Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 40

Ægir - 01.08.1998, Blaðsíða 40
Miklar breytingar á starfsemi Fiskifélags íslands í árslok / framlialdi af skipulagsbreytingum sem gerðar voru á Fiskifélagi ís- laitds í vor hefnr stjórn félagsins ákveðið að ráðast í veigainiklar breyt- ingar á daglegri starfsemi félagsins á iicestu mánuðum. Frá nœstii áramót- um mun starfsfólki félagsins fœkka úr 13 í 3-5, jafnframt því sem verk- efni sem félagið hefur sinnt fyrir hið opinbera fœrast yfir til Fiskistofu og Flagstofu íslands. Að því er stefnt að það starfsfólk Fiskifélags íslands sem inissir vinnuna lijá félaginu fái störf hjá þessum stofnunum. Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri, sagði upp störfum t byrjun jiílí en mun starfa hjá Fiskifélaginu út árið. Pétur Bjarnason, formaður stjórnar Fiskifélags íslands, segir að á undan- gengum árum hafi þungamiðjan í rekstri Fiskifélagsins verið upplýsinga- söfnun og hagskýrslugerð fyrir ríkis- valdið. Þegar ljóst hafi orðið að ríkis- valdið ætlaði að fela þessi verkefni þeim stofnunum sem nýttu þær upp- lýsingar öðrum fremur, þ.e. Fiskistofu og Hagstofu íslands þótti sýnt að veru- legur samdráttur yrði daglegum um- svifum Fiskifélagsins. í raun má segja að umrædd verkefni hafi verið tvenns konar, þ.e. upplýsingaöflun um sjávar- útveginn fyrir Fiskistofu og hins vegar úrvinnsla ýmissa tölulegra upplýsinga sem Hagstofa íslands hefur notað. Áherslan á umhverfismálin „Hugmyndir um framtíð félagsins eru enn í mótun en eftir að breytingarnar verða um garð gengnar reikna ég með að Fiskifélag íslands verði með 3-5 starfsmenn. Félagið verður samstafs- vettvangur sjávarútvegsins í heild sinni, enda eiga aðild að Fiskifélaginu allir helstu hagsmunaaðilar í íslensk- um sjávarútvegi. Við munum leggja mikla áherslu á umhverfismálin, hafa umsjón með sjóvinnukennslunni eins og hingað til, munum halda áfram útgáfustarf- semi, sinna verkefnum fyrir Verðlags- stofu skiptaverðs og vinna ýmis konar sértækar upplýsingar um íslenskan sjávarútveg enda má reikna með að eftirspurn eftir slíku sé til staðar jafnt hér innanlands sem er- lendis. Það mun því ekki skorta verkefni," segir Pétur í samtali við Ægi. Starfsemin með svip frumkvöölanna Fiskifélag ísiands er eig- andi að þriggja hæða húsi við Ingólfsstræti í Reykjavík og er starf- semi félagsins á efstu „Það má segja að starfsemi fé- lagsins sé aftur að beinast ípá átt sem frumkvöðlarnir voru með í huga við stofnun félagsins." Hús Fiskifélags íslands við Ingólfsstrœti hefur nú verið leigt Fiskistofu og mun starfsemi Fiskiféiags íslands fiytja þaðan um komandi áramót. uynd: Haukm Snonason 40 ÆGJR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.