Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Síða 34

Ægir - 01.06.1998, Síða 34
„Frelsiö í smábátaútgerðinni gefnr manni lífsfyllingn." Trillukarlinn Skarphéðinn fylgist með drœttinum. „Ég prófaði að fara á togara og í siglingar en það hefur ekkert höfðað eins mikið til mín og smábáturinn. í sannleika sagt þá held ég að það sé frelsið í smábátaútgerðinni sem gefur manni lífsfyllinguna." Slegist við kerfið Það er með Skarphéðinn eins og svo marga aðra tillukarla að ekki er hann skoðanalaus á málin. Og hefur sannar- lega látið ýmsa finna fyrir því. Hann segir að á sínum tíma hafi verið ætl- unin að útrýma smábátaútgerðinni og hunsa algerlega þessa stétt manna sem hefði sitt Iífsviðurværi af trilluútgerð. Kvótakerfið hafi ekki miðað við að taka þyrfti tillit til smábátanna og ætl- unin hafi verið að útiloka þennan hóp frá veiðum. Frægt varð á sínum tíma þegar takmarka átti dagafjölda á neta- veiði í Faxaflóa og Skarphéðinn og fé- lagar sigldu bátum sínum inn í Reykjavíkurhöfn og lokuðu höfninni meðan skundað var á Alþingi til að mótmæla. Eftir þessa aðgerð fór Skarp- héðinn og lagði net á banndegi í Fló- ann og lét á reyna hvort hann yrði stöðvaður. Ekki leið á löngu þar til varðskip birtist og eftir orðahnipping- ar var báturinn færður til hafnar og Skarphéðinn lét fjölmiðla vita og grannt var fylgst með þegar þessi „trilluafbrotamaður" var færður að landi. Skarphéðni er skemmt þegar hann segir frá þessari uppákomu og bætir við að í framhaldinu hafi verið lögð fram kæra á hendur honum en greinilegt hafi verið að yfirvöld hafi talið þann kost vænstan að reyna að ná sátt við hann. „Ég sagðist hins vegar vilja fara í fangelsi fyrir þetta brot og krafðist þess að fá góða aðstöðu í fangelsinu til þess að dytta að netum á meðan ég sæti inni. Þetta þótti mönnum út úr öllu korti og sögðu það ekki vanann að dæmdir menn gætu sett fram kröf- ur. Ég benti þá á að ég væri alls ekkert dæmdur maður og ef þeir vildu ná sátt við mig þá yrði það á þennan hátt. Og svona stendur þetta mál enn þann dag í dag, mörgum árum seinna," segir Skarphéðinn og hlær dátt. Hæðir og lægðir í grásleppunni Skarphéðinn er einn af hörðustu grá- sleppuveiðimönnum á landinu og hef- ur 200 net í sjó. Hann segist hafa stundað grásleppuna lengi og stöðugt leitað nýrra miða, enda hafi aðrir allt- af komið á hæla honum á ný svæði. Eigum rafgeyma í allar stærðir bifreiða og vinnuvéla Einnig rúllugeyma íyrir báta og skip RAFGEYMASALAN Dalshrauni 1 Sími 565 4060 34

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.