Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 46

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 46
Yfir tuttugu mílna ganghraði með fulla lestun Upp úr 1980 var framleiddur fyrsti Sóma 800 báturinn sem var þróaður sem hraðfiskibátur. Óskar segir að í byrjun hafi mönnum þótt ótrúlegt að þessir bátar gætu rutt sér til rúms í ís- lenska smábátaflotanum en raunin hefur orðið önnur. „Við komum fram með Sóma 860 árið 1991 og hann er uppistaðan í okkar framleiðslu í dag. Skrokkur þessa báts er mjög mikið þróaður og hefur tekið miklum breytingum í þá veru að verða burðarmeiri og með meiri mýkt þannig að báturinn verði skemmtilegri á lensi. Bátarnir þurfa líka að vera með lítið vindhaf þannig að þeir taki ekki of mikinn vind á sig og þannig má áfram telja þætti sem taka þarf tillit tii í þróunarvinnunni. Loks er það svo burðargetan og að fiskikörin komist fyrir með góðu móti í bátnum," segir Óskar og bætir við að lengi vel hafi þeirra helsta vandamál í smíðinni ver- ið að kraftmeiri vélunum hafi fylgt of mikill þungi sem tekið hafi frá burðar- getunni. „Breytingin varð þegar Volvo þróaði léttari en kraftmeiri Volvo Penta vélar og þá vorum við komnir með í hend- urnar báta sem geta gengið 30 mílur tómir og skilað yfir 20 mílum með lestun. Við erum að ná í nýjustu bát- unum hraða upp á tæpar 25 mílur með þriggja tonna lestun og það er í rauninni einstakt miðað við það sem við sjáum í bátaframleiðslu í heimin- um, " segir Óskar og neitar því strax að komið sé að endimörkum í útfærslu- möguleikum á Sómabátunum. „Nei, ég sé fyrir mér að við eigum eftir að geta fengið meiri burðargetu í bátana og að þeir plani með meiri lest- un. Það er stefnamál okkar en við verðum líka að hafa í huga að búnað- ur um borð í bátana er líka þungur, t.d. línukerfi, og hann tekur frá burð- argetunni. Hins vegar er yfirferðin sá helsti kostur sem Sómabátarnir hafa enda er það bara tímaeyðsla að menn séu að dugga á einhverjum 8-10 míl- um. Því til viðbótar er hraðinn og yfir- ferðin mikið öryggisatriði þegar allra veðra er von með skömmum fyrirvara á íslenskum strandmiðum," segir Ósk- ar. Keppa á erlendum mörkuðum við íslenska úreldingarbáta Árið 1987 reyndi Bátasmiðja Guð- mundar fyrir sér með Sómabátana á markaði í Færeyjum og þar fengu bát- arnir góðar viðtökur. Gallinn var sá að verndartollar gerðu að verkum að inn- flutningur var óhagstæður og á tíma- bili var reynt að smíða Sómabátana í dótturfyrirtæki í Færeyjum en sá rekst- ur var erfiður eins og allt annað á þess- um tíma í Færeyjum. í framhaldi af þessu voru bátarnir sýndir á Græn- landi og þar náðist ágætur árangur í sölu en bátarnir eru í harðri sam- keppni við nýlega báta frá íslandi sem héðan eru seldir vegna úreldingar. „Það er erfitt að keppa við úrelding- arbátana en við höfum orðið varir við að margir eru að selja úreldingarbáta til Grænlands undir því yfirskini að þetta séu Sómabátar. Þannig reyna margir að nota misnota okkar vöru- Þeir hafa löngurn verið framsýnir hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Fyrir nokkru byrjuðu þeir feðgar Guðmundur Lárusson, bátasmiðjur og Óskar, sonur hans, að útfcera Sómabátinn í 30 tonna bát sem er 15 metrar að lengd. Byrjað er að smíða bátinn en verkefnið víkur þó þegar mikið er að gera í framleiðslu minni bátanna. „Við erum í rauninni að tala um skip þegar komið er upp í þessa stœrð en í þessum báti viljum við sjá burðargetu upp á 10 tonn af fiski og að báturinn geti náð 20 mílna liraða fulllestaður. í bátnum verða tvœr 600 hestafla vélar og í okkar augum gœti þetta orðið mjög skemmtilegur línubátur og sömuleiðis netabátur," segir Óskar. 46 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.