Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 8

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 8
Leitað erlendis eftir lánsfé til frekari uppbyggingar í smábátaútgerð Örn fagnar nýlegum fregnum um hag- stæðar lánveitingar hjá Sparisjóði Bol- ungarvíkur til smábátasjómanna og segir þetta dæmi um þá áherslu sem heimaaðilar vilji leggja í atvinnuupp- byggingu. Sparisjóðurinn sjái líka hve mikið ávinnist fyrir byggðarlagið með því að styðja uppbyggingu smábáta- flotans. „Lengi vel áttu trillukarlar erfitt með að fá hagkvæma fjármögnun til bátakaupa, lítið annað í boði en kaup- leigurnar. Það var rækilega passað upp á að gefa smábátaeigendum ekki kost á öðru. Byggðastofnun breytti þessu og hóf lánveitingar til trillukarla og tók fljótt eftir að hér var á ferðinni áhugaverður hópur. Afföll nánast eng- in og Ián undantekningalítið í skilum. Frumkvæði Byggðastofnunar varð til þess að lánakjör smábátaeigenda bötn- uðu mikið, viðskiptabankar þeirra komu á eftir og lengdu lánin og lækk- uðu vexti. Nú er stefnt að því að létta róður- inn enn frekar með því að endurfjár- magna lánin í Byggðastofnun með lægri vöxtum. Þau kjör sem er verið að bjóða í Bolungarvík sýna okkur vel að þetta er hægt og ég vonast til að við tökum ákvörðun alveg á næstunni um aðgerðir í þessum efnum, b'kast til þannig að leitað verði lánsfjármagns ...hef aldrei litið svo á að togaraútgerðin sé fjandvinur okkar. Þaðan koma margir okkar manna... erlendis frá og síðan verði samið við lánastofnun hér heima um að annast framkvæmdina," segir Örn og að hans mati er að aukast áhugi bankastofnana hér heima á að ná smábátasjómönn- um í viðskipti, enda áhættulítil lána- starfsemi. Tilkoma fiskmarkaðanna skipti máli Örn segir að þróun hafi ekki aðeins átt sér stað í smábátunum sjálfum og veiðibúnaði þeirra á undanförnum árum. Tilkoma fiskmarkaðanna segir hann hafa verið mjög þýðingarmikið skref fyrir smábátaútgerðina, enda byggi margir markaðir tilveru sína á öflugri smábátaútgerð. Örn segir líka að markaðirnir séu í dag mjög ábyggi- legir viðskiptaaðilar þannig að þau slys sem áður komu uppá þegar smá- bátasjómenn fengu ekki uppgert fyrir sinn afla, þekkist ekki í dag. Vélaverkstæði Sigurðar sérhæfir sig í hönnun, þróun og framleiðslu á vindum og vökvakerfum fyrir fiskiskip. Fyrirtækið byggir á yfir 40 ára reynslu við framleiðslu á vindum sem þróaðar hafa verið í samvinnu við íslenska skipstjórnarmenn og sjómenn til að standast kröfur þeirra. Ef þig vantar vindur og vökvakerfi er Vélaverkstæði Sigurðar rétti samstarfsaðilinn, því starfsmenn fyrirtækisins hafa hagsmuni þína að leiðarljósi. Vélaverkstæði Sigurðar ehf. Skeiðarás 14*210 Garðabæ Sími: 565 8850 • Fax: 565 2860 Internet: http://www.arctic.is/fin/velsig/ E-mail: velasig@tv.is 8 mm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.