Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 33

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Tölvumyndir hafa nýveriö opnað útibú á Akureyri. Starfsmenn þar eru fjórir talsins en þrír þeirra eru hér í húsnœði Tölvumynda á Akureyri, þeir Hafþór Ingi Heimisson, Tryggvi Rúnar Jðnsson og Garöar Már Birgisson. Fjórði starfsmaðurinn norðan heiða er Þröstur Guðmundsson. uynd: jóh fyrir vinnslu á matvælum og inniheld- ur það þrifa- og viðhaldskerfi, eftirlits- kerfi, kvartanakerfi og starfsmanna- kerfi. Kerfið nýtist til reglulegs eftirlits með húsnæði og útbúnaði sem upp- fyllir skilyrði til að framleiða hágæða- afurðir. Eftirlitshluti kerfisins byggist á gæðaatriðum sem skilgreind eru á eft- irlitsstöðum í framleiðsluferlinu en í kvartanahlutanum eru kvartanir og at- hugasemdir frá viðskiptavinum skráð- ar og flokkaðar eftir eðli þeirra. Skipu- lögð viðbrögð vegna kvartana eru þannig nýtt sem lykill að því að bæta framleiðsluna. í starfsmannahlutanum eru skráðar upplýsingar um starfsfólk. Loks er fjórða undirkerfi Útvegs- stjóra, sem ber heitið Skipstjóri. Þetta er kerfi til að nota um borð í togurum og er smækkuð mynd af vinnslu- og gæðakerfinu en er lagað að vinnslu um borð í togurum. Þar er hægt að halda utan um nýtingarstuðla, úttektir sjómanna og fleira sem bætt getur stjórnun og skipulagningu um borð. Meðal þeirra fyrirtækja sem nota Útvegssjóra má nefna Granda, Fiski- mjöl og lýsi, Vísi, Jökul, Hraðfrystihús Þórshafnar, Hraðfrystihúsið í Hnífsdal, Rauðsíðu í Bolungarvík, Hraðfrystihús Eskifjarðar, Sigurð Ágústsson hf. í Stykkishólmi, Þormóð ramma-Sæberg hf., Skinney og Bakkavör. Halldór Lúðvígs- son segir að þarfir sjávarút- vegsfyrir- tækja fyrir gott upp- lýsinga- kerfi séu mismun- andi en sér í lagi miklar hjá þeim fyrirtækjum sem framleiða viðkvæmt hráefni í neyt- endapakkningar, s.s. rækju. „Það gefur auga leið að í slíkri fram- leiðslu eru kröfurnar allt öðru vísi og meiri heldur en t.d. í vinnslu á Rússa- fiski," segir Halldór. Af um 70 starfsmönnum Tölvu- mynda starfa 8-10 beinlínis að sjávar- útvegskerfinu Útvegsstjóra. í þessum hópi er að finna sjávarútvegsfræðinga og annað fagfólk á sviði sjáv- arútvegs og þannig er fylgst náið með þróun í greininni og þeim þörfum sem hægt er að upp- fylla með fullkomnum tölvubúnaði. Sjávarútvegur er stór hluti af veltu Tölvumynda en Halldór hefur trú á að þjónusta við sjávarútveginn eigi eftir að verða vaxandi í framtíðinni, ekki hvað síst ef árangur næst með útflutn- ingi á Útgerðarstjóranum. I beinu sambandi við skipin Þó svo að þróun hafi verið mikil í tölvutækninni og smíði alls kyns hug- búnaðar á undanförnum árum þá á hún eftir að halda áfram á fullri ferð næstu árin. Halldór reiknar með að innan tveggja ára verði ekki óalgengt að vinnslufyrirtækin í landi geti tengt sig við tölvubúnað um borð í skipum úti á sjó og lesið á þann hátt beint inn til sín upplýsingar um afla, samsetn- ingu hans og annað sem nauðsynlegt er að fyrir liggi þegar vinnsla á hráefni hefst. Höfuðstöðvar Tölvumynda eru í Reykjavík en fyrirtækið hefur nú þegar sett á fót útibú á Akureyri þar sem eru fjórir starfsmenn. Þaðan er m.a. veitt þjónusta við notendur sjávarútvegs- kerfa Tölvumynda. Upplýsingakerfi þykja sjálfsögð í stjórnun nútíma fyrirtœkja. Mm 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.