Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 10

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 10
enginn sá fyrir var að þorskaflinn fór á nokkrum árum úr 300 þúsund tonn- um niður í 150 þúsund tonn og það varð til þess að margir áttu engan veg- inn möguleika og urðu að selja. A samdráttartímanum tókst okkur þó að halda línutvöfölduninni, sem ég held að hafi skipt sköpum fyrir stóran hóp, enda finnst mér það hafa verið mikil mistök þegar hún var síðar afnumin. Einnig tókst að skapa skilyrði fyrir uppbótum gegnum Hagræðingarsjóð og nú hin síðustu ár úthlutun á þorski úrjöfnunarsjóði." Vantar „gólfið'* í sóknardagakerfið í sóknardagakerfinu róa nú um 300 bátar og segir Örn mjög mikilvægt að ná því baráttumáli fram að fá „gólf" í dagafjöldann þannig að fjöldinn fari ekki niður fyrir ákveðið mark. Afli sóknardagabátanna hefur verið góður nú í vor og stefnir í að á næsta fisk- veiðiári fái menn að óbreyttu ekki að róa nema örfáa daga. „Þetta kerfi er óneitanlega mjög stressandi og mikil spenna í því. Ef kerfið hefði innbyggt í sér lágmarksdagafjölda, þá tel ég að ástandið yrði betra, en það er sannar- lega rétt að menn keppast við í þessu kerfi að botnnýta dagafjöldann sinn og veiða sem mest. En þeir eru líka til í sóknardagakerfinu sem nýta ekki sinn dagafjölda." Osanngjarnt að sóknar- stýra vinnsluskipum og smábátum á sama hátt Ósanngirni segir Örn að felist í því að stjórna trilluútgerð á sama hátt og flota stóru vinnsluskipanna. Togararn- ir hafi bætt sér upp samdráttinn hér á heimamiðum með sókn á fjarlægari mið á aiþjóðlegum hafsvæðum eða með því að sækja í nýjar tegundir. Þá sé óhjákvæmilega mismunur á veidd- um afla og lönduðum afla hjá frysti- togurum, en þrátt fyrir það sé kvótinn reiknaður út frá lönduðum afla hvort sem veitt er með trolli eða handfæri. Fólki ofbýður að kerfið sem við erum að byggja upp gangi út á að þeir stóru verði sífellt stærrí og sterkarí. „Trillukarlinn var á sama tíma með allt sitt í þorski og varð því að taka samdráttinn af fullum þunga á sig. Ég varð var við að margar togaraútgerðir sem sóttu í Smuguna eða á Reykjanes- hrygginn voru með fangið fullt af peningum og hagnaðinum var komið í lóg með því að kaupa meiri kvóta. Þessir aðiiar eru síðan að njóta aukn- ingarinnar núna." Þeir smábátasjómenn sem eftir standa í aflamarkshópnum eru þeir sem þraukuðu samdráttarskeiðið en eru loks að sjá möguleika til að lifa þokkalega af útgerðinni á næstu árum. „Aflamarksbátarnir fóru í raun verst út úr samdrættinum en við náðum að halda okkar hlut í sjávarútveginum með því að sækja fram í gegnum krókakerfið. Ef lögum hefði ekki verið breytt árið 1995 og krókabátunum tryggð aukin hlutdeild sem byggðist á veiðum þeirra á samdráttarárunum þá heyrði smábátaútgerðin sögunni til í dag. Það get ég fullyrt," segir Örn. Tíminn vinnur með okkur Með kvótakerfinu á sínum tíma hófst þróun sem enn stendur, þ.e. að að út- gerðunum fækkaði og þær urðu stærri. Smábátaútgerðin hefur heldur ekki farið varhluta af söntu þróun enda hefur smábátum fækkað um 800 frá 1. janúar 1991. „En tíminn vinnur með okkur og ég vil í því ljósi benda á alþjóðasam- þykktir sem íslensk stjórnvöld hafa skrifað uppá og varða t.d. umhverfis- mál. Öll lúta þessi mál að því að efla strandveiðar og hjá því verður ekkert komist. Eins og ég sagði áðan þá höf- um við góðan máistað að verja og við höfum líka lagt mikla og vaxandi áherslu á að fara í samstarf erlendis og fylgjast á þann hátt með framvindu mála í umræðunni um sjávarútvegs- mál. Unnið er að stofnun samtaka strandveiðimanna við Norður-Atlants- haf og slík samtök munu komast á en einnig er Arthur Bogason kominn í stjórn heimssamtaka strandveiði- manna og það er ekki lítill ávinningur af því að geta þannig haft frá fyrstu hendi vitneskju um sameiginleg mál- efni veiðimanna." Fólki ofbýður að þeir stóru verði sífellt stærri Örn telur sig skynja vaxandi vilja meðal alþingismanna að styðja við bak smábátaútgerðar og fela henni stærra hlutverk í byggðalegu tilliti. Nokkuð skorti þó á aðgerðir en tilfinn- ing hans er samt sú að þessa mánuð- ina sé í raun að verða almenn við- horfsbreyting um allt þjóðfélagið sem verði hjálpleg smábátamönnum í bar- áttu þeirra fyrir auknum skilningi á sínum málum. „Fólki ofbýður að kerfið sem við erum að byggja upp gangi út á að þeir stóru verði sífellt stærri og sterkari. Það vantar afl á móti enda er ekki æskilegt að setja öll eggin í eina körfu. Hugsunarhátturinn sem ég er að verða var við er sá að smábátaútgerðin verði þetta mótafl enda hafa margir lagt sig 10 M31R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.