Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 36

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 36
Myndi og viðtal: Elma Guðmundsdóttir Veiðileyfa- gjald er ávísun á farseðil til Reykj avíkur réttum 10 árum hefur smábat- um í Neskaupstað fœkkað um helming. Þegar allt var talið voru þar á annað hutidrað smábátar, ná- kvœmlega 108. í dag eru þeir 54 og er þá hver fleyta talin. Aðeins örfáir bátar eru gerðir út allt árið ogþeir því orðnir fáir trillukarlamir sem liafa þessar veiðar að aðalstarfi. Því þótt margir hafi grœtt á kvótanum eru líka einstaklingar sem liafa hœlt smábátaútgerð. Sérstaklega eru það þeir sem ákváðu á sínutn tíma að taka aflahámark. Talið er að störf við hverja smábátaútgerð séu 1,8 og fcekkun báta um 50%geti þvíþýtt að um hundrað störf hafi glatast. Þegar best lét lönduðu smábátar í Neskaupstað allt að 40 lestum á dag, en algengur afli var um og yfir 20 lest- ir á dag. Smábátarnir sáu frystihúsinu alfarið fyrir hráefni og þegar afli skut- togaranna bættist við varð að flytja út 36 MIU ------------------------- fisk, svokallaðan umframfisk. Fisk sem frystihúsið gat ekki unnið og var óhagkvæmur til vinnslu. Smábátafloti Norðfirðinga fiskaði því svipað og einn skuttogari, þegar best lét hjá báð- um aðilum. Störfin um borð í skuttog- aranum voru 14-16 en um 200 störf fylgdu trilluflotanum. Fólksfækkunina í Neskaupstað má því með vissu, rekja að verulegu leyti til þess kvótakerfis sem við búum við í dag. Trillukarlar allt árið Feðgarnir Hjörtur Arnfinnsson og Kristinn sonur hans eru norðfirskir trillukarlar. Hjörtur hefur verið trillu- sjómaður í aldarfjórðung en áður var hann sjómaður á stærri bátum og skipum. Tími Kristins í bransanum er ívið styttri eða rúmlega áratugur. Hann hefur einnig verið á stærri skip- um. Þeir feðgar slógu útgerðum sínum saman fyrir nokkrum árum vegna þess að kvóti þeirra hefur verið svo skertur í gegnurn tíðina að það var ekki vinn- andi vegur að lifa af kvóta hvors um sig. Með hagræðingu, leigu og fyrir- hyggju gengur þetta, segja þeir, en það þarf að hafa fyrir hlutunum. Samtals hafa þeir um 68 þorkígildistonn svo það gefur auga leið að þeir þurfa að leigja og/eða kaupa kvóta. Feðgarnir eru nýbúnir að taka upp grásleppunetin og segja vertíðina í sjálfu sér hafa gengið þokkalega á þeirra mælikvarða en Kristinn segir að verðið á grásleppuhrognunum sé alltof lágt. Það komi hins vegar á móti að úthaldið hjá þeim sé um einum mánuði styttra en í fyrra. Þeir náðu í tæplega 60 tunnur á vertíðinni, sem er tveir þriðju af þeim afla sem barst á land í Neskaupstað. Við erum engir sægreifar Þegar talað er við trillukarla er óhjá- kvæmilegt að talið berist að kvótan- um, veiðileyfagjaldi og sægreifum. Hjörtur er all harðorður þegar talið berst að kvótanum. „Við erum engir sægreifar," segir hann, „þótt aðrir vilji segja það. Forsvarsmenn félags smá- bátaeigenda sem hafa skilgreint okkur, sem erum með kvóta, sem sægreifa, þrátt fyrir að við höfum orðið fyrir hverri skerðingunni af fætur annarri frá því að kvótinn var settur á. Kvóta- kerfinu hefur verið breytt tvisvar sinn- um og þeir sem mestan kvóta höfðu eru farnir með mestallar aflaheimildir út úr pottinum. Þar hefði átt að vera þak á, en ekki skilja meirihlutann eftir með enga afkomumöguleika. Hvað heldurðu að það séu margir sem átt hafa krókaleyfi sem eru búnir að selja og kaupa? Fá aðra úthlutun og selja aftur og græða meira? Þessum mönnum var hreinlega boðið upp á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.