Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 46

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 46
laga vélarrúm fyrir háþrýstidælur og nýja ljósavél. Stjórnborðsmegin er verkstæði og miðskips er vélareisn. Þar fýrir aftan eru setustofa, matsalur, eld- hús og matvælageymslur. Aftan við matvælageymslur er fiskimóttaka. Bakki er fremstur á efra þilfari. Hann er nýttur sem geymsla og bak- borðsmegin í honum er vélarúm fyrir vökvadælur framskips. Fram undir bakka eru snurpuspil og þar fyrir aftan eru lestarlúgur, sjóskilja og tveir kran- ar ásamt ýmsum hjálparvindum. Aft- an við mitt skip eru íbúðarhús á tveimur hæðum og brú. Skorsteins-, stiga- og eldvarnarhús eru í einu húsi úti í bakborðssíðu aftan við brú. Milli skorsteinshúss og íbúðabyggingar er gangur fram á dekk. Aftast á efraþilfari er nótakassi, nótaleggjari, netatromla, fiskilúga, skutrenna og skutgálgi. íbúðir og aðstaða fyrir áhöfn í skipinu eru klefar fyrir átján manns í sex einstaklingsíbúðum, fjórum tveggja manna klefum, einum þriggja manna klefa og sjúkraklefa. í skipinu er þrekklefi með tækjabúnaði og gufu- baði. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með eldtefjandi plastþiljum frá Famos. Brunalagnir og reykskynjarar eru í öllum íbúðum, bæði í brú og framskipi. Attí upphaflega að verða skuttogari Upphaflega bar Jón Kjartansson nafnið Narfi og ein- kennisstafina RE 13. Narfi var smíðaður úr stáli sem síðu- togari fyrir Guðmund Jörundsson, útgerðarmann, hjá skipasmíðastöðinni Werft Nobiskrug í Rendsburg í V- Þýskalandi árið 1960, samkvæmt kröfum og undir efirliti „Lloyd's Register of shipping * 100 Al". Guðmundur Jör- undsson hafði í upphafi hugsað sér að smíða skuttogara, en stjórnvöld lögðust gegn þeirri ráðagerð og töldu hana of áhættu- sama. Á sjötta ára- tugnum varð út- gerð síðutogara mjög erfið og Narfa var breytt í frystitogara. Frystibúnaður var settur í skipið og aðalþilfar yfir- byggt að hluta til að bæta aðstöðu áhafnar. Afkorna útgerðar batnaði ekki við breyting- una, frekar en af- Lýsing úr Ægi á sínum tíma þegar sagt koma breska út- var frá botnvörpiiskipinu Narfa. hafsflotans á þess- Teikning afNarfa þegar honum haföi verið breytt í skuttogara. um árum og Narfi var aftur gerður út sem ísfisktogari og var aflinn m.a saltaður um borð um tíma. Skuttogaraöld- in gekk í garð með u.þ.b. 50 nýtísku skuttogurum í ís- lenskum flota og var afkoma þeirra allt önnur en útgerð síðutogaranna, sem var orðið erfitt að manna. í ljósi þess- ara aðstæðna ákvað útgerð Narfa að breyta skipinu í skut- togara. Breytingin var gerð hjá Welgelegen skipasmíða- stöðinni í Harlingen, Hollandi árið 1974. Narfi var gerður út sem skuttogari í þrjú ár en án viðunandi afkomu. Árið 1978 var skipinu breytt í nótaskip og fór það til loðnuveiða í mars sama ár. Hraðfrystihús Eskifjarðar eign- ast skipið í maí 1978 og heitir það upp frá því Jón Kjart- ansson SU 111. Skipið kom með 2000 hestafla Werkspoor aðalvél. Henni var skipt út haustið 1980 fyrir 2880 hestafla vél frá Alpha Diesel. Botnvörpungurinn Marfi Vegna rúmleysis gat lýsing á Narfa ekki birzt í síðasta blaði um leið og myndin af honum. Fer nú stutt lýsing hér á eftir: Mesta lengd skipsins er 65.28 m. Lengd milli lóðlína 60.85 m. Breidd 10.40 m. Dýpt 5.50 m. Brúttó rúmlestir 890 m. Aðalvél er 1900 ha. Werkespoor og er bein tenging á skrúfu. Spilvél er af Mannheim gerð 550 ha. Hjálparvélar eru tvær 240 og 88 ha. Mannheim. 120 ha. rafall er drifinn með skrúfuöxli á langsiglingum. Togvindan er af Akkiles gerð, rafknúin. Lestir eru klæddar aluminium og eru öll lestarskilrúm úr sama efni. Þær eru ein- angraðar með Silan gerfi-einangrunar- efni. Skipið er búið öllum fullkomnustu sigl- ingar- og hjálpartækjum. Loftskeytatæki eru frá Siemens og Telefunken. Loranstaðarákvörðunartæki af Sperry- gerð eru í skipinu og Atlas fiskleitar- tæki. 46 MSilR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.