Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 17

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 17
Fjarskipti í sjávarútvegi SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Vinnsluskip nútímans búin fullkomnum upplýsingakerfum: Með tölvuver á millidekkínu! Tbgaranum Björgvin á Dalvík var breytt í fnllkomið vinnsluskip síð- astliðið vor. Vinnslubúnaðurinn sem slíkur er ekki um margt frábrugðinn því sem gerist í nýtísku fiskvinnslum en eitt atriði vekur strax athygli þeg- ar komið er niður á vinnsludekkið í skipinu - skrifstofa við hliðina á vinnslustcekjunum. Eftir því sem Ægir kemst næst er þetta eina vinnsluskipið í flotanum sem búið er skrifstofuaðstöðu á vinnslusvæðinu en hugsunin á bak við hönnina er sú að þeir sem stjórni vinnslunni um borð hafi greiðan að- gang að upplýsingum um vinnsluna og geti notfært sér tölvutæknina til að stjórna vinnslunni. Nýi vinnslubúnaðurinn í Björgvin er frá Marel og segir Steingrímur Gunnarsson hjá þróunardeild Marel Steingrímur Gunnarsson í skrifstofunni á vinnsludekkinu í Björgvin EA. Héðan er vinnslunni í skipinu stjómað með tölvu. uynd: ióh að mikil hagræðing sé fyrir stjórnend- ur á vinnsludekkinu af því að hafa skrifstofuna. í herberginu er tölva sem tengd er við flokkarana og vogirnar og þaðan er hægt að stjórna vinnslunni en fylgjast um leið með afurðum, nýt- ingu og öðru því sem nauðsynlegt er að hafa yfirsýn yfir. Hugbúnaðurinn í tölvunni er frá Marel, sérhannað fram- Skjár í MPS Skipakerfinu sem sýnir útreikning á afurðaverðmœti. leiðslueftirlitskerfi fyrir vinnsluskip sem ber heitið MPS Skipakerfi. I stuttu máli sagt heldur kerfið utan um upp- lýsingar um vinnslu hráefnis, pökkun og skráningu afurða, stillingum er stjórnað beint frá tölvu, kerfið býður upp á fjölbreyttar skýrslur um vinnslu, aflaverðmæti og magn, margir mögu- leikar eru á sjálfvirkri kassa- og lím- miðaprentun, nýtingareftirlit fyrir Fiskistofu er innbyggt með sérstakri skoðunarvogum og svo framvegis. Eðli málsins samkvæmt er kerfið sérsmíðað til stýringar á tækjabúnaði frá Marel hf. og byggt á reynslu fyrir- tækisins á fiskiðnaðarsviðinu. Steingrímur segir að með þessu sé hægt að taka framleiðsluskráningarnar út úr kerfinu og flytja þær yfir í Standard-C fjarskiptakerfið og senda í land. „Mín reynsla er sú að út- gerðarstjórarnir í landi vilja fylgjast með upplýsingum um vinnsluna jafn óðum. Hingað til hafa menn verið að handslá upplýsingarnar inn og senda síðan til lands en með kerfinu erum við að mæta þeim þörfum að hægt sé að taka fjölþættar upplýsingar beint út úr kerfinu og senda í land," segir Steingrímur. fflC 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.