Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 13

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 13
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI segir að sá sem ætlar að fara inn í smá- bátaútgerð þurfi 40-50 milljónir króna til að koma undir sig útgerð sem geti framfleytt viðkomandi. „Já, menn yrðu að leggja allt undir, veðsetja allt sitt og allra ættingjanna og fá svo lánuð krítarkort hér og þar," segir Kristján hlæjandi en að gamn- inu slepptu segir hann að menn verði að vera opnir fyrir öllum tækifærum til að auka tekjurnar. „Mér finnst kerfið í kringum þetta vera orðið svo vitlaust og brjálæðislegt að útgerð er að verða að ófreskju sem enginn maður getur komið nálægt. Það er búið að reyna margoft að drepa smábátaút- gerðina en það verður erfitt. Smábáta- sjómenn eru þrár hópur sem heldur fast saman og ver grimmt sinn rétt til að fá að stunda þessa atvinnu í friði. Mér finnst líka alveg nauðsynlegt að gefa eldri sjómönnum, sem eru að hætta á stóru skipunum, tækifæri til að skipta yfir í smábátasjómennsku því þeir hverfa ekki auðveldlega að öðrum störfum í landi. Og að sama skapi verð- ur að viðurkennast að smábátasjó- mennskan er góður skóli fyrir unga sjómenn og að mínu mati mun betri skóli en Sæbjörgin." Hundrað tonna afli á þremur mánuðum Ölver ÍS er á þorskaflahámarki og fékk úthlutað á yfirstandandi fiskveiðiári tæpum 108 tonnum. Þessu til viðbótar hefur Kristján keypt 15 tonna kvóta en 20 tonn af kvótanum veiddi hann síð- astliðið haust. í lok mars byrjaði hann aftur að róa og þessa dagana er hann að ljúka við þennan rösklega 100 tonna kvóta. Kristján segist ekki muna eftir öðru eins aflavori og þó talað hafi verið um gott aflasumar hjá smábátun- um í fyrra þá slái þetta sumar það auð- veldlega út. Kristján segist ekki þakka þennan mikla afla friðunaraðgerðum heldur séu mjög góð náttúruleg skilyrði í sjón- um í aðalhlutverki. Til að mynda hafi mikið af loðnu verið í Djúpinu í vor og í hana sæki þorskurinn. Kristján er með þrjár færavindur á Ölveri og segir að á stundum verði álagið mikið, en oftast geti einn maður annað vindunum þremur. „Já, dagarnir eru miserfiðir en ein- hvern veginn er það svo að maður sækir alltaf í þetta starf, sumar eftir sumar. Þetta er frjálslegt líf þar sem fer saman frelsi, frí og ánægja. Og þegar vel árar, eins og núna, þá er afkoman ágæt en þau hafa líka verið mörg sumrin sem hafa verið þung," segir Kristján. Yfir vetrartímann býr Kristján ásamt eiginkonu sinni í Hafnar- firði þar sem þau eiga lögheimili en á vorin fara þau vestur á æskustöðvarnar í Bolungarvík þar sem hann ver sumartíman- um á sjónum. Kristján segist vilja sjá breytingu á fiskveiðiára- mótunum þannig að þau miðist við almanaksáramótin í stað 1. september, eins og nú er. Með því móti væru menn ekki reknir til að halda smábátum úti á haustin heldur væri sumartíminn betur nýttur og bátunum síðan lagt yfir veturinn. „Það er með þessu verið að neyða Nýjir bátarafgeymar TUDOR hefur hannað nýja línu bátarafgeyma sem hafa ýmsa kosti yfir eldri gerðir Lokaðar sellur - mega halla 90° Eitt útöndunarop - má tengja slöngu • Fljótari að hlaðast upp en aðrar gerðir g=% = 1 yp • Meiri startkraftur en fyrr wwwwwmw ni-= . Margfalthristingsþol miðaðviðaðra BlLDSHÖFÐA 12 • 112 REYKJAVlK • Ein gerð bæði fyrir start og neyslu SlMI 577 1515 • FAX 577 1517 __________________________ „Ég gœti alveg eins látið loka mig inni í steininum eins og að vera á togunmum. Smábátasjómennskan er öll miklu mannlegri." ÆGffi 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.