Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 6

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 6
Trillukarlar hafa góðan málstað - segir Örn Pálsson, framkvœmdastjóri Landssambands smábátaeigenda Örn minnir á að margir sjómenn á stærri skipum hafi þurft að sjá á eftir plássum sínum á undanförnum árum og ekki átt margra kosta völ í atvinnu- málum. Smábátaútgerðin hafi verið þeirra möguleiki og gert að verkum að þeir hafi ekki þurft að flytja úr sjávarplássunum út um landið og leita á stóra atvinnusvæðið á suðvestur- horninu. „Þess eru líka dæmi að menn hafa sagt upp plássum sínum á stærri skip- unum og snúið sér að smábátaútgerð. Ástæðan er einfaldlega sú að þeir telja sig fá meiri tíma fyrir fjölskyldur sínar og ná að halda viðunandi launum, ef vel gengur. Mér finnst líka alveg nauðsynlegt að menn geti skipt af stóru skipunum á seinni hluta starfsævinnar yfir í smá- bátaútgerðina. Þetta eru menn sem búa yfir mjög mikilvægri reynslu sem nýtist mjög vel í smábátaútgerð enda gilda þar sömu lögmál og á stærri skip- unum, þ.e. að skila fyrsta flokks hrá- efni að landi," segir Örn. „Frá því Landssambcmd smábáitaeigenda var stofnað 5. desember árið 1985 hefur margt breyst í smábátaútgerðinni á Islandi og ekki síst er eftirtektarverð sú breyting að meðalaldur trillukarla hefur lœkkað. Þetta þýðir að þeim hefurjjölgað ventlega sem hafa smábátaútgerðina að heilsárs atvinnu. Þar afleiðandi verður ekki framhjá því litið að hér er um mjög mikilvæga atvinnugrein að rœða og sérstaklega I Ijósiþess hversu atvinnuskapandi húm er og snarþáttur i að bera uppi mörg sjáv- arplássin út um landið. Eg held að engum dyljist að sú barátta sem smábátasjómenn hafa háð ígegnum sitt landssamband hefur verið þeim lífsnauðsynleg og orðið til þess að verja smábátaútgerðina sem annars hefði verið þrengt enn meira að en raun ber vitni, “ segir Örn Pálsson, framkvœmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sá maður sem varð fyrsti starfsmaður LS og hefurfylgt trillukörlum í baráttu þeirra síðustu 12 árin. Örn segir að þrátt fyrir allt þá hafi hlutdeild smábáta Iþorskaflanum aukist og það sé að þakka fastri en málefna- legri báráttu trillukarlafyrir sinum rétti. Þráttfyrir annmarka á ein- stökum þáttum ífish’eiðikerfi smábáta þá sé vel hægt að una við stöð- una en mikilvægast sé að missa ekki niður þráðinn I baráttunnifyrirþví að strandveiði verði áfram ómissandi hlekkur í útgerðarmynstri íslend- inga, eins og þetta sjósóknarform hefur verið frá aldaöðli hér á landi. 6 ÆGIK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.