Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 22

Ægir - 01.06.1998, Blaðsíða 22
_<*nan Gamli og nýi tíminn í bátunum Þessi mynd sem tekin var í Ólafsvíkurhöfn sýnir vel þá próun sem orðiö hefur í smábátum hér á landi. Afopnu bátunum hafa tekiö viö stœrri og kraftmeiri hátar, tré hefur vikiö fyrir plasti og litlar bátavélar fyrir margfalt öflugri mótorum. Mynd: [óh Sjóferðir stóðu tíðast í sex til tólf klukkustundir, en sjaldan lengur ef menn náðu lendingu í heimavör. Venjan var sú að róið væri snemma morguns og komið aftur að landi síð- degis, en þetta fór þó ávallt nokkuð eftir aflabrögðum. Verstöðvar voru flestar þannig staðsettar að skammt væri að róa á mið, víðast 1-3 klukku- stundir og algengast var að menn væru að veiðum 4-6 tíma á dag. Þegar mikið aflaðist gátu sjóferðir þó tekið skemmri tíma og þá var stundum róið tvisvar sama dag. Sjóferðir á opnum bátum við ís- landsstrendur að vetrarlagi gátu verið mikil þrekraun og oft urðu mikil sjó- slys þegar veður versnaði skyndilega. Á nánast hverju ári fórust fleiri eða færri skip hér við land, tíðast með allri áhöfn. Mest urðu slysin undir lok 17. aldar. Árið 1685 fórust alls 20 skip hér 22 ÆGiIR -------------------------- við land og með þeim 174 menn og árið 1700 drukknuðu 185 sjómenn hér við iand, þar af 165 á einum degi, 8. mars. Hafa aldrei jafn margir menn farist í sjó við íslandsstrendur á einum degi. Aflabrögð og fiskverkun Vitneskja okkar um aflabrögð á fyrri öldum er afar takmörkuð. Engar töl- fræðilegar heimildir eru tiltækar fyrr en kemur fram á síðara hluta 19. aldar og um fyrri aldir er helst hægt að styðjast við frásagnir annála. Þeir greina þó aldrei frá afla í tölum, segja aðeins að hann hafi verið „lítill", „góður", „í meðallagi" o.sv. frv. Af þessu má að sönnu fá nokkra heildar- mynd og við getum t.a.m. gengið út frá því að aflabrögð hafi almennt verið betri á einni öld en annarri, en mikið lengra ná þessar frásagnir ekki. Jón Jónsson, fiskifræðingur, hefur gert athyglisverðar tilraunir til að áætla aflabrögð á fyrri öldum út frá frásögnum annála og upplýsingum um innanlandsneyslu og útflutning á skreið. Þessar tölur eru áætlaðar og geta aldrei verið annað en vísbending, en þær benda til þess að í góðum árum hafi oft aflast feikimikið á ára- bátana, jafnvel allt að 40 þúsund smá- lestum á vetrarvertíðinni. Á fyrri öldum var langmestur hluti fiskafla íslendinga verkaður í skreið, þ.e.a.s. þurrkaður. í þessu efni nutu ís- lendingar iegu landsins á hnettinum, en loftslag hér á landi hentaði einkar vel til skreiðarverkunar. Skreiðarverk- unin var í raun sáraeinföld og til- kostnaður við hana tiltölulega lítill. Þegar skip komu að landi var aflanum skipt og gert að honum, fiskurinn hausaður og flattur og síðan-lagður í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.