Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 26

Ægir - 01.02.1997, Blaðsíða 26
Nítjánda öldin er gjarnan nefnd skútuöld í íslenskri sjávarútvegssögu og er það að ýmsu leyti réttnefni. Útgerð þilskipa, þ.e. seglbúinna þilfarsskipa, fœrðist mjög í vöxt nánast alla 19. öld og setti mjög svip sinn á sjávarútveg landsmanna á þessu skeiði. Þilskipaútgerðin var hrein viðbót við áraskipaútveginn, sem fyrir var, og á þilskipunum gátu landsmenn sótt lengra og víðar en áður, fœrt meiri afla að landi. Ekki er mér kunnugt um, hver fyrst- ur tók að nota orðið skútuöld yfir þennan merka þátt íslenskrar fiskveiði- sögu, en ekki er ósennilegt að það hafi verið Gils Guðmundsson. Hann gaf á árunum 1944-1946 út tveggja binda verk um sögu þilskipaútgerðar á íslandi og nefndist það Skútuöldin. Árið 1977, rúmum þremur áratugum síðar, var verkið gefið út aftur, nokkuð endur- skoðað og aukið, og var þá í fimm bindum. Á skútuöldinni urðu margvíslegar breytingar á íslenskum sjávarútvegi og samfélagi, og tengdust a.m.k. sumar þeirra þilskipaútgerðinni. Kaupstaðir komust á legg þar sem útgerð skipanna var blómlegust. Á fyrri hluta aldarinnar færðust hákarlaveiðar mjög í vöxt og færðu landsmönnum drjúgar tekjur, og saltfiskverkun leysti skreiðarverkunina að mestu af hólmi. Aukin saltfisk- verkun og vaxandi þilskipaútgerð héld- ust mjög í hendur og báðir þessir þættir stuðluðu að aukinni þéttbýlismyndun. Var það ekki síst áberandi á Vestfjörð- um. En þótt 19. öldin sé tíðum nefnd skútuöld í íslenskri sagnaritun, fer því fjarri að þilskipaútgerðin hafi aðeins staðið á árabilinu frá 1800 til 1900. Þegar þilskipaútgerð hófst á íslandi lifði enn tæpur fjórðungur af 18. öld, og henni lauk ekki fyrr en liðlega fjórð- ungur var liðinn af 20. öld. Skútuöldin náði þannig yfir um það bil hálfa aðra öld, ef talið er í almanaksárum. Upphaf skútualdar Eiginleg útgerð þilskipa á íslandi hófst í Hafnarfirði árið 1776 og átti rætur að rekja suöur til Danmerkur, eins og flest annað, sem til nýjunga horfði í ís- lensku atvinnulífi um þær mundir. Síðari helmingur 18. aldar var Dönum á margan hátt hagkvæmur í efnahags- legu tilliti og stafaði það ekki síst af því að danskir útgerðarmenn, sem áttu skip í förum um heimshöfin, nutu mikillar velgengni. í nýlendustríði Breta og Frakka á árunum 1756-1763 og frelsisstríði Bandaríkjanna, 1776- 1783, stóðu Danir utan átakanna, en högnuðust vel á siglingum og verslun. Fór ekki hjá því að hagnaðurinn kæmi ríkisheildinni til góða að nokkru leyti, en íslendingar munu helst hafa orðið hans varir vegna þeirrar bjartsýni, sem Greinar- höfundur er: Jón Þ. Þór, sagnfrœðingur ríkjandi var í Danmörku, og kom m.a. fram í hugmyndum um nýsköpun og uppbyggingu atvinnuvega, þ.á m. í hjá- lendunum í Norður-Atlantshafi. Á árunum upp úr 1750 var allmikið rætt um eflingu fiskveiða í danska rík- inu og áttu íslendingar i Danmörku þar nokkurn hlut að máli, einkum Jón Eiríksson og Ólafur Olavius. Var ýmis- legt gert til að bæta veiðiaðferðir og fiskverkun, en hér á landi skipti mestu að saltfiskverkun var hafin að hætti Nýfundnalandsmanna. Er Ólafur Stef- ánsson, stiftamtmaður, almennt talinn upphafsmaður þeirrar nýjungar hér á landi og árið 1776 var honum veitt gullmedalía fyrir að hafa í áratug verk- að fisk „upp á þann terreneuviska máta". Danakongur keypti öll hlutabréf í Almenna Verslunarfélaginu árið 1774 og var verslunin við ísland svo rekin fyrir reikning konungs til loka einok- unar, þrettán árum síðar. Er sá rekstur tíðast nefndur Konungsverslunin síð- ari. Forráðamenn verslunarinnar höfðu ýmis áform á prjónunum um eflingu atvinnuvega og framleiðsluaukningu á sjávarafurðum í þeim hlutum ríkisins, sem verslunin náði yfir, íslandi, Fær- eyjum og Finnmörku. Bar útgerð þil- skipa til fiskveiða þar einna hæst og 26 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.