Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 26

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 26
Einar K. Guðfinnsson: Treystum fiskveiðistj ómun smábáta í sessi ví hefiir verið haldið fram að litl- ar breytiiígar hafi orðið á fisk- veiðistjórnarkerfinu á undangengn- um árum. Það er þó ekki rétt. Effarið er yfir málið sjáum við að verulegar breytingar hafa verið gerðar á kerf- inu. Afýmsu er að taka en nefna má að með lagabreytingum á þessu kjör- tímabili, á árunum 1995 og þó eink- um árið 1996 og í fyrra, voru sköpuð ný oggerbreytt skilyrði fyrir króka- leyfisbátana. Þessir bátar róa nú eftir sóknartengdu kerfi sem hefur fœrt þeim stóraukið rými til athafna. Þetta sjáum við meðal annars í því að þegar flokkur krókaleyfisbátanna varð til árið 1991 veiddu þeir rúm 2 prósent þorskaflans. Núna er búið að festa það í sessi að þeir fá ríflega 13,9 prósent þorkaflans. Hluti þessa flota rær eftir svokölluðu þorskaflahámarks- kerfi, aðrir samkvæmt dagakerfi. Enginn vafi er á því að þetta kerfi og sú sóknarbreyting sem þessi floti hefur notið hefur skilað margvíslegum árangri. Fyllt í skörðin sem kvótamissirinn olli í fyrsta lagi má benda á að þessir bátar hafa fyllt í þau grimmdar- iegu skörð sem kvótakerfið hefur víða skilið eftir sig. Án þessara báta er hætt við að daufleg sjón mætti manni víða um byggðir landsins. Þannig hefur þetta kerfi fært bjargræðið að landi sjávarútvegsbyggðanna þar sem lítill kvóti er til staðar. Hagstætt fiskvinnslunni í annan stað má benda á að afli þessara báta kemur almennt til vinnslu innanlands og skapar því atvinnutækifæri, veldur veltuaukningu í sjávarútvegs- byggðunum og er því kjölfesta sem annað atvinnulíf byggir á. Það er ekki bara að þetta sé verð- mætt fyrir hinar minni fisk- vinnslur, stærri fyrirtæki eru líka SKIPASALAN ARSALIR Seljendur og kaupendur skipa og báta, við erum ekki fiœrykkur en nczsti sími, fax eða tölva. Hafðu samband og sjáðu hvað við getum gert fyrirþig. SKIPASALAN ÁRSALIR Lágmúla 5,108 Reykjavík Sími: 533 4200, Fax: 533 4206 Björgvin Björgvinsson Netfang: arsalir@treknet.is farin að reiða sig í vaxandi mæli á þetta hráefni til vinnslunnar. Auðveldar nýliðun í þriðja lagi opnar þessi floti smábáta leið fyrir unga menn inn í útgerð að nýju. Takmarkaðar aflaheimildir og fráleit verðmyndun á aflahlutdeild - kvóta - hefur girt fyrir möguleika manna að taka þátt í útgerð. Króka- kerfið hefur opnað ungum mönnum nýja leið inn í útgerð og fjölgað í hópi sjálfstæðra útgerðarmanna. Þetta er ein leiðin sem hægt er að halda op- inni fyrir þá nýliðun sem við viljum að sé til staðar í útgerð á íslandi. Þannig hefur það leitt tii aukinnar eignadreifingar í sjávarútvegi og leyst úr læðingi krafta sem skipulag frelsis, samkeppni og tækifæra hefur í för með sér. Arðbærar og vistvænar veiðar í fjórða lagi þá blasir við að þessar veiðar eru arðbærar. Veiðar með kyrr- stæðum veiðarfærum á grunnslóð hafa almennt ekki mikinn útgerðar- kostnað í för með sér. Olíukostnaður- inn er lítill og notkun á öðrum slíkum erlendum aðföngum því ekki stór þátt- ur í útgerðarrekstrinum. Svo er slíkur veiðiskapur umhverfisvænn; nokkuð sem æ meira verður á dagskrá íslenskr- ar og alþjóðlegrar umræðu. Aðalatriðið Síðast en ekki síst, og raunar það sem 26 Mcm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.