Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1998, Side 33

Ægir - 01.06.1998, Side 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Fumlaust ganga skyldustörfin fyrir sig um borð. Skarphéðinn sér um að draga en Sœvar tekur úr netunum og sker síðan grásleppuna. Og veðrið er ekki til að spilla fyrir vinnugleðinni - einmuna blíða og varla að ský dragi fyrir sólu. unum. „Svona vill maður hafa þetta. Á bestu vertíðunum eru oft margar á lofti," segir Skarphéðinn þegar þrjár grásleppur koma í netunum upp úr haffletinum. Síðan koma langir kaflar sem næsta lítið er í annað en ýmis krabba- og sníkjudýr sem hafa fengið ást á netunum. Einn og einn þorskur slæðist með, sumir glænýir og spriklandi en aðrir hafa verið lengur og eru orðnir heldur daprir. Flestir fara fyrir borð aftur og þeir félagar segja þorskinn lítið fagnaðarefni í grá- sleppunetunum vegna þess að hann berjist um og komi hnút á netin sem grásleppan geri aftur á móti ekki. Nokkrir fuglar koma líka í netunum en harla merkilegt er að ekki skuli koma meira af þeim í netin miðað við alla fuglamergðina sem er í eyjunum í kring. Þannig líður dagurinn áfram og brátt sér fyrir endann á drættinum. Það er tekið stutt hlé fyrir kaffitíma og Sœvar sker grásleppuna og hrognin streyma í tunnuna. Myndin /ÓH fljótt upp úr fjögur síðdegis er síðasta trossan farin aftur í sjó og byrjað að þrífa. Aflinn er nánast sá sami og í næsta túr á undan - þrjár fullar tunnur af grásleppuhrognum. Og þá eru hald- ið í land á nýjan leik. Byrjaði 10 ára gamall „Ég byrjaði að róa þegar ég var 10 ára gamall norður á Ströndum og þá fór- um við frændur tveir að gera út bát. Við fengum horn í húsinu hjá pabba til að salta og unnum þannig fyrir okkur með fiskverkun," segir Skarp- héðinn og fer ekki leynt með að hann hafi alla ævi verið sjómaður og trillu- karl af lífi og sál. „Ég týndi að vísu 10 árum úr æv- inni þegar ég var að vinna í sementinu á Akranesi. Mér fannst mikill léttir að komast aftur á sjóinn," segir hinn 74 ára gamli trillukarl sannfærandi. Mcm 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.