Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1998, Page 30

Ægir - 01.06.1998, Page 30
sín smábátasjómenn, búa þeim að- stöðu og tryggja þannig tekjur af því að hafa þá á staðnum. Það væru ör- ugglega margir tilbúnir til að koma og gera út héðan ef betri aðstaða væri fyr- ir hendi og það skapar okkur tekjur til sveitarfélagsins," segir Bergur. Sóknardagakerfið hefur þróast út í of mikið kapphlaup Bergur segir engu ofaukið í því slag- orði að smábátar skapi þrisvar sinnum fleiri störf. Útgerð smábáta sé mjög atvinnuskapandi, til að mynda línuútgerðin en við út- gerð á einum báti á línu sé óhætt að reikna með fimm störfum þegar upp er staðið. Bergi þykir sóknardagakerfið hafa þróast út í alltof mikið kapphlaup þar sem menn kepp- ist við að nýta sína sóknardaga og halda út allan sólarhringinn. Slíkt líkist meira hreinni villi- mennsku en hefðbundinni sjó- mennsku. Sumir verði heppnir með afla og aðrir ekki. Þessi mynd af handfæraútgerð sé allt önnur en margir vilji sjá. „Því má ekki gleyma að handfæra- veiðar eru sá grunnur sem við byggj- um á í okkar sjávarútvegi frá fornu fari. Smábátaútgerðin verður að vera til staðar þannig að eldri og reyndir sjómenn af öðrum skipum geti haft þennan útveg til að snúa sér að þegar þeir hætta á stærri skipunum en það verður líka að vera hægt að komast inn í þessa grein og skapa sér þar at- vinnugrundvöll. Það er að verða ógjörningur í dag og þar með sé ég ekki hvernig á að verða nauðsynleg endurnýjun á fólki til að stunda smá- bátaútgerð. Þegar þannig háttar þá er til lítils að tala um þjóðareign á auð- iindinni þegar það fær bara ákveðinn hluti að nýta hana," segir Bergur. Handfæraveiðarnar verði gefnar frjálsar Framtíðin mun leiða í ljós hvort veru- leg uppstokkun verður gerð á sjávarút- vegsmynstrinu á íslandi en Bergur seg- ist vilja sjá smábátaútgerðina þannig að menn geti stundað hana af krafti yfir sumartímann en látið bátana liggja yfir háveturinn. „Ég sé alveg fyrir mér að okkur verði úthlutað fimm til sex mánuðum á ári til að veiða frjálst en að við fengjum ein- göngu að veiða á handfæri en mættum ráða því hvernig við nýttum þennan tíma. Þá væru menn komnir í róðrakerfi yfir sumarmánuðina á handfærum á eðlilegan máta. Ég hef fulla trú á að þetta sé hægt þegar línan er farin út. Það var línan sem sprengdi þennan mögu- leika af okkur en ef veiðarnar væru takmarkaðar við handfærin þá er ég ekki í vafa um að það mætti gefa kerf- ið frjálst. Afkastagetan á línunni er mjög mikil en ef handfærin eru ein og sér þá þurfa menn ekki að hafa svo miklar áhyggjur af því að rnagnið verði svo verulegt sem veiðist. Það sjá- um við bara á tölum um veiðar á handfæri, miðað við fjöldann sem þennan veiðiskap stundar," segir Berg- ur og bætir við að frjálsar handfæra- veiðar með þessu móti mættu gjarnan innihalda reglur um að menn tækju alfarið frí um helgar og þar með yrði þetta manneskjulegri útgerð. Smábátarnir geta hjálpað landsbyggðinni Þegar talað er um frjálsar veiðar vakn- ar alltaf sú spurning hvort slíkt boði ekki um leið sprengingu í afla. Bergur bendir á að þorskurinn taki ekki krók- ana á vissum tíma þannig að í raun skammti hann sjálfur aflann og til við- Smábátahöfnin í Grundarfiröi. Bergur segir að mikil fjölgun smábáta hafi oröið á staðnum á síðustu árum og raunar séu smábátarnir aðal atvinnuuppsveiflan í Grundarfirði. Myndir: ]óh „Ég sé alveg fyrir mér að okkur verði úthlutað fimm til sex mánuðum á ári til að veiða frjálst en að við fengjum eingöngu að veiða á handfœri en mœttum ráða pví hvernig við nýttum þennan tíma 30 MIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.