Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1998, Side 21

Ægir - 01.06.1998, Side 21
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI af vinnumönnum til sjóróðra. Nánast öll heimili á landinu þurftu á fiskmeti að halda og veiðar á vetrarvertíð mið- uðu fyrst og fremst að því að afla til innanlandsneyslu en það sem umfram var, var flutt út. Um miðja 18. öld er talið, að liðlega 60 af hundraði alls fiskafla lands- manna hafi farið til neyslu inn- anlands. Það hlutfall kann að hafa verið nokkru lægra á fyrri öldum, en þó er ólíklegt að meira en helmingur aflans hafi nokkru sinni verið flutt utan. Vertíðaskipanin setti mark sitt á þjóðlífið og stuðlaði að ferðum og flutningi fólks á milli landshluta. í upphafi hvers einasta árs tóku ver- menn, þ.e. þeir menn sem áttu að sækja sjó úr verstöðvum á Suður- og Vesturlandi, að búa sig að heiman. Um miðjan janúar lögðu þeir, sem lengsta leið áttu fyrir höndum, upp og héldu fótgangandi til útróðrarstað- anna á Suðurnesjum, Snæfellsnesi og Vestfjörðum. Þeir, sem lengst áttu, voru 10-12 daga á leiðinni, aðrir skem- ur, en allir ferðuðust fótgangandi og báru þungar byrðar, fatnað, nesti og annað sem þeir þurftu á að halda í verinu. Var það mikil mannraun að ferðast þannig yfir fjöll og firnindi um hávetur, þegar allra veðra var von. Oft urðu miklir mannskaðar í verferðum þessum, þegar stórhríð brast á hópana á fjöllum uppi. Þá náðu sumir til byggða við illan leik en aðrir urðu úti. Mesti mannskaðinn mun hafa orðið í janúarmánuði 1588. Þá brast á fárviðri á Pálsmessu og urðu tugir norðlenskra vermanna úti, en margir þeirra sem af komust, misstu hendur og fætur vegna kals. Þegar í verið kom, tóku menn sér bólstað í verbúðum, en ávallt bjuggu þó einhverjir heima á bæjum, ef þeir reru á útvegi heimabænda. Verbúðirn- ar voru hlaðnar af torfi og grjóti og oft var vist- in þar harla kalsöm. Þær voru misjafn- ar að stærð en algeng- ast var að hver skips- höfn, 7- 13 manns, byggi saman í verbúð. Fyrir aldamótin 1700 hófst vetrar- vertíð á Suðurlandi á Pálsmessu, 25. janúar, og stóð til 1. maí. Eftir 1700 hófst vertíðin 2. febrúar og stóð til 11. maí. f vertíðarbyrjun áttu allir ver- menn að vera komnir til skips og hófust þá róðrar og var róið hvern virkan dag sem veður gaf, allt til ver- tíðarloka. Að lokinni vetrarvertíð hófst vorvertíð og stóð fram til Jónsmessu. Þá var sjór einkum sóttur af heima- mönnum í verstöðvunum en vermenn úr fjarlægum landshlutum héldu til síns heima. Þeir komu sumir aftur til róðra á haustvertíð, sem hófst 23. september og stóð til jóla, en víða voru þó aðeins heimamenn við sjó á þessum árstíma. Á árabátaöld sóttu íslendingar sjó með líkum hætti og tíðkaðist í öðrum löndum við austanvert Norður-Atl- antshaf. Skipin voru árabátar og var stærð þeirra yfirleitt miðuð við ára- fjölda, þeir nefndir, sex-, átt- tein- og tólfæringar. Skipverjar voru oftast jafnmargir og árarnar og formaður að auki. Handfærið var algengasta veiðar- færið, en í sumum landshlutum, eink- um þó á Vestfjörðum, voru lóðir not- aðar allt frá því á 16. öld. Skipin voru misstór eftir verstöðv- um, en algengustu stærðir vertíðar- „Þegar á allt er litið mun ekki of- sagt; að ekkert atvinnutœki hafi verið smíðað á íslandi, er hentaði jafiwel aðstœðum og tilgangi sín- um og íslenski árabáturinn." skipa á Suðurnesjum og við Breiða- fjörð voru átt- og teinæringar, en sexæringar á Vestfjörðum. Tólfæringar voru mun fáséðari. Gerðir bátanna og byggingarlag var hins vegar mjög mis- munandi og réðst af aðstæðum á hverjum stað. Þannig voru bátar, sem notaðir voru við brimsandana á suður- ströndinni, í mörgu frábrugðnir bát- um á Suðurnesjum, Breiðfirðingar höfðu báta með sínu lagi o.sv. frv. Þeg- ar á allt er litið mun ekki ofsagt, að ekkert atvinnutæki hafi verið smíðað á íslandi, er hentaði jafnvel aðstæðum og tilgangi sínum og íslenski árabátur- inn. JDTRON BJARGHRINGS■ W TRON 4F er ætlað til notk- unar í bátum, skipum og á bryggjum. Ljósið er losað með einu handtaki og fleygt í sjó með bjarghring. í festingum er Ijósið á hvolfi því skynjari kveikir á því sjálfkrafa er það réttir sig við í sjónum og blikkar 50 sinnum á mínútu. (© UPPLYSINGAR ÍSÍMA 561 1055 IPRÓFUN HF. ÁGIR 21

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.