skipstjóraklefi og hinn merktur sem sjúkraklefi, en aftast bakborðsmegin er salernisklefi og klefi yfirvélstjóra. Ibúðir eru einangraðar með ull og klæddar er meb plasthúðuðum plötum. í eldhúsi og borðsal eru kæliskápar fyrir matvæli og frystikistur, annars vegar í íbúðagangi á efra þilfari og fram í hval- bak. Vinnuþilfar (milliþilfarsrými) Milliþilfarsrýmið framan við íbúðir er með sjókæligeymum upp að efra þilfari fyrir miðju og að bakborðssíðu fyrir lest 1 og lest 3. í stjórnborðssíðu er gangur og einnig þvergangur milli lestar 1 og lestar 2 og langskipsgangur í bakborðs- síðu til hliöar við lest 2. Framan við milliþilfarslestarýmið er snurpivindu- rými. í miðgangi milli iestar 1 og 2 er vakúmkút komið fyrir með tilheyrandi lögn og stútum að sérhverjum sjókæli- geymi. í stjórnborðsgangi liggur þrýsti- og soglögn ab og frá einstökum sjókæli- geymum með tilheyrandi lokubúnaði. Loft milliþilfarsrýmis er einangrað og klætt. Fiskilestar (sjókæligeymar) Almennt: Lestarými undir neðra þilfari er skipt í þrjú megin lestarými og er hverju rými skipt með langskipsþilum úr stáli í þrjú hólf þannig aö samtals eru níu geymar í skipinu. Geymar þessir fram- lengjast upp að efra þilfari í sjálfu milli- þilfarsrýminu, en þab rými er mjórra og styttra. Milliþilfarsgeymarýmið tengist neðra rýminu án þilfars. Allir geymarnir eru útbúnir sem sjókæligeymar. Frágangur, búnaður: Lestar eru ein- angraðar með polyurethan og klæddar meb stálplötum. Geymarnir eru útbúnir með svonefndt RSW-kerfi (Refrigerated Sea Water) og er kældum sjó hringrásað um einstaka geyma um lagnir sem liggja að kælikerfi, staðsett í sérstökum rým- um framan við lestarýmið. Á efra þilfari eru þrír lúgukarmar, einn að hverju lestarými, með þremur lúgulokum úr áli á hverjum karmi. Ein- stök lúgulok eru búin smálúgum. Vindubúnaður, losunarbúnaður Almennt: Vindu- og losunarbúnaður er vökvaknúinn og er aðalvindubúnaður frá A/S Hydraulik Brattvaag (lág- þrýstiknúinn), kraftblökk frá Peterel, milliblökk frá Brunnum og færslublakk- arbúnaður frá P. Bjorshol Mek. Verksted, viðbótarvindubúnaður frá Shore Hydraulics Ltd (háþrýstiknúinn), fiski- dælur frá Rapp Hydema og vakúmlos- unardælubúnaður frá MMC. Þá er skipið búið losunarkrana frá ACB Hydraulics Ltd. Togvinciur: Framarlega á efra þilfari, aftan við hvalbak, eru tvær togvindur (splittvindur) af gerð DM 630020 frá Brattvaag, hvor búin einni tromlu og knúin af einum beintengdum vökva- þrýstimótor. Sambyggð snurpivinda: Á neðra þilfari, framantil bakborðsmegin í milliþilfars- rými, er snurpivinda af gerð Rogne frá Brattvaag, búin tveimur tromlum (sam- síða liggjandi) og knúin af tveimur tveggja hraða vökvaþrýstimótorum um gír (1:1.98). Snurpivinda: Á efra þilfari, b.b. megin framan vib yfirbyggingu, er snurpivinda frá Shore Hydraulics Ltd, búin einni tromlu og knúin af einum beintengdum Hagglunds 64-16300, 16.3 1/sn, vökva- þrýstimótor. Tromlumál vindu eru 334 mmo x 1300 mmo x 1400 mm og tekur tromla um 1500 m af 28 mmo vír, togá- tak vindu á tóma tromlu er 25 tonn. Brjóstlínuvinda: Á efra þilfari framan við yfirbyggingu er brjóstlínuvinda frá Brattvaag af gerð DSM 2202, búin einni tromlu og knúin af einum M 2202 vökvaþrýstimótor. Tromlumál vindu eru 380 mmo x 800 mmo x 400 mm. Tog- átak vindu á tóma tromlu er 6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 67 m/mín. Flotvörpuvinda: Bakborðsmegin á efra Togvinda - tæknilegar stærðir (hvor vinda); Tromlumál 324 mmo x 1500 mmo x 1450 mm Víramagn á tromlu 2900 m af 26 mmo vír Togátak á miðja (850 mmo) tromlu 8.0 tonn Dráttarhrabi á miðja (850 mmo) tromlu 76 m/mín Vökvaþrýstimótor Brattvaag M 6300 Afköst mótors 136 hö Þrýstingur 40 kp/cm2 Olíustreymi 2005 1/min Snurpuvinda - tæknilegar stærðir Tromlumál 241 mmo x 1000 mmo x 1100 mm Víramagn á tromlu 1200 m af 24 mmo vír Togátak á miðja (600 mmo) tromlu 2 x 13.0 tonn (lægra þrep) Dráttarhraði á miðja (600 mmo) tromlu 40 m/mín (lægra þrep) Vökvaþrýstimótorar 2 x Brattvaag M 4185 Afköst mótor 2 x120 hö Þrýstingur 35 kp/cm2 Olíustreymi 2 x 2005 1/mín 38 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.