Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1998, Qupperneq 35

Ægir - 01.06.1998, Qupperneq 35
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Það kostar oft mikið af netum að vinna ný mið og þú sérð að í gegnum tíðina hef ég farið norður frá Akranesi og er nú kominn á miðin hér við Hvalseyjar. Þetta er svæði sem ég tel mig vera farinn að þekkja mjög vel," segir Skarphéðinn. Trillukarlinn segir að mörgum þyki hann vera sérstakur og þrár og hann kippi sér ekki upp við það. „Ég er mun hjátrúarfyllri en almennt gerist hjá fólki, á ekki trossu númer 13 og er illa við þá tölu. Ég hef lent í mörgum um- ferðaróhöppum 13. september og kann illa við að hafa þá tölu í númer- um bíla sem ég á," segir Skarphéðinn. Hann segir að í grásleppuútgerðinni þurfi oft að sýna sérstaka þolinmæði. Veiðin geti verið mjög sveiflukennd milli ára og sömuleiðis sveiflist verð á hrognum hátt upp og langt niður. Skarphéðinn rifjar upp að eftir eina vertíðina hafi hann átt 180 tunnur af hrognum og verið mjög óánægður með verðið. Þá hafi hann fyrir stuttu verið búinn að endurnýja bátinn og Fiskveiðasjóður hafi farið að ókyrrast yfir því að hann sæti uppi með hrogn- in og hótanir um að bjóða upp þar sem ekki væri staðið í skilum. Nú fór að örla á áhuga kaupenda á hrognun- um og þýskur kaupandi fór að sýna þessu magni áhuga. „Mér fannst hann bjóða of lítið og neitaði að selja honum en hann hækkaði sig og aftur sagði ég nei en loks kom þriðja faxið og þá var hann farinn að nálgast það verð sem ég gat sætt mig við. Enn sagði ég nei og þá sendi hann fax og spurði hvað ég vildi eiginlega fá fyrir hrognin. Ég svaraði um hæl og gaf upp töluvert hærra verð en ég átti von á að geta náð. Þannig héldum við áfram þangað til sátt komst á og hrognin fóru utan. Eft- ir að þau voru komin þangað kom fax um að það vantaði upp á vigt í öllum tunnunum sem ég vissi að var ekki rétt. Þessu svaraði ég strax með því að boða að ég kæmi utan til að skoða málið en tunnurnar mætti ekki snerta. Þá sendi sá þýski skeyti um að þetta væri misskilningur og mín ferð væri óþörf. Þetta eru einhver skemmtileg- ustu viðskipti sem ég hef átt og hing- að kom sá þýski í heimsókn og við buðum hver öðrum í mat og höfðum viðskipti í nokkur ár. Svona getur fylgt þessum bransa," segir Skarphéðinn og glottir. Höfnin á Akranesi nálgast nú óðfluga og fyrr en varir eru hrogna- tunnurnar þrjár komnar upp á bryggju. Átján tíma túr er lokið en þessi innsýn í heim grásleppukarlanna á Faxaflóa undirstrikar að fátt er betra en að vera á smábát úti á sjó á slíkum góðviðrisdögum sem þessum. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins ril sruÖnings viÖ sjávamTveginn Þegar framleiðsla matvæla er annarsvegar er að mörgu að huga. • hvað þarf ég að gera til að framfylgja lögum og reglum • hverjar eru hætturnar • hvernig er best staðið að framleiðsluferlinu • hvað með geymsluþol, hreinlæti og fleira Rf býður upp á mikla reynslu og þekkingu og er vel í stakk búin til að þjóna íslenskum matvælaiðnaði. Hafðu samband Reykjavík 562 0240 562 0740 ísafjörður 456 3768 456 4789 Akureyri 462 5725 462 5216 Neskaupstaður 477 1250 477 1923 Vestmannaeyjar 481 1471 4813114 http://www.rfisk.is info@rfisk.is isa@rfisk.is akur@rfisk.is nes@rfisk.is vest@rfisk.is ÆGIR 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.