Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 18

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 18
Fjarskipti i sjávarútvegi Tölvupósturinn er fj arskiptamáti framtíðarinnar - segir Sigurbjörn Sigurðsson, stýrimaður á frystitogaranum Margréti EA, sem notar tölvupóst til að hafa samband heim til fjölskyldunnar Sigiirbjörn Sigiirðsson, stýrimaður á frystitogaranum Margrétinni EA, er eiiui þeirra sjómamia sem tek- ið hafa tölvutœknina upp á sína arma á sjónum og nýtt möguleika hennar til að halda uppi sainbandi við fjölskylduna í laitdi. Hvar sem skipið er statt í heiminutn getur Sig- urbjörn sent tölvupóst lieim til fjöl- skyldunnar, eða tekið á móti skeytum að heiman, og hann segir tölvupóst- inn þann samskiptamáta sem sjó- menn muni örugglega nýta sér í vax- andi mceli í framtíðinni. Um þriggja ára skeið hefur tölvupósturinn verið nýttur til samskipta skipsins við út- gerðina, Saniherja hf., og að niati Sig- urbjörns getur ekki orðið annað en vöxtur og þróun í framtíðinni t upp- lýsingaflœðinu um tölvur oggervi- hnetti milli skipa og útgerðar í landi. „Ég hef notað tölvupóstinn sem samskiptaform allt frá því sú tækni varð möguleg á sjónum. Fjarskiptaþró- unin hefur verið til batnaðar með hverju ári og sér í lagi hefur þetta gengið vel síðasta árið," segir Sigur- björn í samtali við Ægi. Á heimili sínu hefur Sigurbjörn tölvu með tengingu við Internetið og um borð í Margrétinni hefur hann að- gang að tölvu með til þess gerðum hugbúnaði að hægt er að senda tölvu- póst í gegnum gervihnött. Það eina sem hann þurfti að gera sérstaklega var að skrá sig sem notanda að In- marsat gervihnattakerfinu en það gerði hann hjá fyrirtækinu Radíómið- un í Reykjavík. Eftir það ganga sam- Viö tölvuna heima. Sigurbjöm segir að það komist fljótt upp í vana að skrifa stutt bréf sem segi þó mikið en þetta atriði skiptir máli þar sem gjald er innheimt fyrir hvern send- an staf um gervihnött. Mynd: ióh skiptin vel fyrir sig, tölvupósturinn fer frá skipinu um gervihnött og niður í jarðstöð í Hollandi sem skráir sending- una, stafafjölda og aðrar upplýsingar og sendir póstinn síðan áfram eftir jarð- og sæstrengjum til íslands og beint í tölvuna á heimili Sigurbjörns á Akureyri. Síðan koma reglulega inn- heimtuseðlar fyrir notkuninni, mælt eftir fjölda stafa sem sendir eru í tölvu- bréfunum og þannig segir Sigurbjörn að kerfið gangi mjög einfalt og áhyggjulaust fyrir sig. Tölvupóstsamskipti við útgerðina „Það er orðið mjög algengt að útgerðir hafi samskipti við sín skip með tölvu- pósti og til að mynda hefur Samherji haft samskipti við sín skip með tölvu- pósti síðan 1995. Ég sé fyrir mér að í nánustu framtíð geti orðið mjög mikil þróun í því hvernig þessi tölvutækni er notuð. í dag sendum við aflaskýrsl- ur með tölvupósti í land en mér kæmi ekki á óvart að innan tíðar gætum við sent skrár úr bókhalds- eða upplýs- 18 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.