Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1998, Side 46

Ægir - 01.06.1998, Side 46
Yfir tuttugu mílna ganghraði með fulla lestun Upp úr 1980 var framleiddur fyrsti Sóma 800 báturinn sem var þróaður sem hraðfiskibátur. Óskar segir að í byrjun hafi mönnum þótt ótrúlegt að þessir bátar gætu rutt sér til rúms í ís- lenska smábátaflotanum en raunin hefur orðið önnur. „Við komum fram með Sóma 860 árið 1991 og hann er uppistaðan í okkar framleiðslu í dag. Skrokkur þessa báts er mjög mikið þróaður og hefur tekið miklum breytingum í þá veru að verða burðarmeiri og með meiri mýkt þannig að báturinn verði skemmtilegri á lensi. Bátarnir þurfa líka að vera með lítið vindhaf þannig að þeir taki ekki of mikinn vind á sig og þannig má áfram telja þætti sem taka þarf tillit tii í þróunarvinnunni. Loks er það svo burðargetan og að fiskikörin komist fyrir með góðu móti í bátnum," segir Óskar og bætir við að lengi vel hafi þeirra helsta vandamál í smíðinni ver- ið að kraftmeiri vélunum hafi fylgt of mikill þungi sem tekið hafi frá burðar- getunni. „Breytingin varð þegar Volvo þróaði léttari en kraftmeiri Volvo Penta vélar og þá vorum við komnir með í hend- urnar báta sem geta gengið 30 mílur tómir og skilað yfir 20 mílum með lestun. Við erum að ná í nýjustu bát- unum hraða upp á tæpar 25 mílur með þriggja tonna lestun og það er í rauninni einstakt miðað við það sem við sjáum í bátaframleiðslu í heimin- um, " segir Óskar og neitar því strax að komið sé að endimörkum í útfærslu- möguleikum á Sómabátunum. „Nei, ég sé fyrir mér að við eigum eftir að geta fengið meiri burðargetu í bátana og að þeir plani með meiri lest- un. Það er stefnamál okkar en við verðum líka að hafa í huga að búnað- ur um borð í bátana er líka þungur, t.d. línukerfi, og hann tekur frá burð- argetunni. Hins vegar er yfirferðin sá helsti kostur sem Sómabátarnir hafa enda er það bara tímaeyðsla að menn séu að dugga á einhverjum 8-10 míl- um. Því til viðbótar er hraðinn og yfir- ferðin mikið öryggisatriði þegar allra veðra er von með skömmum fyrirvara á íslenskum strandmiðum," segir Ósk- ar. Keppa á erlendum mörkuðum við íslenska úreldingarbáta Árið 1987 reyndi Bátasmiðja Guð- mundar fyrir sér með Sómabátana á markaði í Færeyjum og þar fengu bát- arnir góðar viðtökur. Gallinn var sá að verndartollar gerðu að verkum að inn- flutningur var óhagstæður og á tíma- bili var reynt að smíða Sómabátana í dótturfyrirtæki í Færeyjum en sá rekst- ur var erfiður eins og allt annað á þess- um tíma í Færeyjum. í framhaldi af þessu voru bátarnir sýndir á Græn- landi og þar náðist ágætur árangur í sölu en bátarnir eru í harðri sam- keppni við nýlega báta frá íslandi sem héðan eru seldir vegna úreldingar. „Það er erfitt að keppa við úrelding- arbátana en við höfum orðið varir við að margir eru að selja úreldingarbáta til Grænlands undir því yfirskini að þetta séu Sómabátar. Þannig reyna margir að nota misnota okkar vöru- Þeir hafa löngurn verið framsýnir hjá Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði. Fyrir nokkru byrjuðu þeir feðgar Guðmundur Lárusson, bátasmiðjur og Óskar, sonur hans, að útfcera Sómabátinn í 30 tonna bát sem er 15 metrar að lengd. Byrjað er að smíða bátinn en verkefnið víkur þó þegar mikið er að gera í framleiðslu minni bátanna. „Við erum í rauninni að tala um skip þegar komið er upp í þessa stœrð en í þessum báti viljum við sjá burðargetu upp á 10 tonn af fiski og að báturinn geti náð 20 mílna liraða fulllestaður. í bátnum verða tvœr 600 hestafla vélar og í okkar augum gœti þetta orðið mjög skemmtilegur línubátur og sömuleiðis netabátur," segir Óskar. 46 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.