Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 39

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 39
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI Kristinn. „Við hér fyrir austan sitjum engan veginn við sama borð og þeir á suðvesturhorninu. Þeir eru að fá 150 krónur fyrir stóran fisk á sama tíma erum við að fá 81-91 krónur fyrir kíló- ið. En við erum ekki að fá neitt verra verð en gengur og gerist á landsbyggð- inni, við erum einfaldlega að veiða smærri fisk." Þeir feðgar telja að fiskmarkaður fyr- ir austan breyti litlu hér um. Hér sé um tiltölulega lítið magn að ræða hverju sinni og kaupendur eltist ekki við 500 kílóin eða tonnið austur á land, sér- staklega ekki þegar sóknin minnkar. Síað á uppeldisstöðvum Dragnótaveiðar eru af mörgum gangrýndar. Hvað segja Hjörtur og Kristinn um þær? „Ég veit ekki, ég er mjög beggja blands," segir Hjörtur. „Á meðan við fáum engar óyggjandi sannanir fyrir því að þær séu slæmar er ekki gott að taka beina afstöðu en mér hef- ur sýnst að ákveðnar fiskteg- undir, t.d. hér innan fjarðar og á grunnslóð, hafi algjörlega horfið. Það er mjög skrítið ef nota má þetta veiðafæri á upp- eldisstöðvum og sía endalaust dag eftir dag og ár eftir ár í gegnum sömu möskvana án þess að eitthvað gerist. Það er t.d. algjör hending í dag að fá smálúðu á línuna. Hér áður var mjög algengt að fá talsvert af smá- lúðu á haustin, nú sést hún ekki. Hvort hér er um að kenna dragnótinni eða ekki veit ég ekki en hallast hins vegar heldur að því. Ég er ekkert svo voða- lega harður gegn snurvoðinni og það er alltaf álitamál hvort leyfa eigi yfir- leitt veiðar innan fjarða". „Það vantar fiskifræðilega rann- sókn," segir Kristinn, „og ef hún leiðir í ljós að þessar veiðar eru slæmar þá á auðvitað að banna þær, en það á ekki að láta tilfinningarnar ráða. Steinbítur- inn er líka allstaðar að hverfa hér fyrir austan en við vitum ekki af hverju." En eru einhverjar veiðar umhverfis- vænni en aðrar? „Eru það ekki krókarnir? Kyrrstæð veiðarfæri hljóta að vera umhvefis- vænni en önnur veiðafæri og þess vegna hljóta krókar og net að vera um- hverfisvæn veiðafæri," segir Kristinn en það er ekki laust við að það sé glott á andliti hans. Trillukarlar eru sérstakur þjóðflokkur Það hefur löngum verið talað um trillukarla sem sérstakan þjóðflokk og því lá beinast við að spyrja hvað væri svona gott við það að vera trillukarl. Kristinn segir að það besta við að vera trillukarl sé að ráða sér sjálfum, eða halda það bætir faðir hans við og heldur áfram. „Þetta er bara eins og önnur vinna, þetta er brauðstrit. Mað- ur heldur að maður sé eigin herra en ef maður ætlar að fara að sýna einhverja linkind þá hefur maður lítið". Kristinn segir að fyrir sig skipti miklu máli að vera heima við. Þetta sé allt annað en að vera t.d. á togara eða nótaskipi, menn eru daglega heima þótt vinnudagurinn sé oft langur. „Mér finnst að þetta hafi sérstaklega skipt miklu máli í sambandi við börnin." „Það er alltaf gaman að vera sjómað- ur þegar vel fiskast," segir Hjörtur, „þá skiptir engu máli á hvers konar veið- skap maður er." Hættulegra að keyra fólksbíl en að vera á trillu En er sjómennska á smábátum hættu- legri en önnur sjósókn og hafa þeir feðgar komist í hann krappann? Kristinn hefur komist næst því að fara fyrir borð þegar hann festist í færi. Hann segist hafa krækt báðum hönd- um og iausa fætinum í rekkverkið á bátnum og hugsað með sér: Fyrr missi ég fótinn en að ég fari fyrir borð. Hann segir að þetta hafi verið ofsaleg átök en fyrir gleðilega rest hafi stígvélið losnað af og klætt hann úr sokknum um leið. Þetta er sá mesti háski sem hann hafi komist í á sjó. Hjörtur segist aldrei hafa komist í hann verulega krappann, kannski þó helst þegar hann var einu sinni næstum búin að sökkva undan sér. Hjörtur segist hins vegar telja að það sé hættuminna að vera trillusjó- maður en keyra fólksbíl innanbæjar. Aðgátar sé alltaf þörf en þeir segjast ekki sækja mikið út fyrir 3-4 míiur og sóknin sé, eins og áður hefur fram komið frekar lítil. Veiðileyfagjald er farseðill til Reykjavíkur Að vonum berst talið að lokum að veiðileyfagjaldi og skoðun þeirra feðga á því er ósköp ein- föld. „Veiðileyfagjald," sagði Krist- inn, „er ávísun á farseðil til Reykjavíkur eða á Suðurnesin. Við erum á vissan hátt að borga veiðileyfagjald, við erum alltaf að borga einhver leyfi. En að setja þó ekki væri nema tíu krónur á hvert kíló myndi ríða þessari útgerð að fullu og þótt stærri væri." „Úti á landsbyggðinni ætti sá hópur sem vill veiðileyfagjald að berjast fyrir því að það gjald rynni þá í bæjarsjóð viðkomandi byggðarlags en ekki í ríkis- sjóð," sagði Hjörtur, „og ég held að ef þessi fyrirtæki hér ættu að fara að borga veiðileyfagjald þá yrði ekki um mikla uppbyggingu hjá þeim að ræða. Veiðileyfagjald yrði ekkert annað en landsbyggðarskattur," verða lokaorð þeirra trillufeðga í Neskaupstað. „Mér finnst sem það sé búið að heilaþvo landsmenn með þessu tali um sölu á óveiddum fiski í sjónum míR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.