Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1998, Side 48

Ægir - 01.06.1998, Side 48
Knörr ehf áAkranesi sérhæfir sig í breytingum á smábátum úrplasti og tré: Mikil þekking hérlendis í breytingum báta - segir Jóhann Arsœlsson, bátasmiður átastöðin Knörr ehf. á Akranesi sérhœfir sig í breytingum og við- gerðum á trefjaplastbátum og á upp- gangstíma plastbátasmíðinnar var fyrirtœkið umfangsmikið í smíðum. Jóliann Ársœlsson, skipasmiður og framkvœmdastjóri, segir að úrelding- arreglur geri að verkum að lítið er um bátasmíðar í dag en verkefnin snúast fyrst og fremst um að breyta og bœta bátana. í mörgum tilfellum að lengja 48 ÆGIR --------------------- pá verulega ogfá eigendur þar með í hendur burðarmeiri báta og lientugri gangvart vinnuaðstöðu, meðferð afla og fleiri þáttum. Knörr ehf. hefur starfað frá árinu 1971 og í upphafi var smíði trébáta aðal verkefnið. Undir 1980 byrjaði fyr- irtækið að smíða plastbáta og á næsta áratug var sú smíði uppistaðan í starf- seminni en fyrst og fremst var um að ræða 10 tonna plastbáta sem hannaðir Jóhann Ársœlsson, bátasmiður, fyrir framan tœplega 5 tonna bát sem er að ganga í gegnum nokkuð dœmigerða lengingu. Skrokkurinn er sagaður í sundur framstykkið notað áfram en nýr afturhluti byggður og skrokkhlutamir settir saman. Myncl: JÓH voru hjá fyrirtækinu. Frá 1990 hefur ekki verið smíðaður plastbátur hjá Knörr en þeim mun meira verið að gera við breytingar á plastbátum og þar hefur verið af nægum og fjöl- breyttum verkefnum að taka. „Við erum að vinna við báta í stærðarflokknum 3-15 tonn og raunar höfum við lengt hér báta sem hafa verið komnir upp í 22 tonn þegar þeir hafa farið frá okkur aftur," segir Jó- hann Ársælsson í samtali við Ægi. Hann segir að í plastbátunum sé hægt að ganga mjög langt í breytingum því trefjaplastið sé mjög þjált smíðaefni og ódýrara en stál og tré. „Trefjaplastið er þannig efni að ef rétt er að staðið þá verður fullur styrk- leiki í bátum þó þeir séu teknir í sund- ur og lengdir. Ég lengdi fyrsta bátinn árið 1977 og heyrði raunar í eigandan- uin fyrir nokkrum dögum og hann hafði orð á því að það væri enginn vegur að átta sig á því hvar lengingin væri í honum. Það er komin mikil reynsla á trefjaplastefnið í bátum og hér við land hefur það komið afskap- lega vel út," segir Jóhann. Mismunandi ástæður fyrir breytingum báta Forsendur fyrir breytingum á bátum segir Jóhann vera fjöldamargar. „Það er verið að sækjast eftir betra vinnu- plássi, meiri burði, meiri gangi,

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.