Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 13

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 13
Fjarskipti í sjávarútvegi SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI í raun má segja að um þrjá kosti sé að velja ef t.d. verður slys um borð í skipi úti á sjó. Skipstjórnendur geta sjálfir búið um sár, kallað í þyrlu eða snúið skipinu til lands. „Með þessari tækni, sem við erum að þróa, geta áhafnir leitað sér ai- mennrar læknisþjónustu beint til lækna. Ef um áverka er að ræða þá er hægt að taka stafrænar myndir af þeim, senda til sjúkrahúss og þar tekur læknir við myndunum upp á skjá og ef hann ákveður að búa skuli um sár um borð þá getur hann leiðbeint með músarbendli inn á tölvumyndinni um umbúðirnar og þær leiðbeiningar koma fram á sömu tölvumynd á skjánum um borð. En fyrst og fremst hjálpar þessi möguleiki læknunum við sjúkdómsgreiningu og að taka ákvörð- un um hvort fara eigi fram á að skip- um sé snúið með sjúkling í land eða hvort sjúkraþyrla skuli send," segir Jón Bragi. Viðamikið tilraunaverkefni Þörfin fyrir tengingu við sjúkrahús er mest hjá þeim skipum sem eru fjærst landi. Eini möguleiki þessara skipa á sendingu tölvugagna í land er í gegn- um gervihnattasíma og segir Jón Bragi að vegna þess hversu lítil flutningsget- an er í því kerfi þá verði þess nokkuð að bíða að mögulegt verði að hafa opna línu með lifandi myndum. Skyn ehf. vinnur náið með Sjúkra- húsi Reykjavíkur og Landspítalanum og leitaði til útgerðaraðila um að taka þátt í tilraunaverkefninu og segir Jón Bragi að það muni standa út næsta ár. Komið verður á sambandi milli skip- anna og slysadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og sendar tilraunamyndir og reynt að líkja á allan hátt eftir að- stæðum sem upp geta komið. Að sjálf- sögðu mun svo búnaðurinn verða not- aður ef upp koma veikinda- eða slysa- tilfelli. Opnar fleiri möguleika Jón Bragi segir markmiðið að setja saman pakka til að bjóða útgerðum og í honum verður bæði hugbúnaður og vélbúnaður sem nauðsynlegur er. „Með þessum tækjum verður hægt að taka stafrænar myndir, hjartalínurit og annað sem tengist fjarlækningum. Hins vegar opnar þetta líka annan möguleika fyrir útgerðirnar og hann er sá að hægt er að taka stafrænar ljós- myndir um borð, t.d. varðandi bilanir, og senda þær í land til að fá ráðlegg- ingar um viðgerðir. Þannig mun bún- aðurinn líka vinna sem samskiptabún- aður milli skips og útgerðar," segir Jón Bragi en að hans mati eru útgerðar- menn áhugasamir um að nýta búnað- inn til fjarlækninga. Þeir þekki þá erf- iðu stöðu sem komi upp í veikinda- og slysatilfellum úti á sjó og taki fagn- andi tækni sem hjálpi til við slíkar að- stæður. „Útgerðarmennirnir skilja vel þörf- ina en þeir vilja sjá að þetta gangi upp. Með þeim prófunum sem nú standa yfir erum við að átta okkur á hver þörfin er og hvernig skuli haga sam- setningu búnaðarins þannig að hann nýtist sem allra best," segir Jón Bragi. Sjúkrahús Þannig eru samskipti skips og sjúkrahúss hugsuö. Með búnaöinum sem Skyn ehf. er aö setja saman, geta sjómenn sótt sér aimenna lœknisþjónustu utan afmiðum. Mikilvcegasti þátturinn kann þó að vera í slysatilfellum þegar fyrstu viðbrögð geta skipt öllu máli. mir 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.