Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Síða 7

Ægir - 01.08.1998, Síða 7
Fjarskipti í sjávarútvegi SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI „Sjálfvirka neyðarkerfið, GMDSS, er hreint öryggismál fyrir sjó- menn og við fógnum öllum þeim breytingum sem geta orðið til öryggis fyrir okkar menn," segir Sœvar Gunnarsson. kerfi er hreint og klárt öryggismál fyrir sjómenn og við fögnum öllum þeim breytingum sem geta orðið til öryggis fyrir okkar menn," segir Sæv- ar. Spjallað yfir öxlina á „kallinum" Sævar er gamall sjómaður og þekk- ir vel hversu miklu máli skiptir að geta haft símasam- band við fjölskyld- una í landi. Hann segir að á árum áður hafi skipverj- ar aðeins getað hringt úr brúnni og þess vegna þurft að spjalla nánast yfir öxlina á „kallinum" en í dag geti margir sjómenn hringt úr eigin klefa. „Auðvitað er þetta gjörbylting á að- stöðu sjómanna og ég fagna henni en á hinn bóginn gagnrýni ég þennan gríðarlega kostnað sem er því fylgjandi að hringja í gegnum loftskeytastöðv- arnar. Við sjáum ekki og höfum ekki fengið nokkur rök fyrir þessari verð- lagningu, þrátt fyrir að hafa óskað eftir þeim frá Landssímanum. Hér er ekki verið að tala um lágar upphæðir hjá sjómönnum sem eru í löngu úthaldi, t.d. á Fiæmingjagrunni eða í Smug- unni, enda mínútugjaldið hátt. Sjó- mannafjölskyldur þurfa þannig að standa undir miklum símakostnaði og það er eitt af mörgum atriðum sem taka þarf með í reikninginn þegar tal- að er um tekjur sjómanna. Upplýsingaby Itingin er líka úti á sjó Almennt séð segir Sævar að fjarskipta- þjónusta við skipaflot- ann sé góð en það atriði sem sjómenn kvarti yfir sé þetta gjald sem strandarstöðvarnar taki fyrir þjónustu sína. Betra símasamband skapi líka tækifæri til tölvusamskipta við land, fjarnáms og ým- issar annarrar upplýs- inganotkunar. „Jú, menn eru byrjaðir að stunda fjarnám um borð í skipunum og það er mjög já- kvætt. Upplýsingabyltingin er til sjós og hún er fjarskiptamálunum að þakka," segir Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambands íslands. „Auðvitað erþetta gjörbylting á aðstöðu sjómanna og ég fagna henni en á hinn bóginn gagnrýni ég þennan gríðarlega kostnað sem erþví fylgjandi að hringja í gegn- um loftskeytastöðvarnar." Kerfisfræðingar á sjóinn? Tölvur verða æ fleiri um borð í skipum og þær gegna æ þýðingar- meira hlutverki. Þannig er upplýs- ingabyltingin ekkert síður á fullri ferð á sjónum en í landi. Störfum umsjónarmanna tölvukerfa fjölgar sífellt í fyrirtækjum í landi og þar af leiðandi hlýtur sama þróun að verða til sjós. Ekki þyrfti að koma á óvart að innan tveggja til þriggja ára færi að bera á auglýsingum frá útgerðum stærri skipa eftir kerfisfræðingum eða öðrum þeim sem hafa menntun á sviði tölvutækni til að hafa unisjón með tölvubúnaði í skipunum úti á sjó. Margir þeir skipstjórnendur sem Ægir hefur rætt við segja þróunina stefna óðfluga í þessa áttina. Engan þurfi að undra þessa þróun þar sem tölvubúnaðurinn sé að verða hjartað í daglegri vinnslu um borð og sé hann ekki í lagi þá sé það engu ntinna tjón en að missa veiðarfærin. Það eru ekki mörg ár síðan að fyrstu tölvurnar komu um borð í skipin en í dag eru þær fleiri og víð- ar en í brúnni. Fyrir utan einkanotk- un sumra sjómanna þá eru dæmi um tölvur á vinnsludekkinu í frystitog- urum og í vélstjórnarklefum geta tölvur gegnt þýðingarmiklu hlut- verki í viðhaldi og eftirliti vélanna. ÆGiIR 7

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.