Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 25

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 25
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Untiið við línukerfi frá DNG-Sjóvélum. framleiðslu vindanna verið að auka af- köst og skila smábátunum fram á við í þróuninni. „Við teljum líka í dag að okkar þró- un hafi gert litlu bátana mjög hag- kvæma í samkeppni við aðra. í þessu sambandi geta menn velt því fyrir sér að það er ekki inörg útgerðin sem þolir að vera úthlutað aðeins 100 dögum á Samsetning á fœravindu. Nákvœmar próf- anir fara fram á búnaðinum í framleiðslu- ferlinu áður en vindurnar fara til kaup- enda. sjó en vera samt hagkvæm. Þetta er aðeins hægt vegna tækniþróunarinn- ar. Hitt er annað mál að við horfum upp á allt aðra þróun í málum smá- bátaútgerða vítt og breitt um heim- inn. í Alaska er verið að færa mikið af kvóta og sókn yfir á strandveiði og þessa þróun sjáum við í mörgum ná- grannalanda okkar. Smám saman erum við að verða alveg sér á báti hér á landi með okkar stefnu og niður- skurð í útgerð smábátanna. í Alaska er sú regla notuð að allt að 25% af kvót- anum má færa yfir á strandveiðina, með ákveðna veiðireynslu sem við- miðun. Sú þróun mun halda áfram enda gengur umræðan út á að stór- virku veiðitækin eigi undir högg að sækja," segir Kristján. Menntunarstig sjómanna hér á landi mjög hátt Þrátt fyrir að með árunum hafi aukist útflutningur á búnaði DNG-Sjóvélum hf. og starf á fjarlægum mörkuðum orðið ríkari þáttur í starfsemi fyrirtækisins, segist Kristján líta á heimamarkaðinn sem mjög mikilvæg- an grunn fyrir þróun og sölu. „Að vísu hefur heimamarkaðurinn verið mjög sveiflukenndur. í rauninni hefur aldrei verið hægt að áætla fram í tímann hvað hér muni gerast en engu að síður hefur þetta umhverfi hér heima hjálpað okkur í þróunarstarfinu og við höfum átt mjög gott samstarf við sjómenn. Góðar samgöngur eru okkur mikilvægar, sem og hátt tækni- stig í þjóðfélaginu en síðast en ekki síst er hátt menntunarstig sjómanna okkur mikilsvert. Við þurfum ekki að fara langt í burtu til að finna 70-80% ólæsi meðal sjómanna og það gefur auga leið að þróunarfyrirtæki eins og okkar á mun auðveldara með að sækja fram þegar unnið er með jafn hæfu fólki og íslenskir sjómenn eru. Þessir smábátasjómenn okkar eru harðdug- legir og fylgnir sér og þeir eiga ekki minnstan þátt í að hafa lagt grunn að góðri útflutningsvöru. Sjómennirnir eiga sannarlega mikið í því sem hér hjá DNG-Sjóvélar hefur gerst." Nýjungar kynntar á sjávarútvegssýningu að ári Nú er aðeins rösklega ár þangað til sjávarútvegssýning verður hér á landi og fyrirtæki eru þegar byrjuð að undir- búa sína þátttöku af fullum krafti. Svo er einnig um DNG-Sjóvélar og Kristján boðar að þar verði margar nýjungar kynntar. Til dæmis er nú hafin þróun á færavindu sem á að bjóða upp á nokkru meiri einfaldleika í notkun, enda segir Krisján að hægt að ganga of langt í getumöguleikum og spanna þar með of vítt svið. „Við tökum þátt í nokkrum sýning- um á hverju ári, vítt og breitt um heim, enda er útflutningurinn um 70- 80% af sölunni. Þar liggja okkar sókn- arfæri og við ætlum að halda ótrauðir áfram. Annað heila árið eftir samein- inguna við Sjóvélar var í fyrra og kom mjög vel út en við ætlum að gera enn betur," segir Kristján. Tæplega 20 manns starfa hjá DNG- Sjóvélum hf. og meirihluti starfs- manna er á Akureyri. Velta fyrirtækis- ins var tæplega 200 milljónir króna á síðasta ári. ffl 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.