Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1998, Side 46

Ægir - 01.08.1998, Side 46
laga vélarrúm fyrir háþrýstidælur og nýja ljósavél. Stjórnborðsmegin er verkstæði og miðskips er vélareisn. Þar fýrir aftan eru setustofa, matsalur, eld- hús og matvælageymslur. Aftan við matvælageymslur er fiskimóttaka. Bakki er fremstur á efra þilfari. Hann er nýttur sem geymsla og bak- borðsmegin í honum er vélarúm fyrir vökvadælur framskips. Fram undir bakka eru snurpuspil og þar fyrir aftan eru lestarlúgur, sjóskilja og tveir kran- ar ásamt ýmsum hjálparvindum. Aft- an við mitt skip eru íbúðarhús á tveimur hæðum og brú. Skorsteins-, stiga- og eldvarnarhús eru í einu húsi úti í bakborðssíðu aftan við brú. Milli skorsteinshúss og íbúðabyggingar er gangur fram á dekk. Aftast á efraþilfari er nótakassi, nótaleggjari, netatromla, fiskilúga, skutrenna og skutgálgi. íbúðir og aðstaða fyrir áhöfn í skipinu eru klefar fyrir átján manns í sex einstaklingsíbúðum, fjórum tveggja manna klefum, einum þriggja manna klefa og sjúkraklefa. í skipinu er þrekklefi með tækjabúnaði og gufu- baði. íbúðir eru einangraðar með steinull og klæddar með eldtefjandi plastþiljum frá Famos. Brunalagnir og reykskynjarar eru í öllum íbúðum, bæði í brú og framskipi. Attí upphaflega að verða skuttogari Upphaflega bar Jón Kjartansson nafnið Narfi og ein- kennisstafina RE 13. Narfi var smíðaður úr stáli sem síðu- togari fyrir Guðmund Jörundsson, útgerðarmann, hjá skipasmíðastöðinni Werft Nobiskrug í Rendsburg í V- Þýskalandi árið 1960, samkvæmt kröfum og undir efirliti „Lloyd's Register of shipping * 100 Al". Guðmundur Jör- undsson hafði í upphafi hugsað sér að smíða skuttogara, en stjórnvöld lögðust gegn þeirri ráðagerð og töldu hana of áhættu- sama. Á sjötta ára- tugnum varð út- gerð síðutogara mjög erfið og Narfa var breytt í frystitogara. Frystibúnaður var settur í skipið og aðalþilfar yfir- byggt að hluta til að bæta aðstöðu áhafnar. Afkorna útgerðar batnaði ekki við breyting- una, frekar en af- Lýsing úr Ægi á sínum tíma þegar sagt koma breska út- var frá botnvörpiiskipinu Narfa. hafsflotans á þess- Teikning afNarfa þegar honum haföi verið breytt í skuttogara. um árum og Narfi var aftur gerður út sem ísfisktogari og var aflinn m.a saltaður um borð um tíma. Skuttogaraöld- in gekk í garð með u.þ.b. 50 nýtísku skuttogurum í ís- lenskum flota og var afkoma þeirra allt önnur en útgerð síðutogaranna, sem var orðið erfitt að manna. í ljósi þess- ara aðstæðna ákvað útgerð Narfa að breyta skipinu í skut- togara. Breytingin var gerð hjá Welgelegen skipasmíða- stöðinni í Harlingen, Hollandi árið 1974. Narfi var gerður út sem skuttogari í þrjú ár en án viðunandi afkomu. Árið 1978 var skipinu breytt í nótaskip og fór það til loðnuveiða í mars sama ár. Hraðfrystihús Eskifjarðar eign- ast skipið í maí 1978 og heitir það upp frá því Jón Kjart- ansson SU 111. Skipið kom með 2000 hestafla Werkspoor aðalvél. Henni var skipt út haustið 1980 fyrir 2880 hestafla vél frá Alpha Diesel. Botnvörpungurinn Marfi Vegna rúmleysis gat lýsing á Narfa ekki birzt í síðasta blaði um leið og myndin af honum. Fer nú stutt lýsing hér á eftir: Mesta lengd skipsins er 65.28 m. Lengd milli lóðlína 60.85 m. Breidd 10.40 m. Dýpt 5.50 m. Brúttó rúmlestir 890 m. Aðalvél er 1900 ha. Werkespoor og er bein tenging á skrúfu. Spilvél er af Mannheim gerð 550 ha. Hjálparvélar eru tvær 240 og 88 ha. Mannheim. 120 ha. rafall er drifinn með skrúfuöxli á langsiglingum. Togvindan er af Akkiles gerð, rafknúin. Lestir eru klæddar aluminium og eru öll lestarskilrúm úr sama efni. Þær eru ein- angraðar með Silan gerfi-einangrunar- efni. Skipið er búið öllum fullkomnustu sigl- ingar- og hjálpartækjum. Loftskeytatæki eru frá Siemens og Telefunken. Loranstaðarákvörðunartæki af Sperry- gerð eru í skipinu og Atlas fiskleitar- tæki. 46 MSilR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.