Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 32

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 32
Fjögur undirkerfi Útvegsstjóra Upplýsingakerfið Útvegsstjóri kom á markaðinn í ársbyrjun 1997. Forveri kerfisins var Útvegsbankinn, sjávarút- vegskerfi sem var forritað í fjárhags- og upplýsingakerfinu Fjölni. Eins og áður segir skiptist Útvegsstjóri upp í fjögur undirkerfi. Vinnslustjóri samanstendur af fram- leiðsluhluta, innkaupa- og söluhluta og veðsetningarhluta. Kerfið er hand- hægt við ákvarðanatöku í framleiðslu- fyrirtækjum, t.d. hvaða afurðir skuli framleiða, hversu mikið megi borga fyrir hráefni og svo framvegis. Þá er í innkaupa- og söluhlutanum hægt að gera upp við sölusamtök, gera útflutn- ingsskjöl, skoða verðmæti seldra af- urða, skoða kostnaðarliði sem hlutfall af verðmæti afurða og fleira. í verð- setningarhluta er síðan yfirlit yfir veð- setningar og afurðalán. Með einfaldri aðgerð er hægt að sækja þær afurðir sem uppfylla skilyrði til veðsetningar og færa í veðsetningarskýrslu. Útgerðarstjóri er kerfi sem heldur utan um veiðiferðir og ráðstöfun afla. Veiðiferðir eru aðgreindar og bein- tenging við launakerfi. í kerfinu eru margir möguleikar til útreikninga á verðmæti afla, gerð opinberra skýrslna, s.s. aflaskýrslna til Fiskistofu. Þá er allur afli skráður í kvótabók, sem og úthiutun, kvótatilfærslur og kvóta- kaup þannig að hægt er að sjá ná- kvæma kvótastöðu hverju sinni. Þá er kerfið einnig öflugt til áætlanagerðar. Gœðastjóri er fullkomið gæðakerfi rblvumyndir er ineðal peirra fyrir- tækja hér á landi sem kotnin eru hvað lengst íþróun upplýsingakerfa fyrir sjávarútveginn. Útvegsstjóri kallast þetta kerfi og er byggt á Navision Financials, fjárltags- og upp- lýsingakerfinu. Kerftð skiptist í fjögur kerfi, þ.e. vinnslukerfi (Vinnslu- stjóri), gæðakerfi (Gæðastjóri), út- gerðarkerfi (Útgerðarstjóri) og skip- stjórnarkerfi fyrir togara (Skipstjóri). Að þróun Útvegsstjóra stendur sér- stakur sjávarútvegshópur innan við- skiptadeildar Tölvumynda og segir Halldór Lúðvígsson, deildarstjóri við- skiptadeildarinnar, að Tölvumyndir komi til með að hasla sér völl erlendis með Útvegsstjórann, enda sé Navision Financials vel þekkt erlendis og tiltölu- lega einfalt í framkvæmd að þýða Út- vegsstjóra fyrir önnur tungumál. Halldór segir öflug upplýsingakerfi sjálfsögð í stjórnun nútímafyrirtækja þar sem liggja þurfi fyrir frá degi til dags hvernig staðan er. Ekki hvað síst sé mikil þörf fyrir góð kerfi í sjávarút- veginum þar sem fyrirtækin geta verið með fjölbreytilega og yfirgripsmikla starfsemi, og mörg hver eru komin langt í fullvinnslu afurða í neytenda- pakkningar sem aftur þýðir að eftirlit með framleiðslunni þarf að vera fyrsta flokks. Hópur starfsmanna viðskiptadeildar Tölvumynda sem vinnur að þróun hugbúnaðarins Útvegsstjóra. í hópnum er bæði fóik með sérþekkingu í forritun og hugbúnaðarsmíð, sem Og menntað fólk á sjávaríltvegssviðinu. Mynd: Haukur Snorraon Tölvumyndir framleiða upplýsingakerfi fyrir sjávarútveginn: Öflug upplýsingakerfi nauð- synleg í daglegri stjórnun - jyrirtœkið hyggur á markaðssetningu Útvegsstjóra erlendis 32 ÆGiIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.