Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 5

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 5
Pétur Bjarnason, formaður Fiskifélags Islands: SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Tímamót hjá Fiskifélagi íslands iskifélag íslands á sér mikla og glæsta sögu. Það var stofnað árið 1911 af helstu framámönnum í íslensku þjóðlífi, á tímum þegar þörfin fyrir framfarasinnuð sjónarmið var æpandi. Fiskifélagið var allt í senn: framfarafélag, hagsmunagæslufélag, stjórnsýslustofnun og hagsýslu- stofnun. Umhverfi félagsins hefur auðvitað breyst í tímans rás og starfsemi félagsins hefur tekið mið af þeim breytingum. Vitanlega sýnist sitt hverjum um þær breytingar sem ráðist hefur verið í á hverjum tíma, en upp úr stendur að starfsemi félagsins þarf að miðast við hvernig umhverfið er en ekki hvernig mönnum finnst að það ætti að vera. Á auka Fiskiþingi sem haldið var í mars s.l. voru gerðar viðamiklar skipulagsbreytingar á aðild að Fiskifélagi íslands. Þá var ákveðið að einungis helstu hagsmunasamtök í íslenskum sjávarútvegi skyldu kjósa fulltrúa á Fiskiþing og hvaða hlutfall skyldi vera á milli aðila. Fiskiþing í þessari breyttu mynd endurspeglar þannig íslenskan sjávarútveg betur en nokkru sinni áður. Þá var einnig ákveðið að umfjöllunarefni Fiskiþings skyldu vera þau sem varða sjávarútveginn í heild en ekki þau mál sem aðilar innan hans eru að sækja gegn hverjum öðrum. Að lokum var ákveðið að verkefni Fiskifélagsins skyldu vera mál sem varða heildarhagsmuni sjávarútvegsins og samstaða er um að sinna. Síðan Fiskiþing var haldið hefur umhverfið enn tekið breytingum. Ljóst varð að ekki var lengur áhugi hjá sjávarútvegsráðuneytinu á að Fiskifélagið héldi áfram að vinna þau verkefni varðandi gagnaöflun og úrvinnslu, sem félagið hefur sinnt mörg undanfarin ár. Verktöku fyrir sjávaútvegsráðuneyti á þessu sviði lýkur um næstu áramót. Þar sem sú vinna hefur verið viðamesta verkefni félagsins er ljóst að þessar breytingar hafa víðtæk áhrif á starfsemi þess. Á þessum tímamótum er vert að hafa eftirfarandi í huga: Það er víðtæk samstaða um að sjávaútvegurinn þarfnist sameiginlegs vettvangs eins og Fiskifélagið er. Það er líka fullur skilningur á að mörg brýn verkefni sjávarútvegsins eru þess eðlis að samstöðu allrar greinarinnar þarf til að þeim verði sinnt. Og að síðustu er ljóst að Fiskifélagið býr yfir getu - bæði fjárhagslegri og hvað mannafia snertir - til þess að sinna nokkrum þeirra verkefna, sem þörf er á að sinna. Stjórn Fiskifélags íslands er þessa dagana að taka ákvarðanir um næstu skref félagsins í átt til breyttra tíma. Það er ákveðið að Fiskistofa og Hagstofa munu taka við flestum þeim verkefnum á sviði gagnaöflunar og - úrvinnslu, sem Fiskifélagið hefur annast. Stjórnin hefur ákveðið að leigja Fiskistofu húsnæði félagins í Höfn við Ingólfsstræti og það er nokkuð ljóst að þeim starfsmönnum félagsins, sem ekki halda áfram í vinnu hjá félaginu, verður boðið að starfa áfram við sambærileg störf hjá nýjum vinnuveitanda. Fiskifélagið mun byrja á nýjum stað um áramót og hugmyndir stjórnar félagsins miða við að í upphafi verði starfsmenn fimm. Helstu verkefni félagsins verða á sviði umhverfismála, en virkari þáttaka sjávarútvegsins í þeirri umræðu er knýjandi. Auk þessa mun félagið sinna útgáfumálum og öðrum verkefnum, sem ekki er ástæða til að tilgreina nánar hér. Það er ekki óeðlilegt að upp komi efasemdarraddir um réttmæti þeirra leiða sem stjórn Fiskifélagsins og aðstandendur þess eru að feta. Sem betur fer eru þeir margir sem bera í brjósti hlýjar tilfinningar til Fiskifélags íslands og stendur ekki á sama um hag þess. Hins vegar er rétt að benda á að þær breyttu áherslur, sem standa fyrir dyrum á starfsemi Fiskifélagsins, miða frekar að því að færa markmið þess í átt að viðhorfi frumherjanna fremur en frá þeim. íslenskur sjávarútvegur þarf á sameiginlegum samstarfsvettvangi að halda til þess að leggja grunn að framfarasinnuðum hugmyndum, sem komið verði í verk. Á þann hátt mun Fiskifélag íslands áfram gagnast íslenskum sjávarútvegi til langrar framtíðar. mm 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.