Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1998, Qupperneq 20

Ægir - 01.06.1998, Qupperneq 20
Jón Þ. Þór: Smábátarnir hafa lengi fylgt þjóðinni Í' hefðbundinni sögiiritun íslenskri er tíðum rœtt um það samfélag, sem var Itér á landi fram á þessa öld, sem bœndasamfélag. Þessi skilgrein- ing er rétt að því leyti að flestir hús- ráðendur á landinu voru fram um 1920, og jafnvel lengur, skilgreindir sem bœndur, en að öðru leyti er hún villandi. Hún gefur til kynna, að allt fram á þessa öld hafi fslendingar öðru fremur lifað aflandbúskap, jafnvel átt allt sitt undir honum. Ekkert er þó fjœr satmi. ísland er stundum sagt liggja á mörkum hins byggilega heims og ef aðeins er litið til landbúskapar og jarð- argróðurs, er það hverju orði sannara. Ef undan eru skildar fyrstu tvær tii þrjár aldirnar eftir landnám hefur ís- land aldrei hentað til landbúskapar í eiginlegri merkingu þess orðs og sá bú- skapur, sem menn bollokuðu við hér á landi á fyrri öldum, gat í raun ekki þrifist nema með stuðningi af annarri atvinnugrein. í hafinu umhverfis ísland er að finna einhver auðugustu fiskimið í Norður-Atlantshafi og hafa þau og nýting þeirra frá upphafi verið ein meginforsenda byggðar í landinu. Við vitum að vísu lítið um fiskveiðar landsmanna fyrstu aldirnar, en af fornum heimildum má ráða, að þær hafi hafist þegar við landnám, og að ýmsir hinna fyrstu landnámsmanna völdu sér bólstaði þar sem skammt var að róa til fiskjar og líkiega leit út um nýtingu annars sjávarfangs, sela, fugla og reka. Er Ingólfur Arnarson, fyrsti landnámsmaðurinn, skýrasta dæmið um þetta. í upphafi fóru menn á sjó og veiddu fisk til heimilisnota og fyrstu tvær til þrjár aldirnar eftir landnám virðist allur fiskur, sem veiddur var hér við land, hafa farið til neyslu innan- lands. Þá voru veiðar einkum stundað- ar að vorlagi og sitthvað bendir til þess að sjór hafi mest verið sóttur frá eins konar sjávarseljum, sem kölluð voru fiskiskálar. Þeir voru flestir í eyjum og á annesjum og fólkið, sem í þeim dvaldist á veiðitímanum, virðist auk fiskveiðanna einnig hafa nytjað annað sjávarfang, ekki síst fugl og egg. Veiðar voru stundaðar allt í kring- um landið, en snemma myndaðist ákveðin verkaskipting á milli lands- hluta og þá risu verstöðvar í námunda við fengsæl fiskimið. Þorskur gengur á miðin úti fyrir suðurströndinni til hrygningar á fyrstu mánuðum ársins, en heldur að hrygningu lokinni áfram för sinni vestur og norður með landi í ætisleit. Síðla vetrar og á vorin, á þeim árstímum er göngur eru að jafnaði þéttastar fyrir Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum, var jafnan minnst að gera í sveitum og þá einbeitti fólk í þessum landshlutum sér að fiskveið- um. Af fornum ritum, t.d. Laxdæla sögu, Eyrbyggja sögu og Grettis sögu, má ráða, að þegar á 11. öld hafi mikil útgerð verið úr Breiðafjarðareyjum og af Snæfellsnesi og þar hafi þá verið eins konar miðstöð fiskveiða, sem menn sóttu í til skreiðarkaupa, jafnvel úr fjarlægum landshlutum. Á 13. og 14. öld jókst mjög eftir- spurn eftir fiski í Evrópu og um eða skömmu fyrir 1300 fóru íslendingar að flytja út skreið. Leið þá ekki á löngu uns skreið, harðfiskur, varð verð- mætasta útflutningsvara landsmanna og hélst svo allt fram um aldamótin 1800. Fyrirkomulag fiskveiða árabátaöld ísienskri fiskveiðisögu má með gildum rökum skipta í þrjú meginskeið, ára- bátaöld, skútuöld og vélaöld. Árabáta- öldin er lang lengst þessara skeiða, en þótt fiskveiðar hafi vitaskuld verið stundaðar á árabátum hér við land allt frá upphafi byggðar, er ef til vill réttast að telja hina eiginlegu árabátaöld hefj- ast um það leyti sem útflutningur fisks hófst að marki, þ.e. um 1300. Þá juk- ust fiskveiðar verulega, sjávarútvegur varð tvímælalaust meginatvinnuvegur í fjölmennum landshlutum og sjó- sóknin komst í það horf, sem hún hélst í allt fram á 20. öld. Á 14. og 15. öld komst á föst skipan vertíða og voru þær þrjár, þ.e. vetrar- vertíð, vorvertíð og haustvertíð. Ver- tíðaskipanin mótaðist af náttúrufari og þörfum samfélagsins fyrir vinnuafl og var vetrarvertíð jafnan það tímabil ársins, er sjór var harðast sóttur. Þá var fiskur jafnan mestur við Suður- og Vesturland og bændur máttu helst sjá 20 AdR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.